Evrópusinnar borða ekki skötu

skata2-s Við eru nokkrir skólabræður sem tókum upp þann sið fyrir allmörgum árum að fara út og boða skötu á Þorláksmessudag. Stemningin hefur verið svo góð að þetta hefur spurst út og hópurinn hefur stækkað en nú hefur þetta breyst til verri vegar eftir að Samfylkingin ákvað að meðlimirnir ættu að vera evrópusinnar. Þannig voru tvenn hjón sem tóku ekki í mál að smakka skötu en töluðu ákaft um hvað lyktin væri óþolandi. Þeim var boðið uppá saltfisk en þau vildu heldur fá "Bakkalá" en þegar þeim var sagt að það væri saltfiskur fengust þau til að borða og það með bestu lyst. Það var því útlit fyrir að þetta myndi enda ´vel allt þangað til Kolla, sem er ópólitísk þótt hún sé gift flokksbundum samfylkingarmanni laumaðist til að smakka einn bita af skötu og umsvifalaust tjáð að hún gæti sofið í stofunni í nótt.
mbl.is Ekki bara á Þorlák
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sannir Íslendingar borða skötu. Hvað éta landráðamennirnir? Sauerkraut? Fish and chips?

Baldur Hermannsson, 24.12.2009 kl. 01:56

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Ég hafði ekki gert mér grein fyrir þessu Sigurður. Nú þurfum við bara lyknæman einstakling til að greina á milli evrópusinna og hinna. Maður er nú meiri asninn að halda að skötulykt sé eitthvað sem slái í gegn í Brussel.

Gunnar Skúli Ármannsson, 24.12.2009 kl. 02:09

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Baldur sannir evrópusinnar borða pizzur (ath. að skrifa með zetu)  En þetta er samt ekki alltaf einfalt. Einu sinni lenti ég í evrópusinnapartíi og reyndi að gera mig gildandi með því að veifa þekkingu minni á frönskum vínum og svissneskum ostum. Ég áttaði mig ekki fyrr en ég fékk átölur frá húsráðanda fyrir að hafa gert mig að viðundri því Sviss er ekki í Evrópusambandinu. Ég hefði víst betur talað um franska eða jafnvel danska osta. Svona er víst hægt að misstíga sig ef maður er afdalamaður í aðra ættina en útkjálkamaður í hina.

Sigurður Þórðarson, 24.12.2009 kl. 02:36

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Gunnar, sussu nei. Það eru engar reglur til um skötu innan Evrópusambandsins. Mér er sagt að það stafi af því að skatan nái út yfir alla þjófabálka. Ef Íslandi gengi í Kæfubelginn yrði umsvifalaust settar reglur í Brussel um hvernig verka skyldi skötu þannig að hún lykti sómasamlega.

Sigurður Þórðarson, 24.12.2009 kl. 02:43

5 Smámynd: Jens Guð

  Ég fékk mér skötu í Sægreifanum í gær.  Ég tók eftir því að allir sem ég bar kennsl á þar eru andvígir ESB.  Er Jón Bjarnason annars ekki örugglega ennþá ESB andstæðingur?

Jens Guð, 24.12.2009 kl. 16:59

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það hefur sýnt sig að margir VG liðar láta Samfylkinguna hræra í sér. En það er góðs viti að Jón Bjarnason var að borða skötu á Þorláksmessu, því það sýnir að hann er enn fylgjandi því að Ísland verði ekki innlimað í Evrópusambandið.

Sigurður Þórðarson, 25.12.2009 kl. 02:39

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þá er illa komið hag Ísalands ef frelsi vort er undir því komið að gerpið Jón Bjarnason éti skötu á Þorláksmessu.

Baldur Hermannsson, 25.12.2009 kl. 10:22

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gleðileg jól Baldur.Ég fékk glerkúlu í jólagjöf, sofnaði með hana á náttborðin og rýndi í hana rækilega nú í morgunsárið. Stundum eru örlaganornirnar  gráglettnar en þegar mest liggur við taka landvættirnar í taumana og fá undurfagra heilladís til að vitja Hóla-Jóns í draumi og kitla bragðlauka hans. Þetta sýnist mé muni verða íslenskri þjóð til bjargar.

Sigurður Þórðarson, 25.12.2009 kl. 12:23

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Aha, þá er það opinberlega staðfest. Jón Bjarnason étur ekki skötu. Hann skipar sér á bekk með landráðafólkinu.

Baldur Hermannsson, 25.12.2009 kl. 19:28

10 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég var einmitt staddur á Sægreifanum þegar Jón Bjarna hljóp í gegnum staðinn og tók í spaðann á fjölmörgum gestum veitingastaðarins en ég veitti því athygli að Jón Bjarna bragðaði ekki á skötunni þrátt fyrir að hafa mænt á veisluborðið.  Nú er það spurningin hvort að Jón hafi ekki þorað að smakka á skötunni af ótta við að Jóhanna kippti undan honum ráðherrastólnum.

Sigurjón Þórðarson, 25.12.2009 kl. 19:42

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hann er kennski eitthvað smeykur

Sigurður Þórðarson, 25.12.2009 kl. 19:42

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hvað er í gangi á þessari bloggsíðu? Hér birtist áðan athugasemd undir nafni Gunnars Skúla og ég svaraði henni með athugasemd númer 9. Nú er athugasemd Gunnars horfin, mín er áfram númer 9, en svo er kominn Sigurjón Þórðarson með athugasemd númer 10, sem er orðrétt sú athugasemd sem ég svaraði. Hvaða fölsunartrix eru eiginlega í gangi?

Baldur Hermannsson, 25.12.2009 kl. 20:05

13 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Baldur,

málið er sáraeinfalt, ein tölva og tveir bloggarar sem gleyma að logga sig út í ákafanum og þvælast inn á nafni hins. Mjög sennilega er um að ræða óæskileg áhrif skötuáts á heilann.

Gunnar Skúli Ármannsson, 25.12.2009 kl. 20:15

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

OK ég skil. Ætli Steingrímur hafi étið yfir sig af skötu á Þorláksmessu?

Baldur Hermannsson, 25.12.2009 kl. 20:22

15 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta eru dapurleg tíðindi maður getur vel skilið að Jón hafi verið smeykur það er aldrei að vita hvar útsendarar Samfylkingarinnar og Steingríms liggja í leyni. Ég hefði þó vænst þess að sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra væri meiri kjarkmaður en þetta.  Ég myndi gjarnan vilja fá þetta upplýst að fullu voru ekki fleiri vitni þarna á staðnum?

Sigurður Þórðarson, 25.12.2009 kl. 20:25

16 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Því verður vart trúað að Steingrímur, einn helsti forsprakki æsseifsinna sem reyna að skuldsetja landið inn í Evrópusambandið éti skötu í laumi.

Sigurður Þórðarson, 25.12.2009 kl. 20:35

17 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er ef til vill rétt að halda því til haga að margur Evrópusinninn er ekki einungis illa við íslenkan þjóðlegan mat s.s. kæsta skötu heldur beinist evrópskur rétttrúnaður þeirra einnig gegn amerískum skyndibitum s.s. hamborgurum Mcdondalds en margur Evrópusinninn fagnaði mjög þegar hamborgarakeðjan hrökklaðist úr landi.

Sigurjón Þórðarson, 25.12.2009 kl. 20:49

18 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Já ég vissi þetta með amerísku skyndibitana.

Sjálfur lenti ég mjög illa í því þegar ég reyndi að gera mig gildandi í samkvæmi Evrópusinna, sem ég hafði undirbúið mig fyrir og reyndi að slá í gegn með því að tala um svissneska osta og franskt rauðvín. Húsráðandi kallaði mig afsíðis og sagði mig hafa orðið mér til skammar, því Sviss væri ekki í Evrópusambandinu og ekki einu sinni í EES! 

Sigurður Þórðarson, 25.12.2009 kl. 22:08

19 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sigurður! Þetta er í annað sinn sem ég les þessa frásögn!!!!!

Baldur Hermannsson, 25.12.2009 kl. 22:21

20 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Baldur það er full ástæða til að vara menn eins og þig við þessu.

 Ég veit vel Baldur að þú et kurteis heimsmaður og þykist vitað að  þú viljir kunna rétta mannasiði í samkvæmum Evrópusinna. Það er því með þína velferð í huga sem ég segi þessa sögu tvisvar svo þú lendir örugglega ekki í þessu sama slysi Baldur minn.

Sigurður Þórðarson, 25.12.2009 kl. 22:31

21 Smámynd: Baldur Hermannsson

Djísös? Hvað heldurðu að ég sé? Heldurðu virkilega að ég umgangist landráðamenn? Kommon........

Baldur Hermannsson, 25.12.2009 kl. 22:33

22 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er spurning hvort að kalkúnn  verði settir á bannlista á jólaborðum þegar heitir hugsjónamenn Evrópusambandsins átta sig betur á amerískum uppruna hænsnfuglsins.

Sigurjón Þórðarson, 25.12.2009 kl. 22:36

23 Smámynd: Jens Guð

  Ég sá ekki Jón Bjarnason sleppa sér lausum í skötuna.  Hinsvegar gekk ég út frá því sem vísu að erindi hans í Sægreifann væri að smakka á skötunni.  Veit ekki hvert erindið hefði annars átt að vera í Sægreifann á Þorláksmessu.  Ég fylgdist ekki með Jóni en hann virtist vera flóttalegur.

Jens Guð, 25.12.2009 kl. 23:15

24 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þessir gaurar eru oft á ferðinni bara til að sýna sig.

Baldur Hermannsson, 25.12.2009 kl. 23:19

25 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Fyrirgefðu Baldur við reynum nú flest að vera sosíal ein og það er kallað.

Sigurður Þórðarson, 25.12.2009 kl. 23:34

26 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nújá, hvernig ætti félagsskítur eins og ég að vita það.

Baldur Hermannsson, 25.12.2009 kl. 23:37

27 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sannir hugsjónamenn vilja frekar frá danskan hamborgarahrygg ekki spurning.

Sigurður Þórðarson, 25.12.2009 kl. 23:41

28 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þú segir merkilegar og því miður slæmar fréttir Jens!

Það setur að mér slæman ugg við að Jón Bjarnason skuli ekki hafa þorað að smakka á skötunni.  Bendir þetta ekki einmitt til að hann muni þóknast Samfylkingunni og Steingrími með því að styðja Icesave?

Sigurður Þórðarson, 25.12.2009 kl. 23:48

29 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Hér eru greinilega skemmtilegar pælingar um skötuát. Ekki leiðinlegt að heimsækja þessa síðu á sjálfri jólanótt. Það eina sem ég hef til málanna að leggja er að mér finnst jólin byrja með góðri skötuveislu eins og móðir mín er vön að halda hvert ár og á hún miklar þakkir skyldar fyrir það. Ég bjó í Svíþjóð i níú ár og sá dagur sem mér fannst erfiðastur var Þorláksmessa. Hugsið ykkur engin skötulykt og ekkert búðarráp þar sem þú hittir vini og kunningja.Ég get bara sagt fyrir mig mér fannst alltaf eitthvað mikilvægt vanta í líf mitt á þessum degi.

Helga Þórðardóttir, 26.12.2009 kl. 00:37

30 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir síðast kæra systir en það var nú einmitt í skötuveislu já og gleðileg jól á þitt heimili.

Sigurður Þórðarson, 26.12.2009 kl. 00:41

31 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæll Siggi minn

Fjör hjá þér. Ég hef sjaldan borðað skötu en saltfiskur er ljúffengur :-)

Guð gefi þér gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Þakka samfylgdina á blogginu, samverustundir og símtöl.

Eigum við að mæta á Austurvöll saman? Burt með þessa ríkisstjórn :-)

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.12.2009 kl. 01:53

32 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gleðileg jól Rósa.

Já ég þakka þér sömuleiðis allt gamalt og gott og óska þér farsældar á komandi ári. Já við skulum sannarlega mæta saman á Austurvöll.

Mundu að skata og saltfiskur er hollur matur sem hefur haldið lífi í þjóðinni um aldir.

Lifðu heil.

Sigurður Þórðarson, 26.12.2009 kl. 02:50

33 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Það að eitthvað haldi lífi í manni er ekki endilega hollt. það að skemma mat á ákveðinn máta svo neysla hans drepi mann ekki er alls ekki hollt. Ferskur fiskur er mörgum sinnum hollari en kæstur eða baðaður í salti.

En með þessi gömlu þjóðrembingsviðhorf gagnvart skemmdum mat er ekki skrítið að viðhorfin gegn ESB séu brengluð.

Þjóðlegt, já. En gott, neinei.

Páll Geir Bjarnason, 26.12.2009 kl. 10:47

34 Smámynd: Baldur Hermannsson

Páll, mér segja fróðir menn að hákarl og skata séu kæst til þess einmitt að gefa þeim tíma til að brjóta sig og verða ætilegri. Það er ekkert óhollt við slíka matargerð. Allar þjóðir eiga sína sérstöku þjóðarrétti. Það kemur mér alls ekki á óvart að Evrópusinnum sé í nöp við þjóðlega rétti. Þeim er líka í nöp við þjóðerni og þjóðmenningu. Í þeirra hjörtum er flatneskja alþjóðahyggjunnar allsráðandi. Þeir eru menningarlaust fólk. Þeir eiga sér enga jörð til að standa á.

Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 11:30

35 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Þetta var nauð, ekki hollustuspursmál. Éta sorpið eða drepast.

Páll Geir Bjarnason, 26.12.2009 kl. 13:54

36 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Mikið er nú stundum dapurlegt að sjá hvað sumir Íslendingar geta verið fáfróðir um Evrópu og menningu þeirra þjóða sem hana byggja. Að ekki sé nú talða um matarkúltur almennt.  Að minni hyggju er Frakkland ekki aðeins Evrópuland, heldur það land sem "fann upp" Evrópusambandið. Og þar borða menn skötu. Og þarna hafið þið það! Þið getið allt árið um kring gengið inn í hvað "bistro" sem er í París og pantað ykkur skötu! Þar nefnist hún "Raie au beurre blanc", þ.e. tindabykkja í bræddu smjöri. Borið fram með Muscadet de Sèvre et Maine (ef vel á að vera fylgir : "sur lie").  Og þetta er herramannsmatur. Reyndar sjá Frakkar ekkert tilefni til að kæsa tindabykkjuna sem þeir reiða fram alla daga ársins í bræddu smjöru með viðbiti. Kannski eru einhverjar dýrafræðilegar ástæður fyrir því, það má Guð vita. En hún er herramannsmatur eins og hún er borin fram í Frakklandi í matsölunni á horninu. Þó að ég sé af Vestfirðingum kominn finnst mér hún óneitanlega betri á þann veg en kæst, stöppuð saman við kartöflur og hamsatólg og étin með rúgbrauði. En ég læt mig þó hafa það flest ár að eta vestfirska skötu: sem Evrópusinni!

Sæmundur G. Halldórsson , 26.12.2009 kl. 16:23

37 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Mikið er nú yndisleg að fá upplýsandi fræðslu um skötuát í Evrópu en ég vonast til þess að þessi fræðandi pistill verði til þess að Evrópusinnar taki kæsta skötu í sátt.

Satt best að segja þá var mér ekki alls ókunnkugt um skötuát í Evrópu sem borða hana ókæsta þar sem ég tók þátt í vinnslu með Tótu vinkonu minni á Tindabykkju en það sem var snúnast var að ná roðinu af og þá gagnaðist ágætleg Bader 51 roðvél.

Sigurjón Þórðarson, 26.12.2009 kl. 17:44

38 identicon

Hvað á að gera við menn eins og mig Sigurður minn?  Harður esb sinni og skötudýrkandi!  Verð ég að fórna öðru til að halda hinu eða eru einhverjar fleiri útgönguleiðir?  Ég sem hélt einnig að innan esb væru sennilega litríkari matarhefðir en innan flestra annara sambanda.  Svona er maður nú illa upplýstur.  Reyndar hefur mér fundist matarvenjur og úrval á íslandi hafa breyst verulega til batnaðar eftir að við tókum að herma eftir siðuðum þjóðum  en svona er nú smekkur manna misjafn.

En að lokum á meðan mér er þeð ekki beinlínis bannað þá ætla ég að gera bæði, láta mér líka vel við skötuna og esb.

Gleðilega hátíð öll sömul.

Þórður Ásekll Magnússon (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 20:02

39 identicon

JaHérna....ég borða kæsta Skötu nokkru sinnum á ári einfaldlega vegna þess að mér finnst hún algert góðgæti

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 23:29

40 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Páll þú vwerður að átta þig á að af misjöfnu þrífast börnin best. Kjæst skata er meinholl en útlent skyndibirafæði að sama skapi rusl

Sigurður Þórðarson, 27.12.2009 kl. 01:13

41 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Rétt hjá þér Baldur kæst skata og rotinn hákarl er allra meina bót en þó einkum áhrifaríkt við magasári, það get ég borið vitni um

Sigurður Þórðarson, 27.12.2009 kl. 01:15

42 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæmundur ég hef nokkrum sinnum borðað steikta tindabikkju og það er smekksatriði hvort mönnum þykir hún betri eða verri en kæst skata.

Vanamálið er það að Evrópusambandið getur tekið upp á því að banna eitt og annað. Mér þykir t.d. mjög gott að borða sel. En ég þekki það í Danmörku að Grænlendingar fá ekki lengur að neyta selkjöts og er tekið á því með svipuðum hætti og ef menn neyta hass

Sigurður Þórðarson, 27.12.2009 kl. 01:20

43 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæir Sigurjón og Þórður það undrar mig að eitt og aðnnað finnist á matseðlum hinna ýmsu Evrópulanda. Reynin er samt sú að miðstýringarvaldið í Brussel reynir sitt ítrasta til að staðla alla hluti og samræma. Það segir sig sjálft að ýmsar matarvenjur Íslendinga eru þeim framandi og yrðu fljótt fyrir niðurskurðarhnífnum.

Sigurður Þórðarson, 27.12.2009 kl. 01:26

44 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Anna, sama segi ég mér finnst skata herramannsmatur og borða það oft á ári, sama má segja um hvalkjöt sem nú þegar er bannað innan Evrópusambandsins. Við getum verið viss um að selkjöt, hvalkjöt og rengi myndi tafarlaust detta út. En hvað fengum við lengi að borða svið, sigin fisk, grásleppu eða kæsta skötu? Kannski að einhverjum finnist þetta allt í lagi en það finnst mér ekki.

Sigurður Þórðarson, 27.12.2009 kl. 01:31

45 Smámynd: Baldur Hermannsson

Í Evrópusambandinu verða menn að reka við í moll.

Baldur Hermannsson, 27.12.2009 kl. 01:42

46 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Dúr eða moll. What the heck?

Sigurður Þórðarson, 27.12.2009 kl. 03:38

47 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Sæll Sigurður. Vissulega er smekkur manna mismunandi en eins og Þórður Áskell segir réttilega eru trúlega hvergi í veröldinni til fjölbreyttari matarhefðir en í Evrópu- og það þrátt fyrir ESB. Þið getið sannfærst um það á matarmörkuðum út um alla álfuna, sérstaklega frá Brussel/París og suður úr. Í Norður-Evrópu eru menn uppteknir af sterílu hreinlæti og banna allan fjárann. Þetta kemur ESB ekkert við. Hér eru alvöru franskir (eða svissneskir o.s.frv.) ostar úr ógerilsneyddri mjólk bannaðir. En þeir fást í öllum ESB löndum. Íslenskum bændum er bannað að bjóða gestum sínum mjólk að drekka ef hún kemur beint úr kúnni. Fyrst þarf að drepa í henni alla gerla (og bragð).

ESB er sem slíku hjartanlega sama hvað menn láta ofan í sig. Það er frekjan í hagsmunasamtökum í einstökum löndum sem stundum brýst út í svona tilskipunum. Ef Íslendingar ganga í ESB munu þeir vafalaust bindast samtökum við Svía og aðra fjandmenn náttúrulegra gerla til að reyna að banna Frökkum að selja ostinn sinn. Kannski er betra fyrir matarmenningu Evrópu að Íslendingar haldi sér fyrir utan fyrst um sinn.

Sæmundur G. Halldórsson , 27.12.2009 kl. 06:59

48 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Sæmundur, ég er sammála þér að gerilsneiðingin hefur gengið alltof langt hér á Íslandi. Þetta var á sínum tíma réttlætt með því að verið væri að vernda fólk fyrir berklum en berklar smituðust einmitt oft þannig að fólk drakk mjólk úr berklaveikum kúm.  Gerilsneiðing og fitusprenging er líklega fremur gemsuaðferð. Sama sjúkdómafóbían var notuð til að koma í veg fyrir heimaslátrun. Þar hefur Evrópusambandið gengið ívið lengra en við. Var ekki einmitt verið að umbylta sláturhúsum hér til að  uppfylla EB staðla. Sigurjón bróðir þekkir þetta mál.

Annars eru franskir bændur öflugur þrýstihópur sem meira tillit yrði teki til en afdalabændur á Íslandi.

Sigurður Þórðarson, 27.12.2009 kl. 11:50

49 identicon

Hafið engar áhyggjur, reglugerðarafæturnar út í Evrópu banna skötuát þegar samspillingin og viðhengin þeirra eru búin að koma okkur í sæluríkið

magnús steinar (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 18:08

50 Smámynd: Árni Gunnarsson

Varla trúi ég því Páll Geir að þú hafir ekki fengið þér kæsta skötu meðan þú bjóst hjá foreldrum þínum á uppeldissvæði skötunnar vestur á Núpi í Dýrafirði.

Árni Gunnarsson, 27.12.2009 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband