Fjölskylduhjálpin, ómetanlegt starf.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, hringdi í mig og bað mig, vegna forfalla, um hjálpa til við að útdeila páskamat til nauðstaddra í gær  og var það auðsótt mál. Ég  og mitt fólk hefur aldrei skort nauðsynjar og þó maður hafi heyrt af fátækt kom mér á óvart sár neyð fólks sem vegna sjúkdóma eða fötlunar getur ekki séð sér og börnum sínum farborða. Mynd_0259211

 

Formaður Fjölskylduhjápar Íslands

 

 Það var óvenju mikið að gera í gær þegar yfir 200 fjölskyldur, sem skrá höfðu sig á biðlista, leituðu aðstoða. Enginn fór tómhentur heim, og það var sterk tilfinning að horfa í augu fátækra og þakklátra barna sem auðsjáanlega höfðu lítið fyrir sig að leggja en gátu hlakkað til páskamatarins eins og önnur börn.-    

                       Fyrir þetta vil ég þakka:

Ég vil þakka Ásgerði Jónu fyrir hennar frumkvæði. Ég vil þakka fyrirtækjum og einstaklingum sem leggja starfseminni til mat og fjármagn. Ég vil þakka sjálfboðaliðunum fyrir að leggja hönd á plóg.    Að lokum vil ég þakka fyrir þá ánægju að fá að gleðja þá sem minna mega sín.Heart

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Ómetanlegt starf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Hjartað mitt brestur þegar ég heyri um neyð. Ég þakka þér fyrir að benda á þetta og ég vona að sem flestir styðji þessa frábæra starfsemi. Þúsund kall eru nokkrir lítrar af mjólk bara svona til viðmiðunar hvað eitt smátt getur gefið mikið.

Ég bið þér blessunar kæri vinur, þú ert einstakur og hjartahlýr maður sem er gaman að kynnast. Enda eigum við sameiginlegan vin sem ber þér gott orð

Linda, 20.3.2008 kl. 16:36

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kæra Linda, þakka þér innilega fyrir stuðninginn og hlý orð.

Ég fékk Guðstein (okkar sameiginlega vin) með í gær til að hjálpa til og við ætlum báðir að leggja þessu lið. Þú ert sjálf innilega velkomin ef þú hefur tök á að hjálpa, það er mikl blessun fólgin í því að afstýra að lítil börn þurfi að líða skort.

Ég óska þér og þínum alls góðs og gleðilegra páska.

Sigurður Þórðarson, 20.3.2008 kl. 16:45

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Siggi sæti og flotti. Þú ert kúl.

Ég er svo ósátt hvernig þetta þjóðfélag er gagnvart þeim sem minna mega sín. Mér finnst að  líknarfélög eiga að vera í samstarfi við ríki, borg, bæi og þorp en því er ekki að heilsa. Persónulega finnst mér þetta vera verk ríkis, borgar, bæja og þorpa  og að líknarfélögin séu undir þeirra verndarvæng og fái allan þann stuðning sem þarf og einnig áfram með öllum því góða fólki sem hefur verið í samstarfi við líknarfélögin.

Ég las á bloggi í janúar að bæði Fjölskylduhjálpin og mæðrastyrksnefnd hefðu þurft að loka rétt fyrir jól og opnuðu ekki fyrr en seint í janúar. Sumir sögðu að það væri vega þess að félögin væru í leiguskuld við Reykjavíkurborg. Ef svo er þá er þetta mjög alvarlegt mál. Og hugsa sér að það var læknir sem stýrði borginni.

Á sama tíma vilja sumir flytja og flytja inn útlendinga. Ef við getum ekki séð fyrir þessu fólk sem þarf á hjálp að halda, getum við þá hjálpað öllum sem bætast við þ.e. innflytjendum. Ég er algjörlega á móti því að flytja inn fólk sem yrði bjargarlaust hér. Fólki sem er atvinnulaust, vantar sómasamlegt heimili, skortir mat og klæðnað. Ef við erum að taka á móti fólki  þá eigum við að vera fyrirmyndar gestgjafar.

Frjálslyndarbaráttukveðjur fyrir réttlætinu.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.3.2008 kl. 17:10

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Já, það var virkilega gaman að taka þátt í þessu, og ætla ég að reyna koma sem oftast, þar sem ég sá með eigin augum hve neyðin er mikil. Takk fyrir að hafa mig með Siggi minn, og megi algóður Guð blessa þig og þína yfir hátíðarnar.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.3.2008 kl. 17:35

5 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Siggi mágur,

mikið er gott að heyra að þú sért svona duglegur við að leggja bágstöddum lið. Þar iðkar þú kristilegan kærleika. Megi hann gegnsýra allt þitt líf. Amen.  

Gunnar Skúli Ármannsson, 20.3.2008 kl. 23:16

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk mín kæra Rósa, þetta er alveg rétt hjá þér.  Vegalausir útlendingar eru vaxandi fjöldi meðal þeirra sem eru í vanda og leita á náðir hjálpastofnana eins og Fjölskylduhjálparinnar. Góðu fréttirnar eru að Fjölskylduhjálpin er að styrkjast.  Allir sem leituðu aðstoðar nú fyrir páskana fengu aðstoð, en það var svo sem enginn afgangur. Þakka þér Guðsteinn góðar kveðjur og óskir ég endurgeld þér og þínu fólki það með ósk um góða og náðuga daga fyrir norðan. Við "vopnabræðurnir" erum rétt að byrja.  Gott að heyra í þér mágur.  Síst af öllu hef ég nokkuð á móti kristilegum kærleik. Það er jú sama hvaðan gott kemur. Sjálfum finnst mér margt gott í heiðninni, en hef það fyrir mig.  Kannski er ég bara "heiðingi af Guðs náð"?

Eigið þið öll gleðilega páska!

Sigurður Þórðarson, 21.3.2008 kl. 13:44

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Siggi minn. Hvað er hann mágur þinn að bögga þig. . "Kúl að vera heiðingi af Guðs náð." Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.3.2008 kl. 17:42

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Rósa, takk fyrir stuðninginn. Þú ert óborganlegur húmoristi af Guðs náð!

Sigurður Þórðarson, 21.3.2008 kl. 18:15

9 Smámynd: Halla Rut

Hann Gunnar er nú heldur betur að stríða þér....

Halla Rut , 21.3.2008 kl. 23:23

10 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Gleðilega páska frændi .

Mikið datt mér hann pabbi þinn í hug þegar ég las þetta ... að gefa af sér og óborganlegur húmoristi.

Páskakveðjur til allra í Glaðheimunum frá okkur hérna á Sigló.

Herdís Sigurjónsdóttir, 23.3.2008 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband