Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
Þetta sögðu bankarnir líka
Miðvikudagur, 10. desember 2008
Ég fæ alltaf einkennilega tilfinningu þegar einhver kveður sér hljóðs á mannfagnaði til að lýsa því yfir í heyranda hljóði að hann eða hún sé heiðarleg manneskja. Reynslan hefur kennt mér að slíku fólki er illa treystandi og ef viðkomandi segist vera strangheiðarlegur tel ég fingurna eftir að hafa heilsað viðkomandi.
Bakkavör hefur sent frá sér yfirlýsingu um "að grunnrekstur félagsins sé sterkur og reksturinn sé arðbær, sjóðsmyndun sterk og félagið njóti góðra tengsla við bæði viðskiptavini og birgja og viðskiptakjör milli aðila séu eðlileg."
Hvað er þá að?
![]() |
Bakkavör segir grunnrekstur sterkan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það á að selja orkuna hæstbjóðanda
Laugardagur, 18. október 2008

![]() |
Fylgjast náið með niðursveiflu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
ESB býðst til að skuldsetja Íslendinga í 7 ættliði
Fimmtudagur, 16. október 2008

![]() |
Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Stuðningur ESB að undirlagi Breta
Fimmtudagur, 16. október 2008

Bretar eru að spila þann leik sem þeir kunna best. Með því að fá ESB til að lýsa því yfir að "sýna þurfi Íslandi stuðning í baráttunni við fjárhagslegt hrun". Undanfarið hafa þeir leikið þann leik að senda vinaleg bréf og senda diplómata sem sýna af sér fágun og kurteisi meðan stjórnmálamenn þeirra tala í myndavélarnar og senda okkur tóninn jafnframt því sem þeir beita hryðjuverkalögum og leggja á ráðin að knésetja íslenskt fyrirtæki í Bretlandi. Stuðningurinn sem þeir bjóða er að lána Íslendingum svo stjórnmálamenn geti samið við Breta um að borga allar skuldir bankanna og skuldsett komandi kynsóðir.
Ég vil trauðla trúa því að Samfylkingin vilji draga landið í þá gildru. Sé það svo, mætti ég þá heldur þiggja ráð Davíðs í þessu máli.
![]() |
ESB-leiðtogar styðja Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íslandsvinurinn Abramovich kaupi Baug
Mánudagur, 13. október 2008

![]() |
Abramovich fékk 97% atkvæða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fagnandi þorskar í fjörugri veislu
Sunnudagur, 12. október 2008
Það hlýtur að vera gaman að vera þorskur í Breiðafirði núna, þegar allt er að fyllast af síld skammt utan Stykkishólms. Þorskurinn hefur verið óvenju magur og rýr í Breiðafirðinum sem er ein stærsta hrygningarslóð þorskins hér við land. Þess vegna samgleðjast sjómennirnir þorskunum, jafnframt því sem þeir eru að fylla næturnar af feitri og fallegri síld.
Ekki veitir af að búa til gjaldeyri núna.
![]() |
Á síld innan við Stykkishólm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Guð forði okkur frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum
Laugardagur, 11. október 2008
Þar sem Aljóðagjaldeyrissjóðurinn nær hreðjataki á ríkjum t.d. í Afríku og S-Ameríku setja þeir ýmiss skilyrði en þessi eru algengust:
1. Kröfur um að grunnatriði þjónustu við almenning verði aflögð með öllu
2. Náttúruauðlindir verði SELDAR og það STRAX.
3. Þar sem ekki eru til aurar innanlands, verði að selja útlendum aðilum auðlindirnar. S:S Kananum eða þeim sem þeir hafa velþóknun á.
![]() |
Rússar og IMF sameinist um lán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lykillinn að lausn efnahagsvandans
Föstudagur, 25. júlí 2008

Ríkisstjórnin hefur sýnt mikinn dug í að reyna að komast í öryggisráðið en stendur algjörlega ráðþrota gagnvart efnahagsvandanum. Veðbólga hefur ekki verið hærri í 18 ár og fer vaxandi. Helst er talað um að taka erlent lán fyrir 500 eða jafnvel 1000 milljarða króna til að bjarga bönkunum. Vextir af slíku láni yrðu amk 30 til 40 milljarðar á ári. Vanamálið í hnotskurn er ekki flókið við höfum eytt meiru en aflað hefur verið. Jón Kristjánsson fiskifræðingur hefur bent á einfalda og örugga lausn vandans sem sé sú að fara aftur að veiða þorsk við Íslandsstrendur. Þó við myndum ekki veiða nema helming þess afla sem við veiddum áður en kvótaruglið byrjaði myndi skapa tug milljarða beinharðan gjaldeyri og við þyrftum ekki að taka nein lán, jafnvel ekki fyrir öryggisráðsóráðsíunni.
Sjávaútvegsráðherra getur leyst efnahagsvandann
Fimmtudagur, 24. júlí 2008
Einn reyndasti og besti fiskifræðingur landsins Jón Kristjánsson, skrifaði ágæta grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann kom með einu haldbæru lausnina út úr efnahagsvandanum. Hún fólst ekki í því að taka risa lán í útlöndum á lán ofan heldur að auka tekjur. Tillaga hans er sú að einfaldlega sú að fara að veiða þorsk og kasta kvótakerfinu fyrir róða. Hann bendir réttilega á að tilraunastarfsemi Hafrannsóknarstofnunar í 30 ár hafi algjörlega mistekist. Því sé ráð að reka þjálfarann og leyfa nýjum mönnum að spreyta sig. Ef farið yrði úr aflamarkinu myndi brottkast hverfa bara sú aðgerð ein myndi hjálpa gríðarlega.
Afnám kvótakerfisins myndi leysa allan efnahagsvanda og gott betur. Það myndi hleypa nýju lífi í landsbyggðina og leysa öll umferðvandamál í höfuðborginni.
Efnahagsstjórnunin fær falleinkunn frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum
Sunnudagur, 6. júlí 2008
