Færsluflokkur: Sjónvarp
Væntanlegur formaður Samfylkingarinnar. forgangsraðar.
Föstudagur, 7. ágúst 2009
Steingrímur J. Sigfússon er klókur valdastjórnmálamaður. Hann sér í hendi sinni að Jóhanna er orðin öldruð og lúin og áttar sig ekki til fullnustu á flóknum verkefnum. Enginn kandídat er augljós valkostur og Samfylkingin því í raun höfuðlaus her. Þessu áttar Steingrímur sig vel á og spilar þessa skák óaðfinnanlega. Hann hefur nálgast Samfylkinguna í stóriðjumálum, Evrópumálum, Æsseif og kemur í hverju málinu á fætur öðru fram sem talsmaður ríkistjórnarinnar og Samfylkingarinnar.
Steingrímur veit hvað hann þarf að gera til að ná markmiði sínu: Hann verður að vinna að Evrópusambandsaðild og samþykkja Æsseif. Með þessu er hagsmunum komandi kynslóða fórnað og þær hnepptar í skuldafjötra en verkefnum skal forgangsraða.
Vill ekki stríð við aðrar þjóðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (58)
Einar Þveræingur endurborinn
Miðvikudagur, 5. ágúst 2009
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Pétur Blöndal mun verja ríkisstjórninna falli
Föstudagur, 3. júlí 2009
Látið hefur verið að því liggja að ríkisstjórnin gæti fallið ef Icesave samningarnir yrðu fellir. Þannig hefur verið settur óeðlilegur þrýstingur á fáeina þingmenn VG sem vilja eiga það við samvisku sína hvaða afstöðu þeir taka í málinu. Þetta er óheppilegt því málið er af þeirri stærðargráðu að best væri að þjóðin stæði saman sem einn maður.
Nú hefur Pétur Blöndal afdráttarlaust lýst því yfir að hann muni verja stjórnina falli berist vantraust á hana vegna málsins. Ásbjörn, Ragnheiður Ríkharðsdóttir og fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa tekið í sama streng. Vonandi getur þingheimur sammælst um það að ræða málin af yfirvegun og láta ekki koma til stjórnarslita.
Skoða Icesave-gögn í lokuðu herbergi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Gunnar Birgisson er öflugur og vinsæll
Þriðjudagur, 16. júní 2009
Falið að ræða við Framsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins um dautt og lifandi fé
Sunnudagur, 31. maí 2009
Milljarða skuldir umfram eignir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Glæsileg jómfrúarræða Ólínu Þorvarðardóttur
Miðvikudagur, 20. maí 2009
Ég hef alltaf verið áhugasamur um þjóðmál en eftir að ég hætti að styðja nokkurn flokk á alþingi er ég ekki frá því að ég eigi auðveldara með að vera hlutlægur í mati á stefnu og málflutningi stjórnmálamanna. Meðal nýkjörinna þingmanna er Ólína Þorvarardóttir þjóðháttafræðingur og fyrrverandi skólameistari á Ísafirði, sem hefur meðal annars getið sér gott orð fyrir að standa sig vel í spurningakeppnum, þar sem reynir á almenna þekkingu, sem kvæðamanneskja og síðast en ekki síst fyrir vandað málfar. Ég beið því jómfrúarræðu hennar með nokkurri eftirvæntingu og varð ekki fyrir vonbrigðum. Ólína flutti sköruglega ræðu og sagði m.a. gamla grátkórinn aftur tekinn að hljóma í háværu harmakveini. Þessi málflutningur væri í ætt við sérhagsmunagæslu undir yfirskini stjórnmála.
Þessum orðum er ég sammála og gæti ekki orðað þessa hugsun betur.
Veruleikafirrtur grátkór | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 20:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Borgarstjórnin djammar fyrir útsvarið
Föstudagur, 15. maí 2009
Núna á dögunum var það upplýst að veislu og risnukostnaður lækkaði um 40% í krónum talið í borgarstjóratíð Ólafs F. Magnússonar frá því sem áður hafði verið. Ferða- risnu og veislukostnaður rauk svo aftur upp úr öllu valdi eftir að Framsókn koma aftur inn. Nú segir borgarstjórnin að sparnaðartillögur Ólafs séu óþarfar og því rétt að vísa þeim frá enda hafi borgarstjórnin séð sig um hönd.
Guð láti gott á vita, því batnandi mönnum er best að lifa.
Aðhald í ferðakostnaði borgarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Verður Geir Haarde næsti seðlabankastjóri?
Laugardagur, 21. mars 2009
Neita að upplýsa afskriftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindabrot á Íslandi
Föstudagur, 6. mars 2009
Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 04:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Íslendingar að vakna, unga fólkið mun ráða úrslitum
Þriðjudagur, 20. janúar 2009
Spillingaröflin munu örugglega ekki gefa völdin eftir fyrr en í fulla hnefana enda sjá þau fram á gósentíð að geta afskrifað skuldir og ráðstafað eignum sem komast í hendur bankana. Það má ekki takast því þá mun unga fólkið ekki eiga aðra kosti en að flýja land. Ég trúi því að unga fólkið muni rísa gegn þessu og byggja upp heiðarlegt Ísland. Burt með spillingarliðið hvar í flokki sem það stendur.
Áfram Ísland!
Enn fjölgar á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)