Hver er afturhaldskommatitturinn?
Miðvikudagur, 2. apríl 2008
Davíð Logi Sigurðsson, fyrrum blaðamaður á Mbl sem var um tíma mjög áhugasamur um Íraksstríðið og fór m.a. í pílagrímsferð þangað en virtist glata áhuganum, skrifaði grein hérna á blogginu og kvartar undan skilningsleysi landa sinna á mikilvægi þess að komast í öryggisráðið. Honum Mér finnst umræðan um þetta heima svo algerlega út í hött og segir m.a. : "Menn segja þetta sýndarmennsku, peningaeyðslu, að við eigum engan séns, etc. Davíð Oddsson notaði orð um slíkt tal: afturhaldskommatittir!" Þetta er ekki rétt hjá Davíð Loga, eins og hann ætti að vita manna best. Nafni hans Oddson notaði þetta orð um menn eins og Davíð Loga sem eru hvorki hráir né soðnir í stuðningi við stríðið. Þetta var fyrir fjórum árum síðan en þá sagði Davíð að mikill áranagur hefði náðst í Írak enda ríkti friður og ró í 795 héruðum af 800 einungis í 5 héruðum væru smá róstur enn sem komið væri.
Loksins, loksins! Ný flugstöð í Reykjavík
Miðvikudagur, 2. apríl 2008
Þá er það loksins frágengið: Samgönguráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík hafa handsalað að byggja nýja flugstöð með hraði fyrir innanlands- og Færeyjaflugið. Skúraræksnin sem að nafninu til hýsa flugið munu hverfa án söknuðar nokkurs manns. Af diplómatískum ástæðum verður flugstöðin kölluð samgöngumiðstöð. En allir vita að þetta er nagli í líkistu þeirra hugmynda að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni. Ég brosi í kampinn yfir því.
Kofaræksnin munu skjótt heyra sögunni til
Ég er að koma frá spákonu, sem spáði fyrir mér í beinni á Sögu!
Miðvikudagur, 2. apríl 2008

Geir Haarde er mikill söngvari og veit hvað hann syngur
Miðvikudagur, 2. apríl 2008
Ég er einn þeirra sem kann vel við Geir Haarde, sem séra Pétur kallar Geirharð í Granaskjóli. Ég þekki manninn aðeins af sjónvarpsskjánum, þar sem hann kemur fyrir sem ábyrgur landsfaðir. Hann á sé líka aðrar góðar hliðar t.d. sem alþýðlegur og gamansamur söngvari. En það er eitthvað sem segir mér að hann viti hvað hann syngur. Ég þekki það sem gamall sjóari að maður sefur værar með slíka menn við stjórnvölinn í brælu. Ég er ekki í sama flokk og "Geirharður" en það skiptir engu máli, þegar á móti blæs stendur áhöfnin með kallinum í brúnni.
![]() |
Gildra fyrir birni verður að koma á óvart" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hannes Hólmssteinn gegn einkavæðingu
Miðvikudagur, 2. apríl 2008
Ég er endilega sammála því sem sumir vinstrimenn halda fram að það sé ósamræmi í því að Hannes Hólmsteinn vilji láta einkavæða allt sem hægt sé að koma í verð en neiti samt að láta einkavæða sig. Hannes, (sem stundum er kenndur hornið) er þekktur fyrir að bulla heil ósköp þannig skilst mér að hann hafi skrifað greinar í erlend blöð þar sem hann vegsamar kvótakerfið og stórfellt skuldafen sjávarútvegsins og aflasamdrátt, sem hann kallar hagræðingu og telur að sé drifkraftur efnahagsframfara á Íslandi. Samt læðist að mér sá grunur að ánægja Hannesar með kvótakerfið lúti að því að einkaaðilar geti veðsett sameign þjóðarinnar. Nú hefur verið hleypt af stokkunum söfnun fyrir Hannes til að greiða fyrir sektir vegna ritstulds á íslensku og óhróðurs sem hann skrifaði á ensku um nafngreindan mann. Hannes er sannarlega skemmtilegur og kynlegur kvistur í mannflórunni og með öllu meinlaus.
![]() |
Segir Ísland ekki vera að bráðna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skilaboð stjórnrandstöðu & Samf. til BB
Miðvikudagur, 2. apríl 2008

![]() |
Samfylkingin lítt hrifin af áformum dómsmálaráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.4.2008 kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heiðar Helguson er í uppáhaldi hjá mér
Þriðjudagur, 1. apríl 2008
![]() |
Heiðar skoraði fyrir Bolton |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ólafur F. Magnússon, lætur hendur standa fram úr ermum
Þriðjudagur, 1. apríl 2008

![]() |
Átakshópur um bætta umgengni í borginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ríkisstjórnin er enn hissa.
Þriðjudagur, 1. apríl 2008
tilkynnti að það hefði tekið
lánshæfismat íslensku viðskiptabankanna þriggja til skoðunar með
möguleika á lækkun. Ef sú verður niðurstaðan munu lánakjör bankana
versna enn meir, með tilheyrandi vandræðum fyrir einstaklinga og
fyrirtæki. Hlutabréfavísitala og króna féllu í morgun og ekki bæta
þessar fréttir úr. Staðan er þannig að ríkið verður að hjálpa til að
afstýra því að bankarnir fari á hausinn.
![]() |
Lánshæfi bankanna endurskoðað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athyglisverð tillaga greiningardeildar Merrill Lynch til ríkisstjórnarinnar
Þriðjudagur, 1. apríl 2008

Greiningardeild Merrill Lynch, hvetur íslenska ríkið til að kaupa öll skuldabréf íslensku bankana sem eru á gjalddaga næstu þrjú árin, til að slá á þá upplausn og móðursýki sem upplausn sem tengist þeim. Áhættan í þessu er óveruleg þar sem eignastaða bankana er góð en vandi þeirra felst í fjármagnsflæði. Áhættan sem tekin er með því að gera ekki neitt er margfalt meiri. Ríkisstjórnin er enn hissa á ástandinu, hún hefur verið upptekin við að leysa ættflokkaríg í Afganistan og reyna að koma Íslandi í öryggisráðið. Nú er rétt að setja þau gæluverkefni til hliðar og fjárfesta í þessu brýna verkefni.
Sumir stjórnmálamenn sjá þessa stóla í hillingum.
![]() |
Vildi gera Ís-land gjaldþrota |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)