Þetta sögðu bankarnir líka

Ég fæ alltaf einkennilega tilfinningu þegar einhver kveður sér hljóðs á mannfagnaði til að lýsa því yfir í heyranda hljóði að hann eða hún sé heiðarleg manneskja. Reynslan hefur kennt mér að slíku fólki er illa treystandi og ef viðkomandi segist vera strangheiðarlegur tel ég fingurna eftir að hafa heilsað viðkomandi.

Bakkavör hefur sent frá sér yfirlýsingu um "að grunnrekstur félagsins sé sterkur og reksturinn sé arðbær, sjóðsmyndun sterk og félagið njóti góðra tengsla við bæði viðskiptavini og birgja og viðskiptakjör milli aðila séu eðlileg."

Hvað er þá að? 


mbl.is Bakkavör segir grunnrekstur sterkan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ha ha það er eins og mannsekja sem segir ég er að segja þér satt, hún er mjög líklega lygari. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.12.2008 kl. 00:59

2 Smámynd: Jens Guð

  "Við munum ekki borga erlendar skuldir óreiðumanna sem hafa farið gáleysislega."

Jens Guð, 10.12.2008 kl. 02:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband