Færsluflokkur: Bækur
Breska lögmannsstofna: "Æsseifsamningurinn óljós og ósanngjarn"
Mánudagur, 21. desember 2009
Nú hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir slegið þau vopn úr höndum Steingríms og Jóhönnu að ríkisstjórn hennar og Geirs H Haarde hafi skuldbundið ríkið. Við þetta bætist að breska lögmannsstofn Miscon de Reya heldur því fram að Æsseifsamningurinn sé óljós og ósanngjarn auk þess sem vextir séu of háir. Ég bíð spenntur eftir að sjá hvernig RUV matreiðir þessa frétt ofan í landsmenn.
Nú verðum við að treysta því að Ólafur Ragnar Grímsson gefi þjóðinni færi á að eiga síðasta orðið í þessu mikilvæga máli.
Samningarnir hættulega óskýrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Forseti Landsdóms lítur málið alvarlegum augum
Laugardagur, 19. desember 2009
Það er hverjum manni ljóst að alþingi við Austurvöll er vanhæft til að fjalla um hvort Landsdómur á að taka fyrir mál þingmanna og ráðherra, þ.e. þeirra sjálfra.
Forseti Landsdóms: "Mun taka hlutverk mitt alvarlega"
Fjölluðu um rannsóknarskýrslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Evrópusambandið kúgar fé út úr EFTA fyrir markaðsaðgang
Laugardagur, 19. desember 2009
Ísland þarf að borga 1300 milljónir árleg fyrir tollfrjálsan aðgang sjávarafurðira frá Íslandi: 950 tonn af heilfrystri síld, 520 tonn af humri og 750 tonn af karfaflökum.
Til samanburðar gátum við fengið gagnkvæma fríverslun við Kína án þess að borga krónu.
Óbreytt framlag Íslands í þróunarsjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 03:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þjóðin verður að útkljá þetta mál með atkvæðagreiðslu
Fimmtudagur, 17. desember 2009
Ögmundur gerir afar vandaða úttekt á Æsseif málinu á heimasíðu sinni. Hann segir hugsanlegt að Íslendingar geti borgað Æsseif en spyr hvað það myndi kosta. Jafnvel þó það takist þa´er spurning hvort það myndi ekki þýða fórnir á náttúrunni og grunnstoðum þjóðfélagsins. Mikill vafi leikur á að Bretar og Hollendingar eigi nokkurn lagalegan rétt á að þjóðin borgi. Það er líka siðferðilega rangt að kynslóðir framtíðarinnar líði skort og þurfi að afsala auðlindunum til lands og sjávar fyrir kæruleysi örfárra einkaaðila.
Ef einhvertíma hefur verið réttlætanlegt að setja eitthvað mál í þjóðaratkvæði þá er það þetta mál. Ef þjóðin er nógu góð til að borga þá er hún líka nógu góð til að segja sitt álit.
Ögmundur: Tafir á Alþingi þjóna engum tilgangi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Skemmdarverk skipulögð í stjórnarráðinu!
Föstudagur, 11. desember 2009
Bullundirskriftir raktar til stjórnarráðsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Plan B þegar þjóðin fellir Æsseif
Fimmtudagur, 10. desember 2009
Samfylkingin er að átta sig á að þjóðin sem hún bendir á sem sakamann og ætlast til að borgi Æsseif, mun í þjóðaratkvæðagreiðslu fella Ísklafann sem átti að verða aðgöngumiði í ESB.
Og hvað gerist þá skrækja samfylkingabloggararnir? "Hefur þjóðin eitthvað plan b þegar skuldin gjaldfellur á Íslendinga" spyrja þeir.
Svarið er einfalt: Í fyrsta lagi fellur skuldin ekki á ríkið, nema veitt verði ríkisábyrgð, heldur Tryggingasjóð banka og sparisjóða en í honum eru 19 milljarðar. Sjóðurinn er ekki ríkistryggður og þess vegna fara Bretar fram á ríkisábyrgð.
Þá gætu Bretar og Hollendingar farið í mál við ríkið á þeim forsendum að einhver hafi lofað einhverju. Færustu lögfræðingar hafa sagt að vinningslíkur þeirra séu óverulegar enda liggi sökin á gallaðri reglugerð hjá Evrópusambandinu.
Fari samt svo ólíklega að Íslendingar myndu tapa slíkum málaferlum yrði niðurstaðan samt alltaf betri en samningurinn sem gerir ráð fyrir að greitt sé í beinhörðum gjaldeyri en ekki krónum. Fyrir liggur að verði Íslendingar að búa við þennan samning þýðir það áratuga fátækt og afsal auðlinda þegar ekki verður hægt að standa við samninginn.
Plan B er réttlát dómsmeðferð fyrir íslenskum dómstólum. Það vill þjóðin.
Meirihluti vill kjósa um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þjóðin mun eiga síðast orð
Miðvikudagur, 9. desember 2009
Það væri lítið réttlæti í því að naumur meirihluti alþingis myndi samþykkja kvaðir á komandi kynslóði gegn einbeittum vilja þjóðarinnar. Forsetinn hefur markað þá stefnu að skjóta m´lum til þjóarinnar þegar gjá hefur myndast mili þings og þjóðar. Aldrei fyrr hefur slík gja verðið jafn djúp.
Forsetinn var prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hann þekkir stjórnarskránna sem hann hefur túlkað. Hann þekkir líka stjórnsýslulögin og mun beita valdi embættisins í samræmi við lög og markaðar hefðir en ekki handahófskennt.
Fleiri áskoranir en árið 2004 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Takk Lilja og Ögmundur
Þriðjudagur, 8. desember 2009
Lögum samkvæmt ber þingmönnum að fara að samvisku sinni. Reynslan sýnir að fæstir þora að synda á móti straumnum þegar á reynir, jafnvel þó mikið liggi við.
Þess vegna er ég sérlega þakklátur þeim Ögmundi Jónassyni og Lilju Mósesdóttur sem bæði tóku pólitíska áhættu með því að standa með samvisku sinni og þjóðinni með því að greiða atkvæði gegn Æsseif.
Lilja sagði nei | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Svikalogn?
Þriðjudagur, 8. desember 2009
Samfylkingin verður pirruð yfir að þurfa að hugsa um Ísland hún er með allan hugann við ESB. Vitað er að þingflokkur Samfylkingarinnar ásamt stórum hluta þingliðs VG vill ljúka Æsseifmálinu sem fyrst en féllust þó með semingi á kröfur stjórnarandstöðunnar um að málstaður Íslands yrði kannaður. Það er ekki bara málþófið heldur einörð andstaða þjóðarinnar sem virðist vera að bjarga okkur.
Hægt er að skora á forsetann hér
Ágreiningurinn leystur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 06:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Villifé eða villimennska við Tálkna?
Mánudagur, 7. desember 2009
Styðja smölun villifjár í Tálkna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)