Agentar uppvísir að ósannindum

img_6011

Forsvarsmenn Samfylkingarinnar, sem hafa tekið að sér hlutverk agenta fyrir Evrópusambandið hafa hver um annan þveran haldið því fram að Íslendingar muni halda fiskveiðilögsögunni fyrir sig. Foringi þeirra hefur gengið svo langt að kalla þá sem halda öðru fram ósannindamenn. Nú hefur Olli Rehn, framkvæmdastjóri stækkunarferlis ESB kveðið upp úr um málið. Undanþágur eru eingöngu tímabundnar og geta ekki orðið verulegar Sjá hér

19

 

 

 

 

 

  

Helsta kosningamál Samfylkingarinnar var að ESB byði gull  og græna skóga.     Áfram íslenska þjóð - burt með spillingarliðið!

 


mbl.is Ráðherrar vilja kosningar í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Við vitum að ef við göngum í ESB er sama og gefa frá sér lýðræðið.

Við vitum líka að ef við sækjum um þá tekur það nokkur ár. Umræðan um ESB er þannig að ef við samþykkjum ESB þá förum við í eina sæng með þeim strax. Það er algjör misskilningur svo það væri nú ráð hjá Ingibjörgu Sólrúnu að vinna að þarfari málum. Fjöldinn allur hefur fengið uppsagnarbréf, fullt af fólki hefur tapað miklum fjármunum á meðan Útrásarvíkingar leika lausum hala og hafa það gott erlendis.

Það væri nú nauðsynlegt að stokka upp dómskerfið hér á landi og að fólk þyrfti að bera ábyrgð á misstökum.

Guð veri með þér baráttumaður

Kær kveðja/Rósa 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.11.2008 kl. 02:21

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

ESB sinnar í ríkistjórn hafa hvorki hugmyndir né dug til þess að vinna að lausnum. Sæti og völd skipta meira máli. ESB er svarið við öllum spurningum því það er léttasta svarið. Ef viðkomandi segir að það reddist ef við förum í ESB þá þarf hann ekki að hugsa meira út í það eða gera nokkurn skapaðan hlut. þannig vinna þeir markvist að því að koma sér hjá allri vinnu og verkum, því þeim fylgir ábyrgð.

Fannar frá Rifi, 21.11.2008 kl. 11:31

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta er nákvæmlega rétt hjá þér Fannar.

Sigurður Þórðarson, 21.11.2008 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband