Færsluflokkur: Heimspeki
Evrópusinnar deila innbyrðis
Miðvikudagur, 7. október 2009
Það er brostin á uppgjöf og flótti í herbúðum Evrópusinna og þeir eru augljóslega byrjaðir að deila innbyrðis fyrst Evrópusinni Nr. 1 Eiríkur Bergmann Eiríksson kvartar undan því að vera skammaður af öðrum Evrópusinnum. Eiríkur telur að það hafi verið glapræði að leggja inn umsókn án þess að kanna baklandið.
![]() |
Skammaður af ESB-sinnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Til hamingju Evrópusinnar
Sunnudagur, 4. október 2009
Svokallaðir Evrópusinnar eru í sjöunda himni, ástæðan er ekki horfur Íslands, heldur afdrif Lissabonsáttmálans, enda eru þeir Evrópumenn. Sjá hér
Mér gæti ekki staðið meira á sama.
Það væri óskandi að samfylkingarmenn a.m.k. meðan þeir starfa í ríkisstjórn hefði hugann frekar við hagsmuni Íslands en Evrópusambandsins.
![]() |
67% Íra studdu sáttmálann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Álfheiður sendir Ögmundi tóninn
Fimmtudagur, 1. október 2009
Álfheiður uppskar ráðherraembætti fyrir foringjahollustu sína við Steingrím og tók það fram á sínum fyrsta degi að hún væri ekki verkkvíðin. Með þessu orðum hjó hún í sama knérunn og foringinn sem ásakaði Ögmund um að gefast upp fyrir aðsteðjandi vanda í heilbrigðiskerfinu.
Allir sem til þekkja vita að þetta er fullkomlega ómaklegt. Ögmundur sagði af sér vegna þess að landstjórinn hefur sett þrýsting á Steingrím og Jóhönnu sem þau bogna undan, ekki síst vegna EB þráhyggju Samfylkingarinnar. Hann gerði þetta fyrir þingræðið vegna þess að hann er mótfallinn því að komandi kynslóðir verði gerðar að Ísþrælum með því að leggja á þær Ísklafa.
![]() |
Álfheiður verður ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bretarnir sakna Svavars. Dularfullir fyrirvarar við fyrirvara. Allt "leyndó"!
Fimmtudagur, 17. september 2009
Hollendingar og Bretar sakna Svavars því hann var svo lipur, samþykkti allt og bauð uppá kampavín. Í þessum samtölum hafa komið fram af hálfu Breta og Hollendinga, "óformlega og í trúnaði", hugmyndir um hvernig þeir hugsa sér að þeir geti staðið að því að samþykkja fyrirvarana. Það er verið að kynna það fyrir stjórnvöldum hér, segir Indriði. Svavar bar samninganefndarmönnum Hollendinga og Breta vel söguna engu hafi verið hótað þvert á móti sagði hann að viðræðurnar hefðu verið mjög vinsamlegar enda bauð hann uppá kampavín. Steingrímur J. Sigfússon gaf aftur á móti í skyn að Íslendingum hafi verið hótað. Ef það hefur verið gert var það gert óformlega og í trúnaði.
Alþingismenn áttu ekki að fá að sjá samninginn! Í hverra þágu er verið að fara á bak við íslenska þjóð sem þó er ætlað að borga reikninginn?
![]() |
Hugmyndir Breta og Hollendinga kynntar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gengdarlaus sóun á opinberu fé
Þriðjudagur, 15. september 2009
![]() |
Fleiri andvígir en hlynntir ESB-aðild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um hvað er deilt í Borgarahreyfingunni?
Mánudagur, 14. september 2009
Framboð Borgarahreyfingarinnar kom fram við óvenjulegar aðstæður:
Stjórnmálaöfl voru flest ekki bara vanhæf heldur spillt. Þrír stjórnmálaflokkar voru ýmist meðvirkir eða beinlínis ábyrgir fyrir hruninu og ljóst var að þeir myndu gera allt til að hindra greiðan framgang hreinsunarstarfsins sem gæti hitt þá sjálfa fyrir. Nauðsyn bar því til að fram kæmi stjórnmálaafl með hreina samvisku.
Góðu heilli varð talsverð uppstokkun á þinginu, þó hún hefði mátt verða meiri. Margir nýir þingmenn hafa staðið sig vel og meðal þeirra fremstu eru þrír þingmenn sem kosnir voru af lista Borgarahreyfingarinnar.
Ég ætla ekki að eyða kröftum mínum í að setja mig inn í þessar deilur, auðvitað hafa menn rétt til að gagnrýna kjörna fulltrúa. Betra væri að slík gagnrýni sé málefnaleg og sanngjörn en á því hefur verið nokkur brestur. En standi stjórn stjórnmálahreyfingar í útistöðum við kjörna fulltrúa sína á opinberum vettvangi er það ekki bara venjulegur óvinafagnaður, heldur heggur sá er hlífa skyldi. Þingmenn eru kjörnir af þjóðinni en ekki þröngum hópi áhugamanna, það er ef til vill kjarni þessa máls.
![]() |
Harma deilur í Borgarahreyfingunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hrannar skrifar forsætisráðherrum Bretlands og Hollands bréf.
Föstudagur, 4. september 2009

Stjórnvöldum væri nær að fá Hrannar til að skrifa skorinort bréf til Evrópusambandsins og Norðmanna um að Íslendingar hafi ekki efni á að taka meiri lán og hafi þess í stað ákveðið að veiða spikfeitan makríl sem nú er krökkt af um allan sjó.
![]() |
Bréf til Hollands og Bretland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 07:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tökum lensið!
Sunnudagur, 30. ágúst 2009
Vaxtarsproti vísinda, tækniframfara og hagvaxtar er í Austur - Asíu.
Íslendingar eiga stórkostlega möguleika með því að klára fríverslunarsamninga við Kína og Kóreu. Það eru óþjótandi markaðir fyrir fisk, líka fyrir makríl sem Evrópusambandið vill ekki leyfa okkur að veiða.
Þegar skipstjórnarmenn nota hastæða strauma og vindátt heitir það að "nýta lensið" eða einfaldlega að "taka lensið". Við eigum að nýta lensið og góðan byr til að sigla þöndum seglum beitivind út úr kreppunni.
Hin leiðin er náfaðmur ASG sem má lesa um hér: http://skulablogg.blog.is/blog/skulablogg/entry/939816/
Íslendingar standa á krossgögum, valið stendur á milli þess að taka lensið eða vera skuldug upp fyrir haus undir handarjaðri ASG.
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Gyðinahatursparanoja?
Sunnudagur, 23. ágúst 2009
![]() |
Segir Norðmenn hata gyðinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gustar af Árna Johnsen
Sunnudagur, 23. ágúst 2009
![]() |
Dregur úr vindi í kvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |