Guðmundur Heiðar Frímannsson nálgast Icesave málið á nýjan og óvenjulegan hátt, eins og fram kemur í Silfri Egils. Guðmundur Heiðar vann siðfræðilega úttekt á Icesavemálinu fyrir fjárlaganefnd þingsins í sumar, en álit hans fór ekki hátt.
Nálgun Guðmundar Heiðars er í stuttu máli þessi:
Það er siðferðilega hollt fyrir íslenska þjóð að taka á sig Icesave skuldbindingarnar. Þar með tekur almenningur þátt í því að þrífa til eftir hrunið og leggja drög að nýrri uppbyggingu. Þar með er einnig tryggt að þjóðin gleymir ekki því sem gerðist, a.m.k. ekki á meðan hún ber byrðarnar af því.
Athyglisverð nálgun - ég er sammála henni.