Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
Utanríkisráðherra
Sunnudagur, 30. mars 2008
Stundum hefur það dugað stjórnmála mönnum til fylgis að geta bent á töfralausnir svo sem sauðnaut, mink og laxeldi. Sjónhverfingar eins og að leysa tröllvaxin vandamál sjávarútvegs með því að okra á byggðakvóta eru af sama toga. Ljóst er að ekki er hægt að kenna krónunni um verðbólgu, ekki frekar en hægt er að kenna henni um hagstjórnarleg mistök. Og ekki verður krónunni kennt um að ríkissjónin fór ekki að ráðum OECD sem hvatti hana til að draga úr þenslu en þeir vildu ekki hlusta. Nú virðist það henta mörgum að fá blóraböggul, þá beinist athyglin frá þeim sjálfum og þeir geta á meðan einbeitt sér ótruflaðir að því að leysa vandamál Íraks og Afganistan.
- Nú liggur fyrir að ef við missum krónuna töpum við hagstjórnartæki og hér gæti myndast stórfellt atvinnuleysi ef tekjur dragast saman.
- Enn meiri nauðsyn yrði að sýna varkárni í hagstjón því ekki væri hægt að breyta gengi, þó tekjur brygðust
- Algjör nauðsyn yrði að sýna hófsemd í launahækkunum af sömu ástæðum, að öðrum kosti brysti á fjöldaatvinnuleysi.
- Upptaka Evru er því aðeins möguleg að Ísland gangi í Evrópusambandið og afsali sér forræði yfir fiskimiðunum.
- Jafnvel þó samningar myndu nást um slíkt tæki ferlið 5-6 ár.
- Skilyrði fyrir inngöngu er að hér sé verðbólga undir 2,5%, þannig að það eru blekkingar að Íslendingar geti komið verðbólgunni niður með því að ganga í Evrópusambandið. Því er öfugt farið.
- Með því að utanríkisráðherra er sífellt að tala niður krónuna er hún að dýpka vandann og fjarlægjast markmið sitt sem er að koma Íslandi í Evrópusambandið.
![]() |
Erfiðar ákvarðanir framundan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt 1.4.2008 kl. 07:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Hvað segir Árni Johns um þetta?
Laugardagur, 29. mars 2008


![]() |
Varar við Sundagöngum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísitöluþrælarnir munu finna fyrir keyrinu, vonandi sligast þeir ekki
Miðvikudagur, 26. mars 2008

![]() |
Sparisjóðir hækka vexti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nancy Pelosi ræði við íslensk yfirvöld um kvótakerfið
Sunnudagur, 23. mars 2008
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings er mikill mannréttindafrömuður og hefur m.a. beitt sér fyrir úrbótum í Darfur og Tíbet og er það vel. Á Íslandi ríkir tvöfalt siðgæði, stjórnmálamenn víkja sér undan því að ræða það lénsskipulag sem tíðkast í sjávarútvegi, þar sem leiguliðar þurfa að greiða allt að 80% af andvirði aflans til kvótagreifa og af restinni þarf leiguliðinn síðan að greiða allan reksturskostnað. Á sama tíma eru þessir sömu stjórnmálamenn að flandra um allan heim og eyða hundruðum milljóna og jafnvel milljörðum, til að snapa atkvæði í öryggisráðið. Nú líður hratt tíminn sem íslenskum stjórnvöldum var gefin til að skýra hvernig þau hefðu leyst málið.
Íslensir sjómenn binda vonir við Nancy Pelosi.
![]() |
Segja Pelosi skapvonda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Útrásin á krít - Kauphöllin hrynur - Árangur í Afganistan
Miðvikudagur, 19. mars 2008
Ríkisstjórnin hlustaði ekki á ráðleggingar OECD, sem hvöttu til aðhalds í rísfjármálum og að skattalækkunum yrði frestað. Davíð í seðlabankanum var skilinn einn eftir með vandann sem alnafni hans í forsætisráðherrastól skóp. Sameign þjóðarinnar hefur verið veðsett í útlöndum og Íslenska þjóðarbúið skuldar 1800 milljarða umfram eignir. Gengið heldur áfram að falla og bensínið hækkar örugglega aftur í kvöld. Góðu fréttirnar eru þær að Ingibjörg Sólrún er orðin margs vísari um rót gamalla deilumála milli ættflokka í Afganistan og gerir sér vonir um að ríkisstjórnin muni styðja aðild Íslands að öryggisráðinu. Samt vona ég innst inni að Afganir gerið það ekki því betra væri að nota peningana í að borga skuldir en fyrir setu í ráðinu
Neider Muhammed er stoltur af sverðinu
Þessir afgönsku lögreglumenn í Kabúl höfðu aldrei heyrt talað um öryggisráðið en eru samt til í að styðja Ingibjörgu í það.
![]() |
Hrun í kauphöllinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt 20.3.2008 kl. 14:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ætli maður hafi efni á að komast í bústaðinn?
Mánudagur, 17. mars 2008
![]() |
Eldsneytisverð hækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vertíðarlok - Stuttri en snarpri loðnuvertíð lokið
Sunnudagur, 16. mars 2008
Í kvöld var flotinn að veiði upp í landsteinum austan við Heimaey. Loðnan er sest og stuttri en snarpri vertíð er líklega lokið. Gagnrýnt hefur verið hvað vertíðin fór seint í gang og þar sem hver dagur skiptir gríðarlegu máli fyrir þjóðarbúið þykir mörgum undarlegt að ekki skuli vera hægt að taka ákvarðanir um helgar. Starfsfólk útgerðirnar og fiskvinnslan tóku höndum saman um að gera sem mest úr þessum verðmætum, á þessum stutta tíma.
Sjómenn og fiskverkafólk, við þökkum fyrir okkur
![]() |
Við veiðar uppi í landsteinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stýrivextir redda þeir öllu?
Föstudagur, 14. mars 2008
Sumir virðast halda að varnir gegn verðbólgu sé einkamál Seðlabankans enda voru allar ráðleggingar OECD í efnahags-og skattamálum hundsaðar til skamms tíma. Afleiðingin var sú að verðbólgan fór af stað og seðlabankinn brást við með þeim eina hætti sem honum var unnt, með því að hækka stýrivexti. Þessar sífelldu hækkanir á stýrivöxtum virðast hafa sáralítil áhrif á verðbólgu enda sækja menn sér bara lánsfé til útlanda (framhjá stýrivöxtunum) ef þeir kjósa svo. Þannig hefur lánsfé sogast inní landið í formi almennra lána, húsnæðislána, fyrirtækjalána, bílalána og síðast en ekki síst jöklabréfa. Þannig hefur seðlabankinn, í stað þess að hamla verðbólgu, eins og að var stefnt, komið landinu í vítahring. Þó Davíð sé nýliði þarna hlýtur hann að vera búinn að átta sig á þessu.
Mikill vaxtamunur á USA & Evru svæðinu miðað við Ísland.
Hærri stýrivextir í USA hafa ekki hamið verðbólgu.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ingibjörg Sólrún fær prik fyrir þetta.
Föstudagur, 14. mars 2008
Það er gott að Ingibjörg Sólrún skuli hafa gefið sér tíma frá kapphlaupinu um að komast í öryggisráðið til að bera hönd fyrir höfuð íslensku bankana. Ingibjörg getur verið skeleggur og öflugur talsmaður þeirra sjónarmiða sem hún berst fyrir. Ég er aftur á móti ekki sammála henni um að okkur sé best borgið í Evrópubandalaginu. Ekki bara vegna þess að það muni rústa sjávarútveginn, heldur vegna þess svigrúms sem við höfum utan þess t.a.m. fyrir bankana. Talið er að sá mikli uppgangur sem verið hefur í fjármálalífi Írlands og Luxemburg sé brátt á enda vegna þess að Efnahagsbandalagið muni brátt samræma skattastefnu sína. Í því gæti falist mikil tækifæri fyrir íslenska banka.
![]() |
Dönsku bankarnir keppa við þá íslensku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Íbúðaverð er byrjað að lækka, hefur áhrif á vísitölu - plúsar og mínusar
Fimmtudagur, 13. mars 2008
Íbúðaverð er greinilega byrjað að lækka. Þetta þýðir að verðbólgan er á niðurleið, þar sem húsnæðisliðurinn í neysluvísitölunni er alltaf fyrstur upp og fyrstur niður. Þetta eru slæmar fréttir fyrir þá sem skulda erlend lán þar sem stýrivextir munu lækka og þá lætur gengið eftir og lánin hækka.
Ef íbúðir eru mjög skuldsettar getur fólk tapað þvi sem það á í íbúðini sinni í dag.
Á móti kemur að greiðslubyrðin lækkar þar sem lægra húsnæðisverð heldur aftur af neysluvísitölunni og þar með hækkun lánanna.
![]() |
Íbúðaverð lækkaði um tæpa prósentu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |