Samspilling hvaða fyrirgrigði er það?

Það er ekki Samfylking heldur samtrygging flokkana. Davíð  Oddsson hefur starfað lengi í stjórnmálum og fáir þekkja fyrirbrigðið betur en hann, sem kom á eftirlaunalögum og nýtti sér græðgi stjórnarandstöðunnar t.d. Steingríms sem fór á fjöll.

Kvótakerfið er fyrst og fremst verk Halldórs Ásgrímssonar og Þorsteins Pálssonar en stjórnmalamenn í öðrum flokkum þiggja glaðir fé í sína kosningasjóði úr hendi handhafa sameignar þjóðarinnar.  Árangurinn blasir við: Engu á að breyta.

Samfylkingin hafði minnimáttarkennd af því að hún taldi Sjálfstæðisflokkinn spilltan og hann fengi mikið fé frá útrásarvíkingum.
Það var ekki fyrr en Samfylkingin var farin að fá meira fé en Sjálfstæðisflokkurinn frá útrásarvíkingum auk þess einstakir frambjóðendur óðu í fjármunum í prófkjörsbaráttu, sem talsmenn hennar fengu sjálfstraust aftur. Þetta er hin raunverulega samspilling sem nú ætlar að samþykkja Ísklafa á börnin okkar. 


mbl.is Fjárframlög til stjórnmálaflokkanna birt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Allir flokkarnir hafa tekið þátt í þessari óþvera spillingu sem hefur grasserað svo lengi.

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.12.2009 kl. 01:48

2 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Maður á bara ekki orð yfir þetta lið

Helga Þórðardóttir, 31.12.2009 kl. 01:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband