Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Ekki hækka stýrivexti! Ekki meir, ekki meir.

Ég treysti því að seðlabankinn sé þess áskynja að efnahagslífið er að kólna hratt núna.  Það vita það allir vanir bílstjórar að það er stórhættulegt að snarhemla í hálku. Það er erfitt og kostnaðarsamt fyrir verktaka að hætta í miðjum verkum, betra er að klára það sem menn eru í og byrja ekki á nýjum.     Bíllinn er byrjaður að dansa á götunni. 
PassengerFootonBrake.large

 

 

 

 

Kæri Davíð, ekki fara á taugum og rífa upp handbremsuna. Fótbremsan er byrjuð að virka!


mbl.is Glitnir spáir stýravaxtahækkun í apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stutt í að viðskiptajöfnuði verði náð

graluda Það stefnir hratt í að viðskiptahalli muni minnka, tvennt kemur til: Aukin álútflutningur vegna Fjarðaráls mun fljótt fara að telja í utanríkisviðskiptabókhaldinu og hinsvegar lægri kaupmáttur vegna gengisfalls krónunnar. Ef ekki kæmi til aflasamdráttur vegna kvótakerfisins væri viðskiptajöfnuði náð og hann orðinn jákvæður.
mbl.is Álútflutningur eykst um 60%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innspýting í hagkerfið

Hvað sem mönnum kann að þykja um samfélags-eða umhverfisáhrif af væntanlegu álveri í Helguvík er ljóst að það verður lyftistöng fyrir atvinnulífið og mikil innspýting fyrir allt hagkerfið eftir að reikna má með að það hafi kólnað á næsta ári. Ég vona að raforkusamningarnir séu hagkvæmir fyrir Orkuveitu Reykjavíkur og hitaveitu Suðurnesja.  Þessar  fréttir hamla jafnframt gegn  frekari falli krónunnar. helguvik-99-26287
mbl.is Áætlaður kostnaður við Helguvík 60-70 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöðvun smáíbúðasölu til 1. júlí

Með því að tímasetja afnám stimpilgjalda 1. júlí til þeirra sem eru að kaupa íbúð í fyrsta sinn hefur ríkisstjórnin í raun fryst sölu á smáíbúðum til þess tíma.  Jafnframt er vitað að þetta stopp mun hafa áhrif uppúr skalann og mynda stíflu. Auðvitað orka allir skattar tvímælis en að skattleggja ungt fólk sem er að koma sér þaki yfir höfuðið í fyrsta sinn er algjör firra. Þessir skattar þyrftu að hverfa sem fyrst og fyrst loks er búið að ákveða þetta átti að gera það strax.
mbl.is Óttast stíflu á fasteignamarkaði fram til 1. júlí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins, loksins! Ný flugstöð í Reykjavík

20040226151013Þá er það loksins frágengið: Samgönguráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík hafa handsalað að byggja nýja flugstöð með hraði fyrir innanlands- og Færeyjaflugið.  Skúraræksnin sem að nafninu til hýsa flugið munu hverfa án söknuðar nokkurs manns. Af diplómatískum ástæðum verður flugstöðin kölluð samgöngumiðstöð.  En allir vita að þetta er nagli í líkistu þeirra hugmynda að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni. Ég brosi í kampinn yfir því.   flugfi

 

Kofaræksnin munu skjótt heyra sögunni til 


Geir Haarde er mikill söngvari og veit hvað hann syngur

Ég er einn þeirra sem kann vel við Geir Haarde, sem séra Pétur kallar Geirharð í Granaskjóli.  Ég þekki manninn aðeins af sjónvarpsskjánum, þar sem hann kemur fyrir sem ábyrgur landsfaðir. Hann á sé líka aðrar góðar hliðar t.d. sem alþýðlegur og gamansamur söngvari. En það er eitthvað sem segir mér að hann viti hvað hann syngur. Ég þekki það sem gamall sjóari að maður sefur værar með slíka menn við stjórnvölinn í brælu. Ég er ekki í sama flokk og "Geirharður" en það skiptir engu máli, þegar á móti blæs stendur áhöfnin með kallinum í brúnni. Smile                             geir_haarde_ficha_biografia


mbl.is „Gildra fyrir birni verður að koma á óvart"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hannes Hólmssteinn gegn einkavæðingu

Ég er endilega sammála því sem sumir vinstrimenn halda fram að það sé ósamræmi í því að Hannes Hólmsteinn vilji láta einkavæða allt sem hægt sé að koma í verð en neiti samt að láta einkavæða sig.  Hannes, (sem stundum er kenndur hornið) er þekktur fyrir að bulla heil ósköp þannig skilst mér að hann hafi skrifað greinar í erlend blöð þar sem hann vegsamar kvótakerfið og stórfellt skuldafen sjávarútvegsins og aflasamdrátt, sem hann kallar hagræðingu og telur að sé drifkraftur efnahagsframfara á Íslandi.  Samt læðist að mér sá grunur að ánægja Hannesar með kvótakerfið lúti að því að einkaaðilar geti veðsett sameign þjóðarinnar. Nú hefur verið hleypt af stokkunum söfnun fyrir Hannes til að greiða fyrir sektir vegna ritstulds á íslensku og óhróðurs sem hann skrifaði á ensku um nafngreindan mann.  Hannes er sannarlega skemmtilegur og kynlegur kvistur í mannflórunni og með öllu meinlaus.

 


mbl.is Segir Ísland ekki vera að bráðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin er enn hissa.

Í hádeginu bárust slæmar fréttir: Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch
tilkynnti að það hefði tekið
lánshæfismat íslensku viðskiptabankanna þriggja til skoðunar með
möguleika á lækkun.  Ef sú verður niðurstaðan munu lánakjör bankana
versna enn meir, með tilheyrandi vandræðum fyrir einstaklinga og
fyrirtæki. Hlutabréfavísitala og króna féllu í morgun og ekki bæta
þessar fréttir úr.  Staðan er þannig að ríkið verður að hjálpa til að
afstýra því að bankarnir fari á hausinn.
mbl.is Lánshæfi bankanna endurskoðað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisverð tillaga greiningardeildar Merrill Lynch til ríkisstjórnarinnar

oryggisradun

Greiningardeild Merrill Lynch, hvetur íslenska ríkið til að kaupa öll skuldabréf íslensku bankana sem eru á gjalddaga næstu þrjú árin, til að slá á þá upplausn og móðursýki sem upplausn sem tengist þeim. Áhættan í þessu er óveruleg þar sem eignastaða bankana er góð en vandi þeirra felst í fjármagnsflæði. Áhættan sem tekin er með því að gera ekki neitt er margfalt meiri. Ríkisstjórnin er enn hissa á ástandinu, hún hefur verið upptekin við að leysa ættflokkaríg í Afganistan og reyna að koma Íslandi í öryggisráðið.  Nú er rétt að setja þau gæluverkefni til hliðar og fjárfesta í þessu brýna verkefni. 

 

Sumir stjórnmálamenn sjá þessa stóla í hillingum.  

 

 


mbl.is Vildi gera Ís-land gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinnum okkur úr vandanum

Alþjóðleg matsfyrirtæki halda áfram að spá illa fyrir Íslandi. Sagt er að skuldir okkar séu meira en 1500 milljarðar umfram eignir og að sparifjáreigendur erlendis treysti ekki lengur íslenskum bönkum. Nú síðast segir matsfyrirtækið Fitch að það muni hugsanlega lækka lánshæfiseinkun Íslands. Það þýðir á mannamáli að ekki sé lengur hægt að taka lán erlendis á viðráðanlegum kjörum. Íslenskir ráðamenn gefa yfirlýsingar út og suður um að allt sé í himnalagi milli þess sem þeir vinna að kjöri Íslands í öryggisráðið. Davíð seðlabankastjóri talar um vonda menn í spákaupmennsku og hótar rannsókn. Ívar Pálsson skrifaði eftirfarandi innlegg um þetta:  

"Allt fólk í gjaldeyrisviðskiptum er spákaupmenn. Markaðurinn er framvirkur og stór gjaldeyriskaupandi eða -seljandi er ekkert verri en lítill. Öll viljum við hagnast, hvort sem það er með eða á móti krónunni. Þjóðerniskennd er ekki áhrifaþáttur á gjaldeyrismarkaði, því að hver og einn, íslenskur banki eða t.d. erlendur fjárfestingarsjóður, vill græða óháð þjóðernisuppruna gjaldmiðilsins.

Sjálfsskaparvítið var algert, þegar stýrivextir voru hækkaðir stöðugt, hunangi hellt út um allt en ekki búist við því að bjarndýrið, heimsmarkaður gjaldeyris, rynni á lyktina og vildi gæða sér á þessu þar til að það væri búið. Nú tekur sjálfsblekkingin við, að ætla að leita bjarndýrið uppi og skjóta það, fyrir það eitt að hegða sér eins og björn."


 Við eigum tvær endurnýjanlegar auðlindir þ.e. fiskveiðiauðlindina og hreina orku. Þess vegna erum við Íslendingar alls ekki á vonarvöl. En eins og málum er komið eigum við engan annan skynsamlegan kost í stöðunni en að hætta fleyja milljörðum á hverju ári með því að þenja út utanríkisþjónustuna og leggja allt í sölurnar, jafnvel efnahagslegu sjálfsstæði, til að komast í öryggisráðið. Tímabundið neyðumst við til að þrengja beltið um eitt gat, skipta byrðunum jafnar og borga okkar skuldir.  Þá getum við átt bjarta framtíð.  Aðrir betri kostir eru ekki í boði. 


mbl.is Fitch segir að einkunn Íslands gæti lækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband