Alþingismenn í óökufæru ástandi!

Ýmsir stjórnarliðar hafa látið eins og þeir hafi með harðfylgi náð hagstæðum samningum um lausn Icesave deilunnar við Breta. En um leið og fréttir bárust af hvers eðlis samningar eru brást markaðurinn hart við og gengi krónunnar féll um 3,6 stig í dag. Það sem formaður samninganefndar Íslands, Svavar Gestsson, telur mikið fagnaðarefni ályktar markaðurinn að muni leiða til falls Íslands. Það sem formaður samninganefndar Íslands, Svavar Gestsson, telur bestu fáanlegu niðurstöðu segja sérfæðingar í Evrópurétti að eigi að skjóta til dómstóla. Flestir sem skoða þetta mál halda því fram að Ísland hefði ekki skrifað undir slíka uppgjafaskilmála nema undir þungum hótunum. Formaður samninganefndar Íslands, Svavar Gestsson, segir þetta ekki rétt þvert á móti hafi góður andi ríkt og engar hótanir átt sér stað.

Sendiherrar eru menn með góða þjálfun í að skála í kampavíni. 

Alþingismenn, ykkur er treyst til að vera í ökufæru ástandi: Segið nei takk. "Eftir einn aki ein neinn" !


mbl.is Blekkingar, heimska og hótanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Sigurður - æfinlega !

Síðari tíma sagnfræðingar; munu eiga erfitt með að álykta, hvað hafi; raunverulega gengið hér á, tímabilið 1991 - 2009, sérstaklega.

Við erum; á því aldursskeiði báðir, að muna ráðherratíð Svavars þessa Gestssonar; og ég hygg, að þú getir tekið undir með mér, að hann hafi ekkert verið íslenzku launafólki, neitt sérstaklega handgenginn, fremur en mörg hinna flokkssystkina hans, á sínum tíma, Sigurður minn.

Óefað; mun kampavíns þekking hans, sem nokkurra kollega hans, í sendiherra stöðum, óbrigðul mega kallast, og ætti það að vera Steingrími J. Sigfússyni; yfirboðara nefndar druslu Svavars, nokkur huggun, í þessum ''hörmum'' þeirra öllum, hverjir á þeim dynja, miðað við það ''stórkostlega'' samkomulag, hvert náðst hefir, við gömlu nýlendu herrana, í Bretlandi og Hollandi, á dögunum.

Með beztu kveðjum - sem oftar og fyrri /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 21:29

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

 Sæll Óskar.  Hann hét Ketill sem var dubbaður upp í að vera marskálkur til að skrifa undir uppgjafaskilmála Þjóðverja og hann fékk meira að segja marskálksprik.  Svavar hefur örugglega verið verðuglegur og í vel pressuðum buxum, þegar hann skrifaði undir, hvort hann áttaði sig á hvað samningurinn þýddi eða ekki.

Sigurður Þórðarson, 8.6.2009 kl. 21:37

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Fullir eða ófullir?

"Trú þú aldrei ófullum Íslendingi....." sagði Jón karlinn Marteinsson forðum. Það þekkja margir útlendingar til ritverka Laxness.

Án gamans. Máli skiptir þarna hvort ætlunin var að vinna út frá samkomulaginu frá 18. nóv. eða hreinlega að neita öðu en því að láta þessar þjóðir um að innheimta það sem hirðandi reynist af eignum þessa banka erlendis.

Það hefði að sögn sett öll okkar utanríkisviðskipti í uppnám. Því á ég bágt með að trúa því öllum má vera ljóst að við getum ekki greitt neitt umfram það. Við erum að berjast fyrir lífinu í beinum skilningi slæmum.

Árni Gunnarsson, 8.6.2009 kl. 22:55

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég er farinn að verða á þeirri skoðun, að ef ekki verði hægt að fara dómstólaleiðina, þá eigum við að fara Argentínsku leiðina:  Koma stjórnvöldum frá, lýsa yfir greiðslufalli og fá kröfuhafa til að semja á okkar forsendum.  Þeir verða að sjálfsögðu að gera sér grein fyrir því að það gæti falið í sér einhverjar afskriftir á kröfum sínum.

Jú, sannarlega myndum við missa einhverja viðskiptasamninga við þá gjörð, og fyrst færi EES, en skítt með það.   Þeir sem eru ekki tilbúnir að skoða þessa nauðaraðgerð fyrir alvöru munu reyna að hræða okkur frá því með því að segja að alþjóðasamfélagið muni útskúfa okkur, en útskúfaði alþjóðasamfélagið Argentínu árið 2001?

Axel Þór Kolbeinsson, 8.6.2009 kl. 23:06

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Árni, þetta sem Árni Matt skrifaði á var óformlegt minnisblað og hafði hvorki formlega samþykkt í ríkistjórn né á Alþingi.  Það eina sem setur utanríkisvðskipti okkar í hættu er ef við getum ekki greitt okkar reikninga. Þess vegna er óráð að skrifa uppá Icesave.

Færustu lögmenn hafa haldið því fram að við mynum vinna þetta mál fyrir dómstólum. Nú ef Bretar vilja ekki með málið fyrir dómstóla þá eiga þeir enga kröfu.

Sigurður Þórðarson, 8.6.2009 kl. 23:27

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Axel.  Hvernig ætla Bretar að innheimta "skuld" sem þeir vilja ekki að dómstóll fjalli um?

Sigurður Þórðarson, 8.6.2009 kl. 23:35

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sigurður minn, þetta truflar mig nú, áður en ég minnist á pistil þinn: Hvaða Ketil ertu að tala um? Keitel? Það var Karl von Dönitz aðmíráll (og ekki nýr í starfinu), sem staðfesti uppgjöf Þjóðverja – og síðan skrifðuðu undir yfirlýsingu um skilyrðislausa uppgjöf von Friedenburg og Jodl – og síðan gagnvart Rússum: Stumpff, Keitel og von Friedenburg. Þetta gerðist þá góðu daga 7.–8. maí 1945. En ertu kannski að tala um fyrri heimsstyrjöld?

Þetta eru góðar ábendingar hjá þér í pistlinum. Gengissigið í dag segir til um eðlileg viðbrögð og rétt mat markaðarins. Stúdentinn Svavar skorti alla lögfræði- og viðskiptaþekkingu til að ganga frá máli sem þessu. Menn dagsins eru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og almenningur á Austurvelli.

Með beztu kveðju, kæri vin.

Jón Valur Jensson, 8.6.2009 kl. 23:52

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ætli Íslenskir aðilar fái langtímalán á næstunni segjum lengra en 5 ár. Alþjóðasamfélagið hefur alveg örugglega ekki trú á efnahagstjórnunni  hér næstu öldina. Ég segi að krónan mun aldrei kosta minna 164 Evrur.

Ég tek undir með Jóni V. almenningur á Austurvelli stóð sig í stykkinu. 

Júlíus Björnsson, 9.6.2009 kl. 01:39

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll ágæti Jón Valur ég er ekki vel að mér í stríðssögunni en veit þó að það var Karl von Dönitz aðmíráll og fyrrum kafbátaforingi og stríðshetja Þjóðverja sem skrifaði undir uppgjafaskilmálana eftir að foringinn hafði stytt sér aldur.  Þessir samningar núna eru meira í ætt við Versalasamningana þegar Þjóðverjar skrifuðu undir að borga meira en þeir gátu. Hét hann ekki einmitt Keitel marskálkur, sem skrifaði undir þá?

Sigurður Þórðarson, 9.6.2009 kl. 08:03

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Júlíus, já það verður að forða þessu slysi.

Sigurður Þórðarson, 9.6.2009 kl. 08:05

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sigurður: Þú talar um óformlegt minnisblað! Eru ráðherrar´okkar að setjast niður með fulltrúum erlendra ríkja og skrifa undir svona hitt og þetta sem er bara ekkert að marka, -allt í gamni? Ég vona svo sannarlega ekki. Enda þótt ég sé ekki vel að mér um ferli fjárhagslegra samninga milli þjóða þá er ég nokkuð viss um að undirritun fulltrúa stjórnvalda hefur gildi og á henni er tekið mark. Það er svo önnur saga að endanleg gildistaka samnings felst ekki í svona minnisblaði. Ég geri ráð fyrir að þessi undirritun Árna Math. hafi verið ámóta blaðinu sem þeir Svavar stúdent og Indriði frá Eyjarhólum settu nöfn sín á þarna á kendiríinu sem þú minnist á og í hvorugu tilfellinu hafi verið skipst á pennum.

Árni Gunnarsson, 9.6.2009 kl. 08:36

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Árni frændi,

 mér skilst að svona minnisblöð séu ekki bindandi að lögum enda þarf samþykki Alþingis til að skuldbinda ríkið. Ætli þessi minnismiði hafi ekki haft álíka gildi og viljayfirlýsingar sem voru reglulega gefnar út þegar skip voru seld um að kvótinn yrði áfram í heimabyggð. Fljótlega áttuðu menn sig á að þessar viljayfirlýsingar voru ekki pappírsins virði.

Árni eru svona minnismiðar ekki undirskrifaðar til að skilgreina samningsmarkmið og hvað rætt var um en hvað með það þá er óumdeilt að þeir eru ekki bindandi að þjóðarrétti. 

Sigurður Þórðarson, 9.6.2009 kl. 09:58

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það vakti hjá mér vonir að hlýða á Guðfríði Lilju Grétarsdóttur í fréttunum núna. Hún greiði atkvæði gegn samningnum.

Sigurður Þórðarson, 9.6.2009 kl. 19:22

14 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þar sem samningur er sagður tryggja innlimun í ES þá er sama að samþykkja sameiningin og svíkja fullveldishollustuna. Fyrir utan felur samþykkt hans í sér samþykkt gerræðis stórra ríkja gagnvart þeim minni. Afsals rétti á réttafarslegri meðferð mála. Skuldsetningu en ekki átthagafjötra komandi kynslóða. Það vilja ekki allir vinna í risaverskmiðum  og það komast ekki allir fyrir í elítunni: svínin þar fyrir of feit nú þegar.  Viðurkenningu á glæpsamlegu ábyrgðarleysi helstu velgjörðarmanna stjórnmálaflokkanna síðustu ár.

Eðlileg forgangsröðun hér á landi er ábótavant.

Heimili skuldlaus, fyrirtæki skuldlaus, niður skurður á skuldsetningarkerfi.

Skera niður elítu byggja upp velferðakerfi. Aukið fé í heilbrigðiskerfið og hærri örorkubætur skapa heilbrigð störf og auka peninga í umferð. 

Hvað eru K-ratarnir að gera nú: flokkur elítunnar og velunnara stjórnmálaflokkanna?  

Júlíus Björnsson, 9.6.2009 kl. 21:33

15 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þakka þér gott innlegg Júlíus. Þetta er ljóta ástandið.

Sigurður Þórðarson, 9.6.2009 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband