Færsluflokkur: Sjónvarp

Þjóðin þarf ekki meiri spillingu í landstjórnina.

Þeir eru oft fróðlegir og skemmtilegir þættirnir þeirra Sigurðar G. Tómássonar og Guðmundar Ólafssonar lektors á Útvarpi Sögu á föstudögum. Í gær tók Guðmundur létta upprifjun á hvernig bönkunum var ráðstafað í þágu vildarvina og flokksgæðinga þeirra Halldórs og Davíðs sem réðu síðustu ríkisstjórn. Tilefnið var grein sem seðlabankaráðsmaðurinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifaði, þar sem hann var að agnúast út í grein eftir erlendan fræðimann sem taldi að hluti af efnahagsvanda Íslands stafaði af því að bönkunum hafi verið ráðstafað á einu bretti til manna sem enga reynslu hefðu af alþjóðlegum bankaviðskiptum. Guðmundur rakti þetta ferli í stórum dráttum t.d. hvernig VÍS var tekið úr Landsbankanum og hann seldur lægstbjóðanda. Lokaþáttur í ráðstöfun Búnaðarbankans var sá að þeir sem fengu að kaupa skuldbundu sig til að eiga bréfin í minnst 18 mánuði en Valgerður Sverrisdóttir veitti góðfúslega undanþágu frá þessu eftir 3 vikur frá undirskriftinni. Þetta sumir ættingjar samráðherra hennar sér og fóru út úr kaupréttinum með gríðarlegan hagnað með bréfaskiptum við VÍS án þess að hafa lagt fram eina krónu.

Nú eru framsóknarmenn orðnir leiðir á að vera  fjarri kjötkötlunum og segjast  vilja koma á festu.IMG_9551

 

 

 

 

 

Guðni er skemmtilegur og orðheppinn maður en  flokkurinn þarf að  gera upp fortíðina og fara í aflúsun.


Skoðanakönnun um Landsbankadeildina

Takið þátt í könnun um Landsbankadeildina

Frábær árangur ÍBV

Nú þegar mótið í fyrstu deild er hálfnað hafa Vestamanneyingar unnið alla sína leiki nema gegn Haukum og nú síðast gegn Selfyssingum  sem eru í öðru sæti.  Línur eru farnar að skýrast verulega  og  ljóst að Vestmanneyringar stefna ótrauðir í úrvalsdeildina þar sem þeir eiga heima.  Líklegast er að annað hvor Selfyssingar, Haukar eða Stjarnan muni fylgja þeim en auðvitað koma fleiri til greina. við köttararnir sendum vinum okkar í Vestmannaeyjum bestu óskir.
mbl.is Fyrsta tap Selfyssinga kom í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skyldi Ingibjörg Sólrún leita í Kvennaathvarfið?

c_documents_and_settings_eythor_desktop_blog_is_geir_og_ingibjorgÞað dylst engum lengur að kossar Ingibjargar og Geirs eru ekki jafn heitir og innilegir og á meðan tilhugalífið stóð sem hæst. Ríkisstjórnin tók við í í góðæri og Ingibjörg naut hveitibrauðsdagana í einkaflugi með Geir um en gaf sér þó tíma til að kynna sér ættflokkadeilur í Afganistan. Nú er góðærinu að ljúka deilt er um heimilareikningana og heimiliserjur magnast. Einu efnahagsráðstafanirnar sem þau eru sammála um er að taka hugsanlega 500 milljarða króna lán í útöndum  í óskilgreind verkefni. Börn beggja af fyrra hjónabandi eru byrjuð að kýta og þá er stutt í heimilisofbeldið.
             Skyldi Ingibjörg Sólrún  leita í  Kvennaathvarfið?


Dómsmálaráðherra kemur af fjöllum en utanríkisráðherra frá Miðausturlöndum

Dómsmálaráðherra hefur sagt að hann þekki ekki til máls Paul Ramsesar sem vísað var úr landi og sendur til Ítalíu á dögunum. Hann kemur sem sagt af fjöllum, það gerir utanríkisráðherra ekki, þvert á móti veit hún allt um málið enda nýkomin frá Sýrlandi og sagði að að það hefði vantað hina matskeindu þætti í meðferð málsins og skoraði á dómsmálaráðherra að taka í taumana. Þingmenn Samfylkingarinnar þ.m.t. varaformaðurinn Ágúst Ólafur Ágústsson hafa sent dómsmálaráherra áskoranir fyrir milligöngu fjölmiðla. Dómsmálaráðherra hefur samt ekki enn sem komið er fengið málið á sitt borð þannig að hann hefur a.m.k. ekki enn getað brugðist við áskorununum.

Það er gott hjá utanríkisráðherra að 20070916120949215halda dómsmálaráðherra við efnið þegar kemur að mannréttindum og vonandi fær mál Paul Ramesar farsælar lyktir. Hitt þykir mér dapurt hvað utanríkisráðherra hefur, enn sem komið er, lítinn áhuga fyrir mannréttindum íslenskra sjómanna. 

 

 

Voru mannréttindi sjómanna afgreidd með þessum kossi?


mbl.is Ráðherra ókunnugt um málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hæstiréttur álítur meintan barnaníðing hættulegan börnum

Hægt er að úrskurða menn í gæsluvarðhald af tveimur ástæðum þ.e. vegna rannsóknarhagsmuna og almannahagsmuna. Héraðsdómur hafði úrskurðað að maður sem grunaður er um gróft ofbeldi gagnvart börnum skyldi  látin laus en Hæstiréttur Íslands snéri þeirri ákvörðun, vegna þess að rétturinn hefur talið að börnum stafi hætta af þessum manni. Úrskurður Hæstaréttar er væntanlega ekki líklegur til að valda deilum. 

Mitt sjónarmið var að rétt væri að ræða þessa hluti opinskátt og jafnvel birta mynd af viðkomandi þar sem hætta væri á ferð.  Ég viðurkenni fúslega að þetta orkar tvímælis.  

Vegna ábendingar um að nafn og myndbirting geti skaðað þá sem síst skyldi, ættingja og jafnvel fórnarlömb, hef ef ég tekið það út og biðst ég innilega afsökunar á þessum vanhugsuðu mistökum mínum 


Talíbanar til Bíldudals og Bakkafjarðar?

talibanr221286_870789Ég á gamlan kunningja frá æskuárum mínum, sem læknar hafa greint með geðhvarfasýki en sem leikmaður orða ég  það þannig að hann sé  með frjórra ímyndunarafl en gengur og gerist. Þannig hefur hann átt í höggi við leyniþjónustu Sovétríkjanna sálugu og síðar rússnesku mafíuna, sem hann þekkir út í ystu æsar. Þessi þekking hans er svo yfirgripsmikil og nákvæm að undrun sætir  en hún var þráhyggjukennd og því var ég feginn þegar hann  tilkynnti mér að hann teldi að Putin myndi hafa í fullu tré við undirheimana.  Þetta tengist allt lausn Samfylkingarinnar á kvótakerfinu eftir úrskurð mannréttindanefndarinnar. Nú var kjálkinn á mér farinn að síga. Í gær leit hann við hjá mér og hafði leyst mikla gátu og komið upp um gríðarlega mergjað samsæri. Nú hvað spurði ég?  Af hverju heldur þú að Ingibjörg Sólrún hafi farið til Afganistan til að stúdera gamlar ættflokkadeilur? Ég hef víst sett upp ómeðvitaðan sauðasvip, þannig að hann sagði fullur meðaumkunar: Ég átttaði mig ekki á þessu heldur fyrr en samfylkingakonurnar fóru að setja upp íslömsk höfuðföt. Eins og allir vita þá eru sjávarþorpin að tæmast og húsin standa auð þess vegna ætlar hún að flytja inn Talibana og veita þeim pólitískt hæli. Þannig leysir hún kvótamálið og ættflokkríg í Pakistan og Afganistan í einum pakka, sagði hann hróður. 

Líklega er þetta eina skynsamlega skýringin á atferli stjórnvalda. Eða hefur einhver aðra betri?


mbl.is Fimmtán látnir og tugir særðir í Islamabad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérfræðingar íslenska utanríkisráðuneytisins til Pakistan

Hlutverk Íslands á alþjóðavettvangi verður seint ofmentið eftir að við leystum upp Járntjaldið með því að leyfa Gorbasef og Reagan að hittast hérna. Íslendingar tóku þátt í hernaðinum í Írak og það er óþarfi að gera grín að því að okkur hafi næstum því tekist að finna gjöreyðingavopnin. Staðreyndin er sú að sérfræðingar Landhelgisgæslunnar hefðu fundið þau og eytt þeim ef þau hefðu verið til staðar. Við munum öll þegar Ingibjörg Sólrún fór til Afganistan að yfirlýstur tilgangur ferðarinnar var sá að hún myndi setja sig inn í gríðarlega flóknar ættflokkadeilur í landinu. Sjá :
Auðvitað dugar ekki ein stutt ferð til að Ingibjörg geti sett sig rækilega inn í málin en þetta er mikilvægt fyrsta skref og við væntum öll mikils árangurs þegar hún hefur kynnt sér þessar deilur til hlítar.  
En fyrst við erum á góðri leið með að leysa málin í Afganistan finnst mér að við ættum að taka á þessu í Pakistan í leiðinni, þetta eru jú nágrannaríki.  Ingibjörg gæti fengið  Margréti Sverrisdóttur, formann Kvennaréttindafélagsins með  sér því þær eru báðar vanar að setja upp  islömsk höfuðföt. INDIAN_ULEMA


mbl.is Sjálfsvígsárás í Pakistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rottu bjargað frá druknun með munn við munn bástursaðferðinni

Í bókinni Syndin er lævís og lipur eftir Stefán Jónsson, segir frá ýmsum afrekum Jóns kadets í Hjálpræðishernum, sem var kristinn og  mikill dýravinur. Eitt sinn var Jón suður í Tyrklandi við annan mann á rölti eftir götu í mikilli  hitasvækju. Eftir götunni endilangri var opið díki sem klóakinu var veitt út úr húsunum og þar sem þungan og mjög illþefjandi daun upp úr díkinu reyndu flestir að halda sig fjarri því. Þess vegna vakti það undrun þeirra að múgur og margmenni stóð á barmi díkisins og fylgdist ákaft með einhverju sem þar var að gerast. Þegar Íslendingana bar þar að sáu þeir að í klóakinu var ósjálfbjarga og nánast lífvana rotta við það að drukkna. Skipti það engum togum að Jón kadett svipti sér úr jakkanum bretti upp ermarnar og kastaði sér til sunds til að bjarga dýrinu. Þegar hann hafði náð rottunni upp fór mátti heyra samnál detta svo mögnuð var stemningin enda var rottan gjörsamlega lífvana eftir volkið. Brá hann þá á það ráð að bjarga henni með munn við munn blástursaðferðinni. Skemmst er frá því að segja að þegar rottan fékk lífsandann og ljóst var að björgunin hafði tekist giftusamlega brutust út gríðarleg fagnaðarlæti.
mbl.is Háhyrningi bjargað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Robert Mugabe styður Ísland í öryggisráðið. Uppnám í utanríkisráðuneytinu.

c_imba_136106

 ISG biðlar nú til einræðisríkja um stuðning til setu í öryggisráðinu. Hún var í síðustu viku í Sýrlandi en sendi ráðuneytisstjóra með fagurgala  til Irans.

Eftirfarandi færsla var áður birt 5. apríl  s.l. og er nú endurbirt enda gekk það eftir sem  spáð hafði verið:

Taliið er víst að Robert Mugabe styðji setu Íslands í öryggisráðinu þetta hefur verið rakið til þess að hann og Halldór Ásgrímsson eiga
sameiginlegan kunningja. Þess utan eiga ríkisstjórnir  Zimbabwe og Íslands það sameiginlegt að hafa sætt ákúrum mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir mannréttindabrot á þegnum sínum. Áreiðanlegar heimildir herma að uppnám ríki hjá utanríkisþjónustunni eftir að staða Mugabe veiktist í kjölfar þess að Lýðræðishreyfing vann kosningasigur. Menn binda helst vonir við að Robert Mugabe muni beita hervaldi til að tryggja sér áframhaldandi völd í landinu, enda myndi það styrkja stöðu Íslands. Einnig er mögulegt að ZANU-PF láti faramugabe fram aðra umferð kosninga. 

16-Security_Council
mbl.is Merkel gegn Mubgabe
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband