Færsluflokkur: Sjónvarp

Börnin ábyrg og mótmæla

Ráðamenn sváfu á verðinum og fengu sér eyrnatappa þegar allar viðvörunarbjöllur hringdu. Þeir eru algerlega rúnir öllu trausti erlendis þó einstaka flokkshestar styðji þá hér innanlands.  Þess vegna myndu þeir gera þjóðinni mikið gagn með því að segja af sér því þeim er ekki boðið uppá neitt nema þrælasamninga. Með hverri vikunni sem líður sökkva þeir þjóðinni dýpra í skuldafen. Nú kemur í ljós að  með svokallaðri þjóðnýtingu kallaði ríkisstjórnin yfir  okkur þvinganir og skuldasúpu en bankarnir verða síðan afhentir erlendum  aðilum. Pólitíkusarnir hugsa í mesta lagi til fjögurra ára í senn en börnin sem erfa skuldirnar vita að þeirra bíða ævilangar skuldir eða að flýja landið sitt.

Áfram íslensk þjóð. Burt með spillingarliðið


mbl.is Vilja ríkisstjórnina burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjármálin mjakast í rétta átt

"Góðærisstjórnin" gaf út Jöklabréf fyrir 850 milljarða. Í síðasta mánuði fluttum við út 2,4 milljörðum meir en við fluttum inn. Þannig saxast á þetta smátt og smátt og ef við höldum áfram svona smeygjum við okkur úr snörunni.  Nú er bara að vona að ríkistjórnin fari ekki að taka ný lán til að festa okkur í meiri lán heldur bori göt á kvótakerfið og leggi það af. Þannig komustum við hjá brottkasti og öflum meiri tekna sem landið þarf á að halda.

Úff! Eiginkonan farin að ræða fyrirhugaðan skilnað

Hvað gera menn, sem halda að hjónabandið sé gott, þegar þeir frétta að konan sé farin að ræða væntanlegan skilnað í saumaklúbbnum? Fjarlægðin gerir fjöllin blá. Ástin er svo merkileg, lífsreyndir menn á miðjum aldri sem hafa fyrir löngu áttað sig á að fleira gerir gagn en sætasta stelpan á ballinu, geta allt í einu orðið rjóðir í kinnum eins og skólastrákar og kysst stúlkuna sína á Þingvöllum, rétt eins og þau séu ástfangin í fyrsta sinn. Hveitibrauðsdagarnir eru æðislegir, flogið í einkaþotu á skrítna staði og allt er svo óraraunverulegt. Samt var þetta bara fjarbúð  daman var svo sjálfstæð  og uppátækjasöm. Fór t.d. til Afganistan til að kynna sér ættflokkadeilur og allt borgað með VISA rað. Svo vildi hún skrá ekki bara sig heldur stórfjölskyldu beggja í fokdýra klúbba t.d.  Öryggisráðsklúbbinn og ESB klúbbinn,  sem fer fram á að klúbbfélagar hafi óheftan aðgang að veiða gullfiska heima í stofu hjá einhverjum ættingjum sem búa hvort sem er úti á landi. Getur einhver bent á hjónabandsráðgjafa?NATO-Bukarest_1101079469 c_documents_and_settings_eythor_desktop_blog_is_geir_og_ingibjorg
mbl.is Myndi jafngilda stjórnarslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hörður Torfason, frábær baráttumaður fyrir góðan málstað.

Hörður Torfason er frábær og að mínu mati meðal bestu sogetfilena þessa lands. Mikið held ég að  við Íslendingar værum betur sett ef við skiptum út einhverjum af þessum spilltu flokkshestum niður á alþingi og fengjum menn með gott hjartalag og sól í sinni eins og Hörð Torfason til að stýra þessu blessaða landi. Þá værum við ekki með eftirlaunaósóma, kvóta, einkavinavæðingu  og samtryggingu fjármagns og flokka.

Þetta er mín 1. des ósk til Íslands


mbl.is Hörður óvenjuleg byltingarhetja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útrásarsöngur Dabba og gæludýra hans

Þetta snilldarlega myndband um útrásarsöng Davíðs var gert af Láru Hönnu Einarsdóttur. Á morgun kemur almenningur saman á Austurvelli til að mótmæla andvaraleysi og útrásarsöng stjórnvalda sem leitt hefur þjóðina í fátækt. En ef eitthvað gott kemur út úr þessu þá er það siðvæðing stjórnmálanna. Ég þakka Láru Hönnu og skora á hana að gera annað myndband af útrásarsöng Davíð við undirsöng gæludýranna þ.m.t. norska skógarkattarins.


mbl.is Útifundur boðaður á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skynsamlegar tillögur Lilju Mósesdóttur

Íslendingar eru nú að súpa seyðið af því að hafa verið með viðvarandi viðskiptahalla undanfarin ár. Útistandandi eru 500 milljarðar í Jöklabréfum sem ekki er hægt að borga út. Skynsamlegt er hjá Lilju að takmörkunin verði með almennum aðgerðum en ekki klíkuskap eins og stjórnvöld boða.
mbl.is Segir lögin fagnaðarefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Agentar uppvísir að ósannindum

img_6011

Forsvarsmenn Samfylkingarinnar, sem hafa tekið að sér hlutverk agenta fyrir Evrópusambandið hafa hver um annan þveran haldið því fram að Íslendingar muni halda fiskveiðilögsögunni fyrir sig. Foringi þeirra hefur gengið svo langt að kalla þá sem halda öðru fram ósannindamenn. Nú hefur Olli Rehn, framkvæmdastjóri stækkunarferlis ESB kveðið upp úr um málið. Undanþágur eru eingöngu tímabundnar og geta ekki orðið verulegar Sjá hér

19

 

 

 

 

 

  

Helsta kosningamál Samfylkingarinnar var að ESB byði gull  og græna skóga.     Áfram íslenska þjóð - burt með spillingarliðið!

 


mbl.is Ráðherrar vilja kosningar í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimatrúboðar ESB duglegir en rökheldir ósannindamenn

ESB hefur yfir að ráða öflugum kynningarsjóð sem hefur óspart verið beitt til að styrkja þau öfl í löndum utan bandalagsins sem berjast fyrir inngöngu. Hermt hefur verið  að í Tékklandi hafi þessi stuðningur ráðið úrslitum þar sem andstæðingar inngöngu fengu enga styrki. Framganga Samfylkingarinnar minnir um margt á agentana svokölluðu sem hvöttu menn til að flytja vestur um haf og fengu borgað á haus. áróður þeirra var oft jafn öfgakenndur og hjá Samfylkingunni í dag. Ágúst Ólafur Ágústsson hélt því t.d. fram í Silfri Egils að Ísland gæti orðið meðlimur í ESB innan eins árs frá inntökubeiðni. Olli%20Rehn%20speech

 Hérna má hlusta á það sem Olli  Rehn framkvæmdastjóri EES sagði um það mál

 

agust-olafur

 

 

 Faðir Ágústar vill flytja inn 3 milljónir útlendinga til landsins. Verður Ágúst föðurbetrungur?

 

 

Hvor þeirra er trúverðugri?

 

 Það gefur auga leið að Bretar og ýmis önnur ESB hugsa sér gott til glóðarinnar að nýta fiskimiðin okkar sem eru ein þau auðugustu í heiminum. Við skulum taka þessa umræðu við agentana og ég er þess fullviss aðfólk mun sjá við þeim.

 


mbl.is Meirihluti styður ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjar upplýsingar. Ríkisstjórnin laug að þingi og þjóð.

Davíð Oddsson seðlabankastjóri lagði fram nýjar og athyglisverðar upplýsingar á viðskiptaþingi í gær: Samkvæmt þeim upplýsti seðlabankinn ríkisstjórnina nánar tiltekið þau Geir Haarde, Árna Mathiessen og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur um alvarlega stöðu bankana og í hvað stefndi ef ekki yrði brugðist við. Sá orðvari maður Guðjón Arnar Kristjánsson segir af þessu tilefni að "sé þetta satt eigi ríkisstjórnin að segja af sér því þá hafi hún logið bæði að þingi og þjóð". guðjón segir réttilega að það sé dapurlegt að skýrslunni hafi verið haldið leyndri fyrir stjórnarandstöðunni. Samkvæmt nýjustu fréttum hefur Ingibjörg ekki heldur sagt svila sínum Össuri Skarphéðinssyni frá þessu heldur.

Áfram íslenska þjóð - burt með spillingarliðið!


mbl.is Handrit Seðlabanka ekki skilið eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitraður koss

c_documents_and_settings_eythor_desktop_blog_is_geir_og_ingibjorg

 ESB hótaði Íslendingum að koma í veg fyrir öll lán og segja upp EES samningnum einhliða ef Íslendingar myndu leita réttar síns fyrir dómstólum.  Ekki veit ég hvort þessi óbilgjarna afstaða ESB valdsins í garð Íslendinga muni hafa áhrif á afstöðu Samfylkingarinnar til sambandsins. Hitt þykist ég vita að margir Íslendingar munu hugsa sig tvisvar um áður en þeir fela þessu sambandi öll okkar ráð.  Geir er í  klemmu og reynir að koma sér vel við Ingibjörgu enda óttast hann fátt meir en kosningar, þess  vegna skrifar hann upp á óútfylltan tékka.

 Eitraður koss

mun hann leiða Íslendinga í skuldafen?

 

 

 

Áfram íslenska þjóð - burt með spillingarliðið!


mbl.is Skilaboðin voru skýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband