Hver á að sjá um morgunbænirnar?

pray1Eitt mikilvægasta hlutverk sendiráspresta er að leiða morgunbæn í upphafi hvers vinnudags. Þetta telja kunnugir vera best geymda leyndarmálið um lykilinn að velgengni íslenskrar utanríkisþjónustu. Nú hefur verið rætt um að nýta nýjustu tækni til hagræðingar þannig að í sjónvarpsholi sendiráðanna verði komið fyrir fjarfundabúnaði og hver sendiráðsprestur geti leitt bænahald í a.m.k. 5 sendiráðum. 

mbl.is Prestsembætti í Köben aflagt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Styrmir Reynisson

Mér þætti gaman að sjá þig færa rök fyrir því að sendiráðsprestur stuðli að velgengni utanríkisþjónustunar. Ríkið á ekki að halda uppi prestastéttinni, hvað þá á opinberum vinnustöðum það er tímaskekkja, svo vægt sé til orða tekið.

Styrmir Reynisson, 9.10.2009 kl. 11:42

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Styrmir, sendiráðsfólk starfar undir miklu álagi t.d. frá fólki sem er að betla, að sögn kunnugra bætir þetta vinnumóralinn í sendiráðunum. 

Sigurður Þórðarson, 9.10.2009 kl. 12:10

3 Smámynd: Arnar

Við erum að vonum slegin yfir þessu,“ segir sr. Þórir Jökull Þorsteinsson, sem gegnir embættinu.

Mér hefur nokkrum sinnum verið sagt upp vinnu í gegnum tíðina og var stundum slegin yfir því.  Við vorum hinsvegar sjáldan eða aldrei slegin yfir því.

Væri kannski mark takandi á þessu ef einhver annar en presturinn sjálfur hefði saknað nærveru hans.

Arnar, 9.10.2009 kl. 12:12

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Arnar, það er spurning hvort þú viljir leggja niður sendiráðin og taka upp fjarskiptatæknina? Vilt þú kannski leggja niður kirkjur og efla Omega?

Sigurður Þórðarson, 9.10.2009 kl. 12:34

5 Smámynd: Arnar

Mér þætti það reyndar betri kostur að skera niður í utanríkisþjónustu í stað heilbrigðisþjónustu.

Og ég held að allir sem hafa áhuga á Omega séu 'þar' hvort sem kirjkur eru til í dag eða ekki.  Annars eru kirkjur ágætis fyrirbæri, hef ekkert á móti þeim.  Bara óþarfi að ég sé að borga fyrir þær umfram þá notkun sem ég sjálfur óska eftir.

Arnar, 9.10.2009 kl. 13:29

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þú segir það núna Arnar að þú viljir frekar skera niður utanríkisþjónustuna en heilbrigðisþjónustuna.  Bíddu bara þangað til þú verður blankur að þvælast í útlöndum og þarft að leita á náðir næsta sendiráðs.

Sigurður Þórðarson, 9.10.2009 kl. 14:09

7 Smámynd: Arnar

Er blankur og hef því ekkert efni á því að vera að þvælast í útlöndum

Arnar, 9.10.2009 kl. 14:23

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sama hér en er að safna fyrir ferð. Ég hef sjálfur þvælst um allan heiminn og aldrei þurft á þessu að halda en það er gott til þess að vita að svona þjónusta sé til staðar ásamt sálgæslu ef í harðbakkann slær.

Sigurður Þórðarson, 9.10.2009 kl. 14:49

9 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Ég hélt að þetta væru sendráð Íslands? Ég er Íslendingur en þetta eru ekki sendiráð sem ég vil kannast við. Kannski þörfnumst við tvöfaldrar utanríkisþjónustu, eina fyrir 80 prósentin í þjóðkirkjunni og aðra fyrir hin 20%?

En ég sé vel af hverju þetta hefur verið "vel geymt leyndarmál". Menn hafa einfaldlega skammast sín og viljað fara leynt með ófagnaðinn.

Brynjólfur Þorvarðsson, 11.10.2009 kl. 17:07

10 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Sendiráðin hjálpa ekki blönkum ferðamönnum, nema að því leyti að þú getur fengið að hringja eða senda tölvupóst, og sendiráðið getur tekið við peningum sem þú færð senda að heiman ef þú ert ekki með kort eða getur af einhverjum ástæðum ekki notað Western Union. Þau gefa líka út vegabréf, ef þú skyldir tapa því sem kom þér til útlanda.

 Þau aðstoða þig ekki við að komast heim, borða, finna gistingu eða þess háttar. Ef þú slasast eða ert handtekinn veita þau einhverja aðstoð, en geta ekki borgað sektir eða leyst þig úr haldi, og ekki reddað þér sígó eða sudoku til að drepa tímann. Ef þú deyrð, sér sendiráðið ekki um að koma líkinu heim eða greftra það erlendis. 

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 11.10.2009 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband