Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Finnur ekki í persónulegum ábyrgðum
Þriðjudagur, 23. júní 2009
Langflug gjaldþrota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Skoskir sjómenn hlakka til að fá fullan aðgang að Íslandsmiðum
Laugardagur, 31. janúar 2009
Haft er eftir Bertie Armstrong, framkvæmdastjóra skoska sjómannasambandsins, að skoskir fiskimenn hafi verið reknir af Íslandsmiðum eftir tvö þorskastríð á áttunda áratug síðustu aldar. Við lítum til þess, að Íslendingar eru nú að fara bónarveg til Evrópusambandsins og vonum að það verði til að við fáum aðgang að þeirra sjávarútvegi."
Alistair Carmichael, sem er þingmaður á enska þinginu fyrir Orkneyjar og Hjaltland, segir að aðild Íslands að ESB muni hrista upp í stjórnkerfi sambandsins vegna þess að íslenska ríkisstjórnin muni ekki þola núverandi kerfi miðstýringar og gagnsleysis en endurskoða á sjávarútvegsstefnu ESB á næstu árum. Atkvæðavægi Íslands verður væntanlega u.þ.b. hálft prósent.
Skoskir sjómenn vilja að Ísland gangi í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (55)
Til hamingju Vilhjálmur
Laugardagur, 24. janúar 2009
Mig langar að óska Vilhjálmi Bjarnasyni innilega til hamingju með sigurinn í héraðsdómi. Þessi sigur er ekki bara persónulegur sigur fyrir Vilhjálm heldur skerpir hann á leikreglum í hlutafélögum þannig að reistar eru skorður við því hvernig stjórnarmenn ráðstafa eignum til að þeir geti ekki mismunað hluthöfum. Eftir þennan dóm ætti að vera fýsilegri kostur fyrir minni fjárfesta að leggja fé i atvinnustarfsemi.
Vilhjálmur Bjarnason
Gætu þurft að greiða út 35 milljarða króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 02:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Maðurinn er geðveikur
Mánudagur, 5. maí 2008
Segir Fritzl ósakhæfan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Allir geta fengið lyfið innan tíðar! Vonandi fá MS sjúklingar bót
Laugardagur, 29. mars 2008
Reynsla af Tysabri góð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gleðilega páska!
Sunnudagur, 23. mars 2008
Í gær fóru börn á öllum aldri um holt og móa að leita páskaeggja. Í dag brjóta börnin eggin sín og lesa málshætti. Páskalambið er borið fram með Ora grænum baunum og brúnuðum kartöflum og fjölskyldan hreiðrar um sig í stofunni og hlustar á messu sama hverrar trúar menn eru. Þá reikar hugurinn til Pílatusar, sem var heiðingi eins og ég en var þvingaður til að láta krossfesta Krist. Skyldi hann hafa valið páskana í von um lýðurinn veldi Krist í stað Barrabasar? Spyr sá sem ekki veit. Ég sendi kristnum vinum mínum og fjölskyldu bestu óskir um gleðilega páska.
Guðspjall Mrk 16.1-7 (sumir álíta að þarna sé að finna þungamiðju kristninnar)
En hann sagði við þær: Skelfist eigi. Þér leitið að Jesú frá Nasaret, hinum krossfesta. Hann er upp risinn, hann er ekki hér. Sjáið þarna staðinn þar sem þeir lögðu hann. En farið og segið lærisveinum hans og Pétri: Hann fer á undan yður til Galíleu. Þar munuð þér sjá hann eins og hann sagði yður.
Upprisan tákn gleði og vonar" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Er Bin Laden í Wasington?
Föstudagur, 21. mars 2008
Bin Laden og Bush eiga margt sameiginlegt. Báðir eru þeir trúarofstækismenn. Báðir telja þeir sig vera handgengna Guði og að þeir fari með vald hans hér á jörðu. Báðir trúa þeir á heilagt stríð og svo mætti lengi telja. Margir telja að þeir kumpánar séu í raun kunningjar og allt ófriðartal þeirra sé í raun ekkert annað sýndarmennska. Nýlega barst mér í hendur mynd sem virðist einmitt sanna þetta og að Bin Laden komi fram fyrir hönd félaga síns Herra Bush. Aðrar heimildir herma að Bush bergði sér og í gerfi Bin Laden, sem sé hættur að hafa gaman af þessum ærslalátum Bush.
Ný upptaka með bin Laden | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt 22.3.2008 kl. 13:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fjölskylduhjálpin, ómetanlegt starf.
Fimmtudagur, 20. mars 2008
Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, hringdi í mig og bað mig, vegna forfalla, um hjálpa til við að útdeila páskamat til nauðstaddra í gær og var það auðsótt mál. Ég og mitt fólk hefur aldrei skort nauðsynjar og þó maður hafi heyrt af fátækt kom mér á óvart sár neyð fólks sem vegna sjúkdóma eða fötlunar getur ekki séð sér og börnum sínum farborða.
Formaður Fjölskylduhjápar Íslands
Það var óvenju mikið að gera í gær þegar yfir 200 fjölskyldur, sem skrá höfðu sig á biðlista, leituðu aðstoða. Enginn fór tómhentur heim, og það var sterk tilfinning að horfa í augu fátækra og þakklátra barna sem auðsjáanlega höfðu lítið fyrir sig að leggja en gátu hlakkað til páskamatarins eins og önnur börn.-
Fyrir þetta vil ég þakka:
Ég vil þakka Ásgerði Jónu fyrir hennar frumkvæði. Ég vil þakka fyrirtækjum og einstaklingum sem leggja starfseminni til mat og fjármagn. Ég vil þakka sjálfboðaliðunum fyrir að leggja hönd á plóg. Að lokum vil ég þakka fyrir þá ánægju að fá að gleðja þá sem minna mega sín.
Ómetanlegt starf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
32% hækkun álverðs frá áramótum
Þriðjudagur, 18. mars 2008
Þegar álverð reis hæst fyrir um 10 dögum hafði það hækkað um 36% frá áramótum í dollurum en síðan hefur það verið á nokkru flökti 2n er nú 32% hærra en um áramót. Helstu ástæður hækkunarinnar má rekja til aukinnar eftirspurnar á áli í Austur-Asíu og vegna hærra raforkuverðs og síðast en ekki síst kuldakastsins í Kína. Á móti kemur 9% lækkun dollars gagnvart evru. Haldist verðið þetta hátt út árið svara áhrifin til þokkalegrar loðnuvertíðar og hefur gríðarleg áhrif á rekstur Landsvikjunnar og þjóðarbúsins alls. Því er spáð að álframleiðsla muni aukast um 7% á árinu en eftirspurnin um 8%.
Burt séð frá umhverfisþættinum, sem er umdeildur, þá hljóta þessir framkvæmdir, ef af verður, að verða lyftistöng fyrir Hitaveitu Suðurnesja og Orkuveitu Reykjavíkur.
Norðurál
Engin óvissa vegna orkuöflunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ætli maður hafi efni á að komast í bústaðinn?
Mánudagur, 17. mars 2008
Eldsneytisverð hækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |