Færsluflokkur: Heimspeki

Vextirnir af Æsseif 70 milljarðar nú þegar

Nú höfum við haft jákvæðan viðskiptajöfnuð (keypt minna en við seljum) í 14 mánuði þökk sé krónunni.  Það dugar þó skammt, því ef Alþingi samþykkir Æsseif eins og það liggur fyrir þá eru bara vextirnir orðnir 70 milljarðar nú þegar. Þó við myndum stöðva bílainnflutning næstu 20 árin þá dugar það engan veginn til að halda í við vextina. Þökk sé nefndinni sem Steingrímur skipaði sem samþykkti af rausnarskap 5,5% vexti sem Bretar kröfðust en þeir taka sjálfir lán á innan við 3% vöxtum þannig að þetta er stórgróði fyrir þa´ef Íslendingar geta þá nokkurn tíma  borgað. Bretar treystu því ekki betur en svo að þeir plötuðu samninganefndina til að skrifa undir að "íslenska ríkið afsalaði sér rétti til að óska þegnum sínum griða ævarandi og óafturkallanlega".  Svavar sagðist ekki hafa nennt að hanga yfir þessu og fékk mikið lof frá Steingrími fyrir skörungsskap. 

 Hver á að fá skussaverðlaun fyrir Icesave samninginn?

Mér þætti ekki ósanngjarnt þó nokkrir deildu þessu með sér. 

Hvað finnst ykkur?c_documents_and_settings_eythor_desktop_blog_is_geir_og_ingibjorg

 

 

jhanna_sig_og_steingrmur_2_jpg_550x400_q95


mbl.is Áfram afgangur á vöruskiptum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Villifé hrakið fram af björgum

Í samræmi við búfjárlög hefur verið reynt að eyða villifénu við Tálkna sem margir vilja meina að sé það eina sem eftir er af landnámssauðfénu. Því sem ekki hefur tekist að smala hefur verið skotið úr þyrlu eða hreinlega rekið fram af klettum í opinn dauðann.Oli%203%20kindur%20fjallstong

Afsökunin fyrir þessari undarlegu hegðun er sú að sauðféð geti dáið úr hungri. 


mbl.is Villifénu slátrað á Sauðárkróki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glitnir lánaði 12 ára barni fyrir stofnbréfum í Byr

crop_500xHróbjartur Jónatansson hrl rekur mál fyrir hönd 12 ára barns sem fékk lánaðar 6 milljónir fyrir verðlausum stofnbréfum í  Byr. Vonandi mun barnið vinna málið en það er ekki sloppið því blessað barnið verður að borga mun hærri upphæð fyrir Icesave ef frumvarp ríkisstjórnarinnar verður samþykkt á þinginu.

Bretar og Hollendingar beittu Evrópusambandinu og AGS til að fá ríkisstjórnina til að samþykkja kvaðir á börnin þannig að þau verði að velja á milli slakra lífskjara eða flytja af landi brott.

Var ekki taktlaust af Hrannari B. Arnarssyni ræðuskrifara Jóhönnu að senda hana með lofrullu um Evrópusambandið á Norðurlandaráðsþing við þessar aðstæður?

 


mbl.is Börnum var lánað til að kaupa stofnbréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kirkjan beitir hýðing gegn klámi

flogging1Víða í hinum múslímska heimi er kirkjan órjúfanlega tengd dómstólum, löggjafa og framkvæmdavaldi þ.m.t. lögreglu. Þar sem svo háttar er líkamsrefsingum undantekningalaust beitt gegn blygðunarbrotum. Harðastar eru refsingar fyrir kynvillu og hórdómsbrot sem sumstaðar er dauðasök. Mun vægar er tekið á nauðgunum einkum ef konan er fjölgyðistrúar, þá má allt eins búast við að henni verði refsað. Mildar er tekið á karlmönnum og því vekur athygli að karlmaður sem upplýsti lauslæti sitt skyldi dæmdur í fimm ára fangelsi og 1000 vandarhögg sem þýðir ævilangt örkuml eða dauða. Mig hryllir við þessu miskunnarleysi. 

 ú


mbl.is Húðstrýkt vegna sjónvarpsþáttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grein Lilju Mósesdóttur "Hljóðs bið ég allar helgar kindir"

6555ad8e47b1a9100c0e442977ba8d38_300x225Lilja Mósesdóttir prófessor í hagfræði og alþingismaður skrifaði skarpa grein í Morgunblaðið í dag sem á svo brýnt erindi við alla íslensku þjóðina, að mér flaug í hug upphafserindi Völuspár. Lilja dregur upp þær hættur sem steðja að íslensku þjóðinni og þá valkosti sem fyrir liggja. Ég ætla mér ekki að endursegja greinina en hvet alla til að lesa hana. Ef valkostirnir eru þeir að ganga í gegnum tímabundna erfiðleika eða leggja óbærilega skuldafjötra og ófrelsi á afkomendur okkar þá þykist ég vita hvorn kostinn þjóðin velur.

Lilja er kannski boðberi illra tíðinda fyrir suma en það ber að segja hverja sögu eins og hún er: AGS er ekki góðgerðarstofnun.

Lilja Mósesdóttir býr yfir þekkingu og frumlegri hugsun til að finna lausnir. Þannig stjórnmálamenn þurfum við Íslendingar í dag. 


mbl.is Gera þarf róttæka breytingu á efnahagsáætlun AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölskylduhjálpin

Matthias-Imsland-01Ég vil þakka öllu því góða fólki sem hefur lagt hönd á plóg Fjölskylduhjálpar Íslands í þágu þeirra sem eru hjápar þurfi. Fjölskylduhjálpin hefur verið drifin áfram af stofnandanum Ásgerði Jónu Flosadóttur og fleiru góðu fólki en nú bætist henni öflugur liðsmaður þegar Matthías Imsland tekur við formennskunni og Ásgerður verður framkvæmdastjóri.

"Ég óska þeim báðum ásamt öllum sjálfboðaliðum Fjölskylduhjálparinnar velfarnaðar og veit að störf þeirra muni leiða til blessunar fyrir marga."sgerur_Jna_og_Gurn_Mara_Rbert_Reynisson_jpg_550x400_q95

 

 

Á efri myndinni er Matthías Imsland en á þeirri neðri er Ásgerður Jóna Flosadóttir ásamt Guðrúnu Maríu Óskarsdóttur sem hefur starfað mikið fyrir Fjölskylduhjálpina.


mbl.is Nýr formaður Fjölskylduhjálpar Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólína Þorvarðar: "Þjóðinni hollt að taka að sér Icesave"

 Það er rangt hjá Ólínu að börnin okkar eigi skilið að borga Icesave.

Ólína Þorvarðardóttir skrifar

Þjóðinni hollt að taka á sig skuldbindingar Icesave?

19.10 2009 | 00:30 | 32 ummæli

Guðmundur Heiðar Frímannsson nálgast Icesave málið á nýjan og óvenjulegan hátt, eins og fram kemur í Silfri Egils. Guðmundur Heiðar vann siðfræðilega úttekt á Icesavemálinu fyrir fjárlaganefnd þingsins í sumar, en álit hans fór ekki hátt.

Nálgun Guðmundar Heiðars er í stuttu máli þessi:

Það er siðferðilega hollt fyrir íslenska þjóð að taka á sig Icesave skuldbindingarnar. Þar með tekur almenningur þátt í því að þrífa til eftir hrunið og leggja drög að nýrri uppbyggingu. Þar með er einnig tryggt að þjóðin gleymir ekki því sem gerðist, a.m.k. ekki á meðan hún ber byrðarnar af því.

Athyglisverð nálgun - ég er sammála henni.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag | Facebook




mbl.is Fjárlagaagi verður erfiður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki málið að auka frjósemina?

r%C3%B3tarbolur-(2)Ófrjósemi er vaxandi vandamál á Vesturlöndum ef til vill vegna mengunar eða lífshátta. Margir bregðast við þessu með því að ættleiða börn frá fjarlægum heimshlutum. En það eru til aðrar leiðir sem gætu gagnast sumum. Það er vitað að ginseng er mjög öflugur afeitrari, þetta hefur verið sannað en þetta þekkja líka allir sem hafa tekið inn ginseng þykkni undir áhrifum áfengis. Dr. Yamamoto sýndi fram á hvernig ginseng jók frumuskiptingu og kjarnasýruframleiðslu kynkirtla.En hver sem ásæðan er liggur þetta fyrir:

Á japönsku sjúkrahúsi stjórnaði Ishigami rannsókn á karlmönnum sem voru barnlausir vegna ónógrar sæðisframleiðslu. Þeim var gefið Rautt eðalginsengi frá Kóreu og fékk rúmur helmingur þeirra bót á meini sínu eftir inntöku ginsengsins í 4-8 vikur.

kassi-copy-%C3%AD-lit-(1)


mbl.is Ættleiðingum fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir frá Íslandi... Ísland þarf tekjur ekki skuldir .

K22-S043-02%20(2)Ísland slapp við að fara í öryggisráðið og kostnaðurinn við sprellið er aðallega í  ofvaxinni utanríkisþjónustu, sem hægt er að skera niður. Góðar fréttir berast líka af miðunum, aukinn afli og meiri verðmæti. Venjulega myndu svona fréttir styrkja krónuna  en því miður fer stærsti hluti teknanna í vexti. Ráðherrarnir taka ekki eftir þessu þeir eru uppteknir við að slá lán og svara spurningalista Evrópusambandsins. Þeir halda að þeirra hlutverk sé að ferðast út um allar koppagrundir og slá lán.  Þetta er byggt á misskilningi hjá þeim því skuldugasta ríki í heimi þarf ekki meiri lán það þarf að borga lán.  Það þarf að veiða og flaka fisk til að borga kampavínið sem Svavar splæsti á samninganefnd Breta og Hollendinga.  Nú þarf einhver góður fiskverkandi að bjóða ráð- og sendiherrum í starfskynningu einn dag á ári það væri mannbætandi og holl hvíld frá lánasnapi.


mbl.is Meira veitt og aukin verðmæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver á að sjá um morgunbænirnar?

pray1Eitt mikilvægasta hlutverk sendiráspresta er að leiða morgunbæn í upphafi hvers vinnudags. Þetta telja kunnugir vera best geymda leyndarmálið um lykilinn að velgengni íslenskrar utanríkisþjónustu. Nú hefur verið rætt um að nýta nýjustu tækni til hagræðingar þannig að í sjónvarpsholi sendiráðanna verði komið fyrir fjarfundabúnaði og hver sendiráðsprestur geti leitt bænahald í a.m.k. 5 sendiráðum. 

mbl.is Prestsembætti í Köben aflagt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband