Færsluflokkur: Sjónvarp
Afleiðing lúsaleitarinnar: Baugur borgar skatta erlendis.
Föstudagur, 4. júlí 2008
Margvíslegar ásakanir hafa verið settar fram gegn Baugi t.a.m fann fyrrum forsætisráðherra út að vínber væru ódýrari í London en hjá Bónus! Og nú er kostnaðarsamri lúsaleit lokið hjá Baugi og upp komst um tittlingaskít. Það var allt og sumt. Samt dugði það til að hrekja fyrirtækið úr landi og mun það framvegis borga skatta erlendis. Seðlabankinn getur ekki glaðst yfir efnahagsástaninu en hann getur kannski glaðst yfir þessu?
![]() |
Times: Gaumur að kaupa starfsemi Baugs á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kóngafólk hundelt af ljósmyndurum!
Sunnudagur, 22. júní 2008
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Milljarðar í súginn
Föstudagur, 20. júní 2008
Það vita allir sem vilja vita að það fara milljarðar í súginn ár hvert vegna brottkasts. Það er innbyggður hvati í kvótakerfinu til brottkasts. Ef leiguverðið er hærra en það verð sem fæst fyrir fiskinn verður honum hent, svo einfalt er það. Ef menn vilja koma í veg fyrir brottkast er einfaldast að afnema kvótakerfið. Þá þarf engar myndavélar. Svo einfalt er það.
![]() |
Brottkastsmyndavélar um borð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þórunn flýgur til Hveravalla í loftbelg
Föstudagur, 20. júní 2008
![]() |
Hálendisbjörn er hugsanlegur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
"Heiðursmorð" á Hrauni við Skaga
Miðvikudagur, 18. júní 2008
Ekki tókst danska sérfræðingnum Carsten Gröndal að skjóta deyfilyfi í dýrið, srem til stóð að bjarga enda eru ísbirnir í mikilli útrýmingarhættu. Miklu hafði verið til kostað til björgunaraðgerðanna fengin var flutningavél með sérstakt búr og til stóð að senda varðskip með dýrið á haf út. Og til að að kóróna herlegheitin mætti umhverfisráðherra til að baða sig í sviðsljómanum. En dýrið vildi ekki láta bjarga sér og flýði til hafs. En það var dauðasök, þvílíka háðung gagnvart sjálfum umhverfisráðherranum sem var búinn að leggja á sig allt þetta ferðalag var ólíðandi. Það varð að bjarga heiðri ráðherrans og fella dýrið "sem virtist vera sært á fótum". Þetta var sem sé heiðursmorð.
En ráðherrann sagði að því miður hefði reynst nauðsynlegt að drepa dýrið þar sem það synti á haf út. Veit ráðherrann ekki að einmitt það er ólöglegt sjá 16. gr
http://www.althingi.is/lagas/nuna/1994064.html
![]() |
Ísbjörninn að Hrauni dauður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Forsætis- og utanríkisráðhera rifta undirskrift í beinni
Laugardagur, 14. júní 2008
Fyrir um 17 árum undirritaði utanríkisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands valfrjálsa en bindandi bókun sem skuldbatt Ísland til að hlíta úrskurði Mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna undanbragðalaust ef til þess kæmi að hún þyrfti að úrskurða um mannréttindabrot á Íslandi. Færustu lögmenn hafa fullyrt að þessi samningur hafi þjóðréttarlegt gili og þar með ætti hann samkvæmt dómahefð að hafa réttaráhrif.
Forystumenn ríkisstjórnarflokkanna riftu þessum samningi einhliða sjá hér
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Geir taki Bush sér til fyrirmyndar
Fimmtudagur, 12. júní 2008
Það er ekki bara á Íslandi sem þjóðarleiðtogum leiðist að þurfa að taka tillit til mannréttinda. Til dæmis hundleiðist Bush að þurfa að gera það en hann ætlar samt að hlíta dómi. Geir Haarde hefur margsagt að hann þurfi ekki að fara að úrskurði mannréttindanefndarinnar og er búinn að steingleyma að Ísland hefur skuldbundið sig til þess. Ég veit ekki hvort það er alltaf heppilegt hjá forystumönnum Sjálfstæðisflokksins að líta á Bush sem fyrirmynd en Geir mætti gera það núna.
Bush er fúll en lætur sig hafa það. Geir ætti að gera það líka.
![]() |
Bush segist hlíta dómi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Andfúll og eitraður koss!
Þriðjudagur, 10. júní 2008
Þessi eitraði koss insiglaði stuðning Samfylkingarinnar við mannréttindabrot á sjómönnum út kjörtímabilið.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Skattleysismörk helmingi of lág skv úrteikn. ASÍ
Mánudagur, 17. mars 2008
Skattleysismörk helmingi hærri ef persónuafsláttur hefði fylgt launavísitölu
Skattleysismörk væru nærri helmingi hærri í dag ef persónuafsláttur hefði fylgt launavísitölu síðastliðin tólf ár samkvæmt útreikningum ASÍ.
Í nýútkominni skýrslu OECD kemur fram að skattbyrði hér á landi hafi aukist á undanförnum árum. Er meðal annars bent á í því samhengi að persónuafsláttur hafi ekki hækkað í samræmi við verðbólgu - og hafi því í raun rýrnað.
Frá árinu 1996 hefur persónuafslátturinn hækkað um tæpar tíu þúsund krónur. Úr tæpum 25 þúsund krónum í þrjátíu og fjögur þúsund.
Rétt er að taka fram að á sama tíma hefur hlutfall staðgreiðslu lækkað úr tæpum 42prósentum í 35,72 prósent - eða um 6 prósentustig.
Skattleysismörkin eru nú rúmar 95 þúsund krónur en fara á næstu tveimur árum upp í 125 þúsund krónur samkvæmt stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Á persónuafslátturinn að hækka um 7 þúsund krónur á næstu þremur árum umfram almennar verðuppfærslur.
Forvitnilegt er hins vegar að skoða hvernig persónuafslátturinn hefði þróast ef hann hefði fylgt vísitölu neysluverðs síðastliðinn tólf ár. Þá væri hann nú tæpar 39 þúsund krónur eða um fimm þúsund krónum hærri en hann er í dag samkvæmt útreikingum hagdeildar Alþýðusambandins. Skattleysismörkin væru samkvæmt því um 108 þúsund krónur.
Hefði persónuafslátturinn hins vegar fylgt launavísitölunni hefði hann rúmlega tvöfaldast á síðustu tólf árum og væri nú rétt rúmar 56 þúsund krónur. Skattleysismörkin væru um 157 þúsund krónur eða um þrjátíu þúsund krónum hærri en yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)