Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Pétur Blöndal mun verja ríkisstjórninna falli
Föstudagur, 3. júlí 2009
Látið hefur verið að því liggja að ríkisstjórnin gæti fallið ef Icesave samningarnir yrðu fellir. Þannig hefur verið settur óeðlilegur þrýstingur á fáeina þingmenn VG sem vilja eiga það við samvisku sína hvaða afstöðu þeir taka í málinu. Þetta er óheppilegt því málið er af þeirri stærðargráðu að best væri að þjóðin stæði saman sem einn maður.
Nú hefur Pétur Blöndal afdráttarlaust lýst því yfir að hann muni verja stjórnina falli berist vantraust á hana vegna málsins. Ásbjörn, Ragnheiður Ríkharðsdóttir og fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa tekið í sama streng. Vonandi getur þingheimur sammælst um það að ræða málin af yfirvegun og láta ekki koma til stjórnarslita.
![]() |
Skoða Icesave-gögn í lokuðu herbergi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ögmundur forðar þjóðinni frá Icesave slysi
Fimmtudagur, 2. júlí 2009
Ögmundur Jónasson kemur mér fyrir sjónir sem vandaður maður sem vex með hverjum vanda.
Auðvitað er það rétt hjá Ögmundi að þjóðin á að kjósa um Icesave.
Það á ekki að vera í verkahring mistækra stjórnmálamanna við eftirlaunaaldurinn að skuldsetja komandi kynslóðir um ófyrirséða framtíð.
![]() |
Ekkert mál of snúið fyrir þjóðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jóhanna á móti tortryggni gagnvart Icesave
Þriðjudagur, 23. júní 2009
Jóhanna varar við tortryggni gagnvart Icesave en hún hefði betur sýnt meiri aðgæslu varðandi þessa afleitu samninga því nú hefur henni verið bent á að vaxtagreiðslur upp á 300 milljarða er ekki forgangskrafa í eignir Landsbankans. Jóhanna segir samt að fólk skilji bara ekki hvað endurskoðunarákvæðið sé svakalega gott og raunar alveg einstakt. Þess vegna verður að kaupa lögfræðiálit væntanlega frá einhverjum samfylkingarlögfræðingum til að útskýra sinn skilning á því. Það er þó merkilegt´miðað við allan þann fjölda lögmanna sem tjáð hafa sig um málið að enginn virðist vilja hæla þessu í sjálfboðavinnu Hún segist sjálf svekkt yfir að þurfa að borga þetta en ef lánið verður ekki gjaldfellt fellur það ekki með fullum þunga fyrr en hún verður komin vel á níræðisaldurinn.
Nú þarf velviljað fólk að forða þessari fullorðnu og góðu konu frá því að fremja þennann gjörning svo hún þurfi ekki að þjást í hárri elli yfir að hafa komið þjóð sinni á vonarvöl.
![]() |
Tortryggni í samfélaginu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Verjum Ísland
Sunnudagur, 21. júní 2009
Fáum dylst að framundan er brimsjór í efnahagslegu tilliti, mistök núna geta orðið komandi kynslóðum dýrkeypt. Þó sagnfræðin skipti máli þá er það framtíðin og þær ákvarðanir sem teknar eru núna og á næstu vikum sem geta skipt framtíð barna okkar og þjóðarinnar öllu máli. Þessu stöndum við frammi fyrir sama í hvaða flokki veið erum eða vorum. Þó Geir og Solla hafi ekki verið jarðtengd og Árni Matt hafi skrifað eitthvað óábyrgt rugl á minnisblað leysir það ekki núverandi og tilvonandi stjórnendur frá því að hugsa sjálfstætt og af ábyrgð. Það getur til dæmis ekki réttlætt að ráðamenn undirriti skuldbindingar sem allir sjá að þjóðin getur aldrei risið undir. Þjóðin hefur einfaldlega ekki efni á að leiðtogar hennar hugsi þetta út frá flokkshagsmunum. Núna verða ALLIR að leggja sitt besta fram.
Verjum Ísland!
![]() |
Hætt við öll útboð í vegagerð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvalkjötið í að borga Icesave?
Föstudagur, 19. júní 2009

![]() |
Fyrstu langreyðarnar í land |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Hækkað tryggingargjald = hækkað atvinnuleysi.
Þriðjudagur, 16. júní 2009
Nú er farið að kvisast út hverjar ráðstafanir ríkisstjórnarinnar verða. Það fer eins og marga grunaði. það á að skattleggja kreppuna. Tryggingagjald verður stórhækkað til að mæta aukinni þörf atvinnuleysistryggingasjóðs og ábyrgðasjóðs launa. Tryggingargjald er gjald sem fyrirtæki borga fyrir að hafa fólk í vinnu en það er afraksturinn er jafnframt notaður til að greiða atvinnuleysisbætur. Illa stæð fyrirtæki eiga því engra annara kosta völ en að segja upp fólki. Fer þetta því að minna á bóndann sem skar skottið af hungruðum hundi sínum til að gefa honum að éta.
Ráð ríkisstjórnarinnar er: Að skattleggja kreppuna í burtu!
![]() |
Skattahækkanir úr ríkisstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Búnir að gleyma Íslandi?
Mánudagur, 15. júní 2009
Sumir eru svo miklir evrópusinnar að í þeirra huga er allt sem er íslenskt og finnst ekki á meginlandinu er púkó. En það breytir ekki því að við sem búum hér verðum að leysa þau vandamál sem að okkur snúa.
Væri ekki ráð að Samfylkingin hugsaði aðeins minna um ESB svo hún geti leitt hugann að Íslandi?
![]() |
Þingflokkur VG hvattur til að beita sér gegn aðildarviðræðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Verslunin skyldi ekki vanmeta sjávarútveginn
Miðvikudagur, 10. júní 2009
Samtök verslunar og þjónustu mæla með inngöngu Íslands í ESB og telja að vaxtarmöguleikar séu í verslun og þjónustu "frekar en öðrum greinum t.d. sjávarútvegi" að sögn Margrétar Kristmannssdóttur formanns SVÞ. Margrét er fær á sínu sviði en við sem erum í verslun, ég tala nú ekki um okkur sem erum í innflutningi, skyldum varast að vanmeta sjávarútveginn. Í fyrsta lagi skapa útflutningsgreinarnar með sjávarútveg fremstan í flokki þann gjaldeyri sem nauðsynlegur er til að hægt sé að flytja inn erlenda vöru. Engin grein stendur undir jafn mikilli verðmætasköpun sem sést best á því að þessi grein er að borga 40-50 milljarða á ári í vexti til erlendra banka. Hvaða önnur grein myndi standa undir öðru eins? Í sjávarútvegi eru ótal tækifæri til að auka tekjusköpun t.d. með því að leyfa veiðar á sjávarspendýrum í meiri mæli en nú er gert. Hægt er að auka veiðar einkum strandveiðar og fullvinna afla í meira mæli en nú er gert. Þá er auðvelt að koma í veg fyrir brottkast þar sem tugmilljörðum er kastað á glæ á hverju ári. Og síðast en ekki síst er hægt að vinna mikilvæga markaði í Asíu með því að ganga ekki í Evrópusambandið.
Margrét Kristmannsdóttir, formaður SVÞ
![]() |
Blöskrar vinnubrögð Alþingis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vanskil íslenska ríkisins aukast.
Þriðjudagur, 9. júní 2009
Svona munu fyrirsagnir fjölmiðla líta út innan fárra ára ef ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir nær að telja þingmann á að skrifa undir glæfralegar skuldbindingar vegna Icesave sem nú liggja fyrir þinginu. Þessir uppgjafaskilmálar sem ríkisstjórnin hyggst gera við Breta eru nógu stórir einir og sér til að koma landinu í þrot en þvert á það sem sagt hefur verið veita þeir íslenska ríkinu ekkert skjól fyrir málaferlum vegna neyðarlagana. Ef Bretar þora ekki með þetta mál fyrir dómstóla eiga þeir enga kröfu. Það er skylda þjóðkjörinna fulltrúa að reyna já ég segi reyna, því það er ekki öruggt að það takist, að verja Ísland falli.
![]() |
Vanskil aukast hjá Íbúðalánasjóði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Alþingismenn í óökufæru ástandi!
Mánudagur, 8. júní 2009
Ýmsir stjórnarliðar hafa látið eins og þeir hafi með harðfylgi náð hagstæðum samningum um lausn Icesave deilunnar við Breta. En um leið og fréttir bárust af hvers eðlis samningar eru brást markaðurinn hart við og gengi krónunnar féll um 3,6 stig í dag. Það sem formaður samninganefndar Íslands, Svavar Gestsson, telur mikið fagnaðarefni ályktar markaðurinn að muni leiða til falls Íslands. Það sem formaður samninganefndar Íslands, Svavar Gestsson, telur bestu fáanlegu niðurstöðu segja sérfæðingar í Evrópurétti að eigi að skjóta til dómstóla. Flestir sem skoða þetta mál halda því fram að Ísland hefði ekki skrifað undir slíka uppgjafaskilmála nema undir þungum hótunum. Formaður samninganefndar Íslands, Svavar Gestsson, segir þetta ekki rétt þvert á móti hafi góður andi ríkt og engar hótanir átt sér stað.
Sendiherrar eru menn með góða þjálfun í að skála í kampavíni.
Alþingismenn, ykkur er treyst til að vera í ökufæru ástandi: Segið nei takk. "Eftir einn aki ein neinn" !
![]() |
Blekkingar, heimska og hótanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)