Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Fundarstjórn forseta

 

Fundarstjórn forseta


Gustar af Árna Johnsen

Árni Johnsen er umdeildur en hann er þó óumdeilanlega skemmtilegur. Í meðfylgjandi myndbandi sýnir Árni á sér baráttugleði og skemmtilega takta. http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20090820T221841&horfa=1
mbl.is Dregur úr vindi í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýja Ísland, hvenær kemur þú?

Kvótinn, bankarnir gefnir, kúlulán, eigur hersins afhentar útvöldum.

Það mun taka langan tíma að hreinsa til eftir Sjallana segja menn. 

Svo er spurningin hver eigi að gera það?  Er það liðið sem vill afhenda Evrópusambandinu allt laust og fast? Er það liðið sem sér þann eina kost að skuldsetja börn okkar og barnabörn, gera þau að Ísþrælum, "til að við fáum mannorðið aftur"?  Eða eigum við kannski að treysta þeim sem nú þykjast vera hneykslaðir en studdu alltaf spillinguna hvenær sem þeir áttu þess kost?   Hvað er til ráða? Spyr sá sem ekki veit. b49693a945724fecca719af627b4b38f_IMG_7121-1


mbl.is Gamli Landsbankinn afskrifar skuldir Magnúsar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lausn ríkisstjórnarinnar: Kosið um Æsseif?

c_users_helgi_desktop_xd_2009_johanna_og_steingrimur_837834Íslendingar hafa fengið að kjósa um staðsetningu flugvalla, opnumn áfengisútsölustaða, sameiningu sveitafélaga og hundahald. En af einhverjum ástæðum finnst stjórnmáamönnum ekki tilefni til að leyfa almenningi að kjósa um Æsseif þó sami almenningur sé nógu góður til að borga.  

Rökstuðningurinn fyrir Æsseif er sá að íslensk yfirvöld haf slegið slöku við eftirlitsskyldu sína og því verði íslenskur almenningur að borga.

Gott og vel en hvaða réttlæti er í því að þessi sömu yfirvöld og slógu slöku við ætli að fresta vandanum fram yfir þann tíma sem þau eru við völd og umbreyta Æsseif í erfðasynd fyrir unga og ófædda Íslendinga svo þeir megi sligast út lífið ef þeir flytja ekki af landi brott? 

Nú eru uppi raddir um að kjósa um Æsseif og það gæti bjargað ríkisstjórninni.


mbl.is Efast um alvöru þingmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leppstjórnin bannar Íslendingum að bjarga sér.

Þó Íslendingar hafi ekki afsalað sér forræði yfir fiskimiðunum til ESB er umboðsstjórnin svo þjökuð af minnimáttarkennd gagnvert lánadrotnum okkar  ESB, AGS og IMF að hún er byrjuð að stjórna eins og hún telur að ESB muni gera ef þeir taka formlega við valdataumunum.. Sjómenn eru á hröðum flótta um allan sjó undan makríl sem ekki má veiða. 

Lesið hér stórmerkilega grein eftir Jón Kristjánsson fiskifræðing


mbl.is Of mikið gert úr gjaldeyrisvarasjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væntanlegur formaður Samfylkingarinnar. forgangsraðar.

folk_steingrimur_j_sigfussonSteingrímur J. Sigfússon er klókur valdastjórnmálamaður. Hann sér í hendi sinni að Jóhanna er orðin öldruð og lúin og áttar sig ekki til fullnustu á flóknum verkefnum. Enginn kandídat er augljós valkostur og Samfylkingin því í raun höfuðlaus her. Þessu áttar Steingrímur sig vel á og spilar þessa skák óaðfinnanlega. Hann hefur nálgast Samfylkinguna í stóriðjumálum, Evrópumálum, Æsseif og kemur í hverju málinu á fætur öðru fram sem talsmaður ríkistjórnarinnar og Samfylkingarinnar.

Steingrímur veit hvað hann þarf að gera til að ná markmiði sínu: Hann verður að vinna að Evrópusambandsaðild og samþykkja Æsseif.  Með þessu er hagsmunum komandi kynslóða fórnað og þær hnepptar í skuldafjötra en verkefnum skal forgangsraða. 


mbl.is Vill ekki stríð við aðrar þjóðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einar Þveræingur endurborinn


mbl.is Styðja Icesave með fyrirvara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vatnasl - Glansinn af ESB aðild orðinn mattur.

Eftir því sem frekari upplýsingar koma fram eyðist gljáinn af ESB. Í nýrri rannsókn Gallup kemur fram að  58,3% frekar eða mjög andvíg inngöngu Íslands í Evrópusambandið, en 41,7% frekar eða mjög hlynnt.

Sögulega séð hefur Íslandi gengið best þegar það hefur haft forræði í eigin málum en ef Ísland yrði aðili að ESB yrði staða þess fyrirsjáanlega mun verri.

Sérstaða Íslands felst í því að Ísland býr við miklar náttúruauðlindir, einhæft atvinnulíf og er mjög háð utanríkisviðskiptum. Helsta auðlind Íslands er sjávarauðlindin.

Ef Ísland gengi í ESB myndi landið missa forræði yfir sjávarauðlindinni til langs tíma (s.k.v. Rómarsáttmálanum) þó við gætum fengið tímabundnar undanþágur eins og Malta, sem Össur hefur oft vitnað til en fiskveiðar þess ríkis eru á við íslenskan vertíðarbát. Ef við gengum í bandalagið yrðum við tafarlaust og undantekningalaust að gangast undir allar tollareglur bandalagsins sem eru alls ekki hannaðar fyrir ríki sem flytja út fisk, heldur þvert á móti.  Þannig myndum við skrúfa fyrir útflutning okkar á fiski til Asíu og víðar, þar sem markaðirnir eru að vaxa hvað mest.  Í Kína og Kóreu var um 40- 60% tollur á fiski en Ísland hefur beint og í gegnum EFTA fengið miklar lækkanir og við vorum langt komin með fríverslunarsamning við þessi ríki en það hefur illu heilli verið sett á ís.  Gagnvart Kína þyrftum við að lækka tolla á skóm og skyrtubolum um 15% sem ætti ekki að skaða okkur en ESB myndi aldrei fallast á.

 


mbl.is Fleiri andvígir aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sem tilbiður guð sinn og ......?

                             Áfram Ísland!
mbl.is Enginn ungi í arnarhreiðrinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ástæður þess að ríkisstjónin vildi leyna Icesave samningnum

Ríkisstjórnin reyndi í lengstu lög að halda Icesave samningnum leyndum fyrir þjóðinni og jafnvel þinginu. Samt er almenningi ætlað að borga en almenningi var ekki ætlað að vita neitt um hvað málið snérist. Það var ekki fyrr en samningamenn Hollands laumuðu samningnum að Íslendingum sem komu honum til ríkisútvarpsins sem varnirnar brustu.

Daginn eftir neyddist ríkisstjórnin að leyfa þingmönnum að lesa leyniplaggið.

Hérna koma greinarnar sem ríkisstjórnin vildi fela

 

H

 


mbl.is Ekki öll gögn komin fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband