Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
Tímasetning kvótaaukningar í þágu bankana.
Mánudagur, 19. janúar 2009
Margir hafa velt því fyrir sér af hverju Einar K. Guðfinnsson valdi akkúrat þessa tímasetningu til að auka þorskkvótann, þegar markaðsaðstæður eru slæmar til að selja fiskinn sbr eftirfarandi
Svarið við spurningunni er hérna:
Það á sem sé ekki að veiða fiskinn núna!
Fjöldi útgerða eru verulega yfirveðsettar og því er ljóst að hluti kvótans mun fara í þrotabú og aflaheimildirnar fara upp í skuldir kröfuhafa, sem eru innlendir og erlendir bankar.
Aukinn kvóti mun því bæta veðhæfnina og lengja í hengingarólinni, fram yfir kosningar.
![]() |
Valdið er hjá ráðherranum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt 20.1.2009 kl. 00:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Álverð þokast uppávið Ísland á ýmsa möguleika
Sunnudagur, 4. janúar 2009
Íslendingar eru að sigla inn í kreppu og eru undir miklum þrýstingi að finna góð atvinnutækifæri. Undanfarið misseri hefur ál verið á brunaútsölu og lægst fór það fyrir um 3 vikum niður í 1465$ fyrir tonnið en hefur nú hækkað um rúma hundrað dali frá því verði eða í 1570$ pr tonn. Því er ljóst að samningsstaða Íslands gæti verið betri svo ekki sé meira sagt. Undanfarið hafa verið byggð álver í Kasakstan, Indlandi og Kína en búist er við frekari lokunum í Kanada og Bandaríkjunum snemma á þessu ári. Þess vegna má búast við að raforkusala Landsvirkjunar, sem rekin er með tapi fari aftur að skila hagnaði í næsta mánuði, enda eru framvirkir samningar hærri. Sjá hér
Fyrir skömmu ræddi Þórólfur Árnason forstjóri SKÝRR um þróun og möguleika hugbúnaðarins á Íslandi. Hann sagði að hugbúnaðarfyrirtækin hafi þrifist þrátt fyrir mjög hátt gengi en nú blómstruðu þau mörg hver, þar sem þau fengju helmingi fleiri krónur fyrir sömu vinnu. Hugbúnaðarfyrirtæki hafa vaxið án atbeina stjórnvalda og sá iðnaður er ein fárra atvinnugreina sem er að bæta við sig fólki núna.
Færeyingar sýndu fram á að sjávarútvegurinn getur skilað mun meiri arði ef hann losnar úr viðjum kvótans. Þannig myndi brottkastið hverfa og hægt væri spara dýrt og óskilvirkt eftirlitskerfi. Þá er hægt að veiða mun meira með því að grisja hval þó ekki væri nema lítilsháttar.
Verðsveiflurnar á áli sýna að við ættum ekki að sækjast eftir því sérstaklega að hafa fleiri álegg í einni og sömu körfunni enda er raforka eftirsótt í ýmislegt.
Losnum við úrræðalausu ríkisstjórnina og leyfum þúsund blómum að spretta
Lifi Ísland
![]() |
Helguvík í gang 2011 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Geir telur ólíklegt að honum hafi orðið á
Miðvikudagur, 31. desember 2008
Geir telur frekar ólíklegt að honum hafi orðið á.
Setur þó þennan varnagla:
Hafi mér orðið á þá þykir mér það leitt,
Það stefnir því allt í að auglýsingin verði notuð áfram.
![]() |
Brýnt að herða reglur um hegðan á fjármálamarkaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt 1.1.2009 kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Enginn niðurskurður í Afganistan
Sunnudagur, 21. desember 2008
Það er enginn niðurskurður hjá íslenska ríkinu í Afganistan. Fyrr á árinu fór Ingibjörg til Afganistan, til að kynna sér landlægar og aldagamlar ættflokkadeilur þarlendra. Þá ákvað hún að auka þátttöku Íslands hernaðinum og sagði meðal annars: Þetta er gríðarlega öflugt, hæft og vel menntað fólk sem ég hitti hér í kvöld. Við getum verið mjög stolt af Íslendingum sem eru að starfa hérna, því þetta er kraftmikið og kjarkmikið fólk.
Þessir afgönsku lögreglumenn höfðu að sögn aldrei heyrt um öryggisráðið en vildu samt styðja Ísland í það.
![]() |
Fleiri bandarískir hermenn sendir til Afganistan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það er eitthvað geðugt við Jóhannes í Bónus.
Laugardagur, 20. desember 2008
Það er eitthvað geðugt við Jóhannes í Bónus, hann er alþýðlegur maður sem hefur alltaf nennt að vinna. Velgengni sína í verslun á hann meðal annars að þakka góðu starfsfólki, sem hann umgengst sem fremstur meðal jafningja. Fyrir fáum árum var verið að selja ávexti um allan bæ á svipuðu verði og plastpokinn sem þeir fylltu. Þá gengu starfsmenn samkeppniáseftirlitsins brosandi út úr búðum með jafn fullar körfur og hinir. Núna er Bónus sektaður fyrir að selja ódýra mjólk. Reglur þurfa að vera skýrar og beiting þeirra má ekki vera handahófskennd. Getur verið að þetta harða viðbragð yfirvalda núna gegn Bónus sé tekið undir áhrifum bankakreppunnar?
![]() |
Dapurleg jólagjöf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fá kvótahafar niðurfelldar skuldir?
Föstudagur, 19. desember 2008

![]() |
Staðið verði við kröfur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Útrásarvíkingur með öklaband
Fimmtudagur, 18. desember 2008
Bernard Madoff, bandarískur útrásarvíkingur, einn af virtustu fjármálamönnum New York gengur nú með ökklaband eftir að hafa orðið uppvís að því að svíkja út 6500 milljarða króna. Nokkrir kunnir Íslendingar eru meðal fórnarlamba hans. Þetta er áttföld sú upphæð sem við skuldum í Jöklabréfum en hann er samt ekki nema hálfdrættingur miðað við íslensku bankana. Vel af sér vikið fyrir mann á áttræðisaldri!
Bernard Madoff er góðlátlegur útrásarvíkingur
![]() |
Madoff í stofufangelsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hana langar greinilega á fleiri handboltaleiki
Mánudagur, 15. desember 2008
Þorgerður Katrín er augljóslega til í að gera allt til að halda völdum, fyrst hún er tilbúin til að fórna sjávarauðlindinni, okkar eina möguleika til að komast út úr skuldafeninu, til þess eins að halda í stjórnarsamstarfið við Samfylkinguna. Sjávarútvegurinn er eina máttarstoðin sem efnahagur okkar stendur á eftir að álverð lækkaði niður í 1500$ fyrir tonnið, þó það eigi eftir að koma upp.
Sveiattann!
Það er nú heldur aumt hjá ábyrgðarlausum stjórnmálamönnum að kenna krónunni óábyrga efnahagsstjórn.
![]() |
Ekkert annað hægt en sækja um aðild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hver verður þróun álverðs? Sennileg hækkun í febrúar
Mánudagur, 15. desember 2008
Ein og sjá má á meðfylgjandi töflum hér hefur álverð hríðlækkað undanfarna 6 mánuði og með ógnarhraða síðustu tvo mánuð, og er nú komið undir 1500$ tonnið, Og þó verð eigi að vera viðskiptaleyndarmál er alveg ljóst að Landsvirkjun er byrjuð að borga með Kárahnjúkavirkjun miðað við óbreytt álverð. Ný álaver hafa verið byggð í Kasakstan, Indlandi og Kína en undanfarna mánuði hafa mörg álver dregið úr framleiðslu og önnur, einkum Kanada og Bandaríkjunum, eru að loka í ársbyrjun 2009. Áhrif þessara lokana ættu að koma fram í verðlagið í febrúar á næsta ári
![]() |
Hætt við stækkun í Straumsvík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvalveiðar með augum útlendinga
Fimmtudagur, 11. desember 2008
