Bretar viðurkenna fullveldi Íslands

icesave_203x150Þeir sem kynnt hafa sér skuldastöðu íslenska ríkisins samanborið við þjóðartekjur vita að landið kemur ekki til með að geta greitt vexti af lánum í framtíðinni þannig að þeir munu bætast við höfuðstólinn.

Þetta þýðir á mæltu máli að landið er löngu orðið tæknilega gjaldþrota á álþjóðlega mælikvarða og gæti tilkynnt greiðslufall og óskað niðurfellingu skulda. Þess vegna var það ákvæði í Icesave samningnum að Ísland afsalaði sér rétti til að geta óskað griða ótímabundið og óafturkallanlega vægast sagt ógnvekjandi. Á mæltu máli þýðir þetta að ef neyðarástand skapaðist á Íslandi gætu íslensk stjórnvöld ekki óskað þegnum sínum griða með vísan í alþjóðlegan þjóðarrétt. Þegar íslenska samninganefndin hafði undirritað þetta splæsti hún kampavíni á viðsemjendurna.

Núna segir Steingrímur hróðugur að mikill árangur hafi náðst:

"Þá féllust Bretar og Hollendingar á fyrirvara sem lúti að fullveldi og eignum landsins. Einnig verði þeir efnahagslegu fyrirvarar, sem Alþingi gerði, felldir inn í samninginn."

Íslendingar þurfa að borga út í hið óendanlega og mega fara í mál en þurfa samt að borga þó þeir vinni.

Lengra verður ekki komist sagði Jóhanna

 

 


mbl.is Lengra varð ekki komist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband