Færsluflokkur: Bækur
Þórunn Sveinbjarnar: Forsetinn eða ríkisstjórnin upp á líf eða dauða
Miðvikudagur, 6. janúar 2010
Ríkisstjórnin að vígbúast - Bretar styðja ríkisstjórnina - Þórunn Sveinbjarnar: Ríkisstjórnin eða forsetinn - Upp á líf eða dauða
Þórunn Sveinbjarnar: Forsetinn eða ríkisstjórnin upp á líf eða dauða
Jóhanna ræddi við Brown | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ákvörðun forsetans fyrsta skrefið í átt til endurreisnar Íslands
Þriðjudagur, 5. janúar 2010
Þessi Fitch sem ríkisstjórnin hefur nú keypt þetta lánshæfismat hjá til heimabrúks hefur ekkert gildi því íslenska ríkið hefur hvort sem er löngu hætt að geta slegið meiri lán á alþjóðlegum mörkuðum, sem betur fer nægar eru skuldirnar samt.
Hvernig ætli standi á því að Bretar þvinga að þvinga þjóð sem þeir segja að sé gjaldþrot til að borga skuldir einkabanka með himinháum vöxtum. Mönnum er tíðrætt um vinveittar ríkisstjórnir. Mikilvægara er að hafa stjórnvöld sem standa með íslensku þjóðinni. Það gerir forsetinn en ekki ríkisstjórnin.
Ákvörðun forsetans fyrsta skrefið í átt til endurreisnar Íslands!
Fitch lækkar lánshæfismat | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 18:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Heill forseta vorum og fósturjörð
Þriðjudagur, 5. janúar 2010
Ólafur Ragnar Grímsson forseti íslenska lýðveldisins:
"Þátttaka þjóðarinnar er forsenda farsællar til lausnar"
Takk fyrir
Gefur sér að forsetinn synji | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Stórglæsilegt ávarp forsetans
Föstudagur, 1. janúar 2010
Ólafur Ragnar Grímsson er óumdeilanlega góður ræðumaður en ég minnist ekki að hafa heyrt nokkurn forseta fyrr flytja jafn innihaldsríkt áramótaávarp og forsetinn gerði nú. Hann talaði um þrískiptingu valdsins sem hefur farið halloka og það hafi bitnað a´eftirlitskerfinu. Siðvæðingin mun ekki verða nema með þjóðarvilja sem er hornsteinn lýðræðisins og minnti á hlutverk forseta í því sambandi. Forsetinn blés þjóðinni kjark í brjóst og hvatti til samstöðu. Þetta eru skýr fyrirheit um að forsetinn muni brúa þá gjá sem myndast hefur milli þings og þjóðar. Við hofum ver að vinna. Áfram Ísland!
Vilji þjóðarinnar hornsteinninn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Aðeins forsetinn getur sameinað þjóðina
Föstudagur, 1. janúar 2010
Fjöldi stórra og smærri mistaka misvitra forystumanna hafa komið þjóðinni í þann vanda sem nú er við að etja. Djúp gjá hefur myndast milli þings og þjóðar. Nú kemur málskotsrétturinn í góðar þarfir. Íslendingar munu ekki komast í gegnum þennan skafl nema þeir standi saman. Aðeins forsteinn hefur vald til að brúa bilið og sameina þjóðina á ný.
Gleðilegt og farsælt nýtt ár.
Yfir 50 þúsund undirskriftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 02:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Samspilling hvaða fyrirgrigði er það?
Miðvikudagur, 30. desember 2009
Það er ekki Samfylking heldur samtrygging flokkana. Davíð Oddsson hefur starfað lengi í stjórnmálum og fáir þekkja fyrirbrigðið betur en hann, sem kom á eftirlaunalögum og nýtti sér græðgi stjórnarandstöðunnar t.d. Steingríms sem fór á fjöll.
Kvótakerfið er fyrst og fremst verk Halldórs Ásgrímssonar og Þorsteins Pálssonar en stjórnmalamenn í öðrum flokkum þiggja glaðir fé í sína kosningasjóði úr hendi handhafa sameignar þjóðarinnar. Árangurinn blasir við: Engu á að breyta.
Samfylkingin hafði minnimáttarkennd af því að hún taldi Sjálfstæðisflokkinn spilltan og hann fengi mikið fé frá útrásarvíkingum.
Það var ekki fyrr en Samfylkingin var farin að fá meira fé en Sjálfstæðisflokkurinn frá útrásarvíkingum auk þess einstakir frambjóðendur óðu í fjármunum í prófkjörsbaráttu, sem talsmenn hennar fengu sjálfstraust aftur. Þetta er hin raunverulega samspilling sem nú ætlar að samþykkja Ísklafa á börnin okkar.
Fjárframlög til stjórnmálaflokkanna birt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sammála Þránni
Mánudagur, 28. desember 2009
1. Það er siðferðilega rangt að kjörnir fulltrúar til fjögurra ára bindi komandi kynslóðum skuldaklafa. Þar fyrir utan er það beinlínis ábyrgðarlaust að binda þeim skuldaklafa sem miklar líkur eru til að þær geti ekki borgað nema með afsali auðlindanna.
2. Það er óskynsamlegt að kljúfa þjóðina og fá 70% hennar upp á móti núverandi stjórnvöldum. Það þjónar ekki hagsmunum VG að láta Samf. teyma sig út í þetta fúafen og ekki þjónar það hagsmunum þjóðarinnar að kljúfa hana.
Það er rangt stöðumat hjá forystumönnum ríkisstjórnarflokkana að við sem erum andvíg Æsseif séum flest fylgismenn Framsóknar- eða Sjálfstæðisflokks.
Þráinn vill hafna Icesave-samningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Maður ársins Eva Joly
Mánudagur, 28. desember 2009
Eva Joly hefur gert allt sem hún hefur getað til að bæta upp aumingjaskap íslenskra stjórnvalda við að tala m´lstað Íslands. Eva Joly er verðurgur "Maður ársins"
Hægt er að kjósa hana á Netinu eða í síma:
madurarsins@ruv.is /5687123
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Samfylkingarmaður fær bitling
Mánudagur, 28. desember 2009
Samfylkingin fékk stjórnarformann Íslandsbanka sem taldi það gott að Landsbankanum hefði tekist að fjármagna sig í auknu mæli með innlánum. "Jón sagði íslensku bankana hafa sýnt útsjónarsemi við fjármögnun."
Svo mælir Jón Sigurðsson, þáverandi formaður FME, um Icesave reikningana á hans vakt. Þarna er það skjalfest að eftirlitsaðili stjórnvalda sagði Icesave gylliboðið til útlendinga sýna ,,útsjónarsemi við fjármögnun"
Ný stjórn Íslandsbanka skipuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Evrópusinnar borða ekki skötu
Fimmtudagur, 24. desember 2009
Ekki bara á Þorlák | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (50)