Milljarðar í súginn

c_documents_and_settings_vksts_my_documents_my_pictures_0000-00-00_mislegt_togariÞað vita allir sem vilja vita að það fara milljarðar í súginn ár hvert vegna brottkasts.  Það er innbyggður hvati í kvótakerfinu til brottkasts. Ef leiguverðið er hærra en það verð sem fæst fyrir fiskinn verður honum hent, svo einfalt er það. Ef menn vilja koma í veg fyrir brottkast er einfaldast að afnema kvótakerfið. Þá þarf engar myndavélar.  Svo einfalt er það.


mbl.is Brottkastsmyndavélar um borð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ætti ekki bara að afnema leigu á kvóta. er það ekki eins og þú segir leigu kerfið og þeir sem leigja kvótann sem er vandamálið en ekki kvótakerfið sjálft.

Þannig að samkvæmt þínum orðum þá væri lang einfaldast að banna alla leigu á aflaheimildum. þannig myndu við koma í veg fyrir óhagkvæmaveiði þar sem hvatinn er til staðar að stundabrottkast. 

Fannar frá Rifi, 20.6.2008 kl. 23:40

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Jú Fannar, lokum á framsalið og hvatinn til brottkast færist yfir til þeirra sem skulda mest.

Hinir sem eiga skip með veiðileyfi en engan kvóta fá honum þá úthlutað frá ríkinu.

Níels A. Ársælsson., 21.6.2008 kl. 00:43

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Og annað !

Samherji hf, kom fyrir myndavélabúnaði um borð í einum af sínum frystitogurum fyrir nokkrum árum.

Almenningur á Íslandi átti sko að fá að sjá að engum fiski væri hent af þeirra skipum.

En sorrý ! Myndavélabúnaðurinn bilaði fljótlega eftir örstutta notkun og fór aldrei í lag eftir það.

Hvernig nú sem á því stendur.

Níels A. Ársælsson., 21.6.2008 kl. 00:46

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Fannar þetta er ekki endilega rétt, þó auðvitað sé þrýstingurinn meiri á þa´sem verða að leigja. En hvatinn er alltaf til staðar svo fremið sem menn eru með takmakaðan kvóta þá vilja menn helst af öllu koma með verðmætan fisk að landi. Ódýri fiskurinn dregst frá heildaraflamagni. Suðvestur af Reykjanesi er t.d. smár þorskur sem enginn vill veiða. Er þetta vannýtt stofnkvísl?

Þá er líka nauðsynlegt að hafa amk hluta af flotanum í sókn til að vita um ástand stofnanna. 

Sigurður Þórðarson, 21.6.2008 kl. 00:50

5 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Doddi fiski hefur alltaf verið hent það vitum við allir, en nú er það bara þannig að verðið á kvótanum hvetur til enn meira brottkast. Við hentum ekki þriggja til fjögurra kílóa fiski og jafnvel stærri hér áður en hvað er gert í dag?

Hallgrímur Guðmundsson, 21.6.2008 kl. 01:24

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þorvaldur, já það má vel lesa það úr mínum orðum. Ég var fiskimaður í fjölda ára fyrir tíma kvótakerfisins og staðfesti að ég sá aldrei fiski hent svo fermið sem verðmæti var í honum. Auðvitað kom fyrir að 3-5 daga gamall fiskur var svo illa farinn af marfló að hann var ekki ætur og eins kom því miður fyrir að ekki var hægt að losna við einhverjar aukaafurðir. Þetta eru alger undantekningatilvik og gjörsamlega  ósambærilegt við það brottkast sem fram fer núna, enda af allt öðrum toga. Eða hvers vegna hefðu menn átt að henda fiski hér áður fyrr? Það var enginn fjárhagslegur hvati til þess þvert á móti fengu menn hærri laun eftir því sem þeir komu með meiri verðmæti að landi.  Þetta segir sig sjálft og ætti ekki að þurfa gamla sjóhunda eins og mig til að benda á það.  Í dag reyna menn að koma með tiltekna stærð af fiski í ákveðnum tegundum og vissa þyngd í hverri tegund. Ekki er hægt að ganga að fiskinum vísum með þeim hætti, því honum er ekki raðað í hillur í hafinu, þó kerfið geri ráð fyrir því. Ef menn ætla að hámarka afraksturinn er ekki   um annað að ræða en að sortera sjálfur.

Sigurður Þórðarson, 21.6.2008 kl. 01:56

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Halli þú  veist greinilega meira en ég fyrst þú segir "að fiski hafi alltaf verið hent"  Hvaðan hefur þú þetta?

Sigurður Þórðarson, 21.6.2008 kl. 01:59

8 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sæll Sigurður, ég hef stundað þessa atvinnu (sjóinn) núna að verða 32 ár og man mjög vel þá tíma sem voru fyrir tíma kvótakerfisins. Fiski var hent fyrir tíma kvótans en ekkert í líkingu við það sem nú er gert. Ég tala út frá minni reynslu og ekki gleyma því minn kæri, ég á haug af vinum sem voru á öðrum bátum og togurum sem höfðu nákvæmlega sömu sögu að segja.

Það er fyrsta flokks afneitun að segja það að engu hafi verið hent fyrir tíma kvótakerfisins, við hins vegar vitum vel að í dag eru hlutirnir hrikalegir og flokkunin er skuggalega. Áður fyrr var verið að henda smáruslinu en nú er hent frá báðum endum.

Hallgrímur Guðmundsson, 21.6.2008 kl. 09:32

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll aftur Halli, mig grunar að við séum að tala um sama hlutinn. Menn hentu því sem ekki var hægt að nýta eða skapa verðmæti úr og ekkert við því að segja. Kvótagreifar og handlangarar þeirra reyna oft að líka þessu við það sem í daglegu tali kallast brottkast. Það er auðvitað firra, því þetta tvennt á ekkert sameiginlegt.

Vissir þú að Hannes Hólmsteinn Gissurarson, sem aldrei hefur migið í saltan sjó, hefur haldið marga fyrirlestra erlendis um kosti "besta fiskveiðistjórnarkerfis í heimi".  Hann hefur m.a. haldið því fram að forsenda fyrir því að menn umgangist auðlindana vel sé að hún sé í einkaeign!  Þessi maður er þeirrar gerðar að hann hefur vit á öllu. Er hann ekki formaður stjórnar Seðlabankans?

Sjálfur hef ég aldrei verið á frystitogara en ég hef heyrt misjafnar sögur af þeim.

Sigurður Þórðarson, 21.6.2008 kl. 10:52

10 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Siggi minn.

Ég er algjörlega sammála þér. Kvótasetningin var eitt af mestu misstökum sem framkvæmd var á síðustu öld. Við sjáum bara hvernig landsbyggðarfólk hefur það í dag sem var og er í fiskvinnu. Margir hafa misst vinnuna á meðan aðrir hafa litla vinnu eins og hér á Vopnafirði þegar ekki er verið að vinna við uppsjávarfisk.

Hér er allt byggt upp á uppsjávarfiski og þess á milli snyrta konurnar í frystihúsinu þunnildi sem eru fryst í Reykjavík og Akranesi og flutt hingað. Hér er bara í boði 75% vinna eða 6 klst. í frystihúsinu.

Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.6.2008 kl. 14:51

11 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Náðargjöf.

Er þessi náðargjöf frá Guði?? Fiskurinn væri ekki búinn ef stjórnað væri með visku. Við erum að fæða hvalinn á miklu meira fiskmagni en við veiðum í dag. Sjómenn henda og henda fisk fyrir borð vegna kvótakerfisins. Þeir eiga ákveðið magn af kvóta og vilja fá sem mest fyrir kvótann og þá henda þeir smáfisk sem þeir fá lítið fyrir og þetta er miklu meira magn en þig órar fyrir. Svo eiga þeir kannski bara þorskkvóta og þá er hinum tegundum hent því ekki geta þeir komið með ýsu og ufsa í land. Þá fá þeir sekt.

Hann Siggi minn veit sko alveg hvað hann syngur og hann er mjög tónviss.

Baráttukveðjur/Rósa.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.6.2008 kl. 17:50

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Rósa mín, gott að vita af þér alltaf í nánd. Ég er búin að vera í sólinni í dag, fór og sá "stelpurnar okkar" vinna Slóveníu 5-0.  Þær eru frískar og flottar.

Já það er hreinasta hörmung hvernig búið er að fara með t.d. NA- Hornið mér finnst það blóðugt. Það er búið að taka, ófrjálsri hendi, frumburðarétt fólksins sem er borðið og barnfætt á þessum stöðum af misvitrum ráðsmönnum í þágu kvótagreifa og verðbréfabraskara. Hvernig var aftur sagan um lambið fátæka mannsins?  þú ert svo góð í Biblíufræðunum Rósa mín. Já Rósa það eru margar guðsgjafirnar og  kynlegir kvistirnir í mannflórunni. Við erum ekkert að fást um það í sólskininu. 

Sigurður Þórðarson, 21.6.2008 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband