Allir geta fengið lyfið innan tíðar! Vonandi fá MS sjúklingar bót

Það eru óneitanlega góðar fréttir ef tekist hefur að finna gott lyf við MS. Mér er þetta hugleikið  enda á ég góða vini og ættingja sem eiga við sjúkdóminn að stríða. Mænusigg, sem í daglegu tali gengur undir nafninu MS er taugasjúkdómur sem tengist röskun ónæmiskerfisins.  Það er merkilegt að þessi sjúkdómur virðis að mestu bundinn við Vesturlönd. Eftir samtöl mín við fólk sem þekki sjúkdóminn af eigin raun er ég sannfærður um að umhverfisþátturinn þ.m.t. rétt hreyfing, mataræði og hvíld hafa verið stórlega vanmetin. miklar vonir hafa verið bundnar við nýjasta lyfið, Tysabri, sem 14 sjúklingar fengu til að byrja með en áætlað er sá hópur stækki í 50 manns næstu daga. Erlendar rannsóknir á lyfinu sýna afgerandi árangur og sú litla reynsla sem hefur verið innanlands lofar góðu. Að sögn Hauks Hjaltasonar taugalæknis má reikna með að allir geti fengið lyfið innan tíðar:                                    Nánar fræðslufundur MS um lyfið.
mbl.is Reynsla af Tysabri góð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Erlingur ég hef heyrt fliei slíkar sögur.

Sigurður Þórðarson, 29.3.2008 kl. 10:39

2 Smámynd: Anna Lilja

Fyrirgefið fáfræði mína, en hvað eru amalgamfyllingar?

Anna Lilja, 29.3.2008 kl. 13:33

3 Smámynd: Snorri Gestsson

"þeir sem þurfa fá" það eru 330 greindir með ms. í dag það er talað um að 50 fái lyfið þ.e. 18% af greindum, við skulum samgleðjast með þeim sem fá að prufa, en mér sýnist að lappadráttur , sýndarmennska og auglýsing á gæðum kerfisins ráði ferð, já ég er fúll og ef einhverjir af 82% sem sitja heima og spyrja sig og sína afhverju ekki ég , hafið þið svör fyrir þá ?

Snorri Gestsson, 29.3.2008 kl. 14:29

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Anna, það er öðru nanfni nefnt kvikasilfur í tönnum eða réttara sagt tannfyllingum

Sigurður Þórðarson, 29.3.2008 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband