Ráðherra spillingar og misréttis hækkar leiguverð á kvóta

Með frumvarpi sínu um flutning á 33% aflamarks á milli ára er ríkisstjórnin að stuðla að hækkun leiguverðs á kvóta og auknum tekjum kvótagreifa á kostnað leiguliða í kerfinu. Leiguliðar eru núna að borga nálæt 2/3 af verðmæti aflans brúttó til leigusala með þessari ráðstöfun minnkar það magn sem er í umferð , sem þrýstir verðinu upp á leigukvótanum

Ég heiti á Karl V. Matthíasson og aðra góða ,jafnaðarmenn, ef þeir vilja standa undir því nafni, að gera sjávarútvegsráðherra afturreka með þetta frumvarp. 

Burt með spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur!    


mbl.is Mega geyma þriðjung kvótans milli ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég ætla rétt að vona að það hafi árangur að heita á Kalla og alla góða og réttsýna menn varðandi þennan amlóða í formi frumvarps.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 10.11.2008 kl. 18:19

2 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

kvótinn á að vera í eigu þjóðarinnar punktur! svo má þjóðin öll fá einhverjar smá leigutekjur af honum en ekki þessir kvótagreifar.

Guðrún Sæmundsdóttir, 10.11.2008 kl. 22:06

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Siggi.

Þessi lagabreyting er enn ein tilraunin til þess að hanga á handónýtu kerfi þar sem verið er að plástra ofur skuldsettar stórútgerðir á kostnað einyrkjans sem ekki getur annað en leigt kvóta.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 11.11.2008 kl. 00:46

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég vil fá þjóðnýtingu á kvótanum strax

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.11.2008 kl. 01:06

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Kvóta hvað ?

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.11.2008 kl. 01:08

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hafsteinn, þessi ósómi er stjórnarfrumvarp og Kalli er handjárnaður. Sæl Guðrún, fiskurinn í hafinu er sagður sameign þjóðarinnar en það er öðru nær skv. þessu. Færeyingar voru í gríðarlegri bankakreppu og fiskileysi fyrir um 15 árum  og afnámu þá kvótakerfið og komust þannig út úr vandanum. Sæll Gulli, þú hittir naglann á höfuðið auðvitað viljum við losna við kvótann en lengi getur vont versnað. Sæl Guðrún, hárrétt hjá þér þrælarnir eiga að borga, enda hafa þeir ekki efni á að borga í flokkssjóð eða prófkjörsbaráttu sjávarútvegsráðherrans. Sælar Jóna og Jóhanna, kvótakerfið er lénaskipulag sem felur í sér mannréttindabrot með risavöxnum eftirlitskosnaði sem almenningur borgar. Burt með kvótann!

Sigurður Þórðarson, 11.11.2008 kl. 03:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband