Aðeins forsetinn getur sameinað þjóðina

skjaldamerki_201204Fjöldi stórra og smærri mistaka misvitra forystumanna hafa komið þjóðinni í þann vanda sem nú er við að etja. Djúp gjá hefur myndast milli þings og þjóðar. Nú kemur málskotsrétturinn í góðar þarfir.  Íslendingar munu ekki komast í gegnum þennan skafl nema þeir standi saman. Aðeins forsteinn hefur vald til að brúa bilið og sameina þjóðina á ný.

 

  Gleðilegt og farsælt nýtt ár.


mbl.is Yfir 50 þúsund undirskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samspilling hvaða fyrirgrigði er það?

Það er ekki Samfylking heldur samtrygging flokkana. Davíð  Oddsson hefur starfað lengi í stjórnmálum og fáir þekkja fyrirbrigðið betur en hann, sem kom á eftirlaunalögum og nýtti sér græðgi stjórnarandstöðunnar t.d. Steingríms sem fór á fjöll.

Kvótakerfið er fyrst og fremst verk Halldórs Ásgrímssonar og Þorsteins Pálssonar en stjórnmalamenn í öðrum flokkum þiggja glaðir fé í sína kosningasjóði úr hendi handhafa sameignar þjóðarinnar.  Árangurinn blasir við: Engu á að breyta.

Samfylkingin hafði minnimáttarkennd af því að hún taldi Sjálfstæðisflokkinn spilltan og hann fengi mikið fé frá útrásarvíkingum.
Það var ekki fyrr en Samfylkingin var farin að fá meira fé en Sjálfstæðisflokkurinn frá útrásarvíkingum auk þess einstakir frambjóðendur óðu í fjármunum í prófkjörsbaráttu, sem talsmenn hennar fengu sjálfstraust aftur. Þetta er hin raunverulega samspilling sem nú ætlar að samþykkja Ísklafa á börnin okkar. 


mbl.is Fjárframlög til stjórnmálaflokkanna birt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilja að Hreyfingin sé meðvirk

Það er dapurlegt að 41 þingmaður skuli styðja kröfu Sivjar Friðleifsdóttur og Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur um að Hreyfingin sé meðvirk í að sópa skýrslu rannsóknarnefndar þingsins undir teppið.thor-saari Hvers vegna er Siv Friðleifsdóttur svona umhugað um algjöra samstöðu og samtryggingu þingmanna að Hreyfingin megi ekki koma gagnrýni sinni á image_previewframfæri?

 

Með fullri virðingu fyrir hagsmunum flokkana þá eiga hagsmunir almennings að vega þyngra.


mbl.is Sérstök þingnefnd verður kosin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sammála Þránni

 
Ég er innilega sammála Þránni að þessi Æsseif samningur er ómgulegur.
 
c_users_gislifreyr_desktop_rainnÞað hefur aldrei verið eins mikilvægt fyrir Ísland að kjörnir fulltrúar verð ekki viðskila við samviskuna.
 
Tvenn rök gegn þessu:

1. Það er siðferðilega rangt að kjörnir fulltrúar til fjögurra ára bindi komandi kynslóðum skuldaklafa. Þar fyrir utan er það beinlínis ábyrgðarlaust að binda þeim skuldaklafa sem miklar líkur eru til að þær geti ekki borgað nema með afsali auðlindanna.


2. Það er óskynsamlegt að kljúfa þjóðina og fá 70% hennar upp á móti núverandi stjórnvöldum. Það þjónar ekki hagsmunum VG að láta Samf. teyma sig út í þetta fúafen og ekki þjónar það hagsmunum þjóðarinnar að kljúfa hana.

Það er rangt stöðumat hjá forystumönnum ríkisstjórnarflokkana að við sem erum andvíg Æsseif séum flest fylgismenn Framsóknar- eða Sjálfstæðisflokks.

mbl.is Þráinn vill hafna Icesave-samningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður ársins Eva Joly

Eva Joly hefur gert allt sem hún hefur getað til að bæta upp aumingjaskap íslenskra stjórnvalda við að tala m´lstað Íslands. Eva Joly er verðurgur "Maður ársins"

 

Hægt er að kjósa hana á Netinu eða í síma:

madurarsins@ruv.is /5687123

 


Samfylkingarmaður fær bitling

Samfylkingin fékk stjórnarformann Íslandsbanka sem taldi það gott að Landsbankanum hefði tekist að fjármagna sig í auknu mæli með innlánum. "Jón sagði íslensku bankana hafa sýnt útsjónarsemi við fjármögnun."

Svo mælir Jón Sigurðsson, þáverandi formaður FME, um Icesave reikningana á hans vakt. Þarna er það skjalfest að eftirlitsaðili stjórnvalda sagði Icesave gylliboðið til útlendinga sýna ,,útsjónarsemi við fjármögnun"icesave

 


mbl.is Ný stjórn Íslandsbanka skipuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópusinnar borða ekki skötu

skata2-s Við eru nokkrir skólabræður sem tókum upp þann sið fyrir allmörgum árum að fara út og boða skötu á Þorláksmessudag. Stemningin hefur verið svo góð að þetta hefur spurst út og hópurinn hefur stækkað en nú hefur þetta breyst til verri vegar eftir að Samfylkingin ákvað að meðlimirnir ættu að vera evrópusinnar. Þannig voru tvenn hjón sem tóku ekki í mál að smakka skötu en töluðu ákaft um hvað lyktin væri óþolandi. Þeim var boðið uppá saltfisk en þau vildu heldur fá "Bakkalá" en þegar þeim var sagt að það væri saltfiskur fengust þau til að borða og það með bestu lyst. Það var því útlit fyrir að þetta myndi enda ´vel allt þangað til Kolla, sem er ópólitísk þótt hún sé gift flokksbundum samfylkingarmanni laumaðist til að smakka einn bita af skötu og umsvifalaust tjáð að hún gæti sofið í stofunni í nótt.
mbl.is Ekki bara á Þorlák
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breska lögmannsstofna: "Æsseifsamningurinn óljós og ósanngjarn"

s_c63252a345a9ba1f74b9cd78b3156bf4Nú hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir slegið þau vopn úr höndum Steingríms og Jóhönnu að ríkisstjórn hennar og Geirs H Haarde hafi skuldbundið ríkið.   Við þetta bætist að  breska lögmannsstofn Miscon de Reya heldur því fram að Æsseifsamningurinn sé óljós og ósanngjarn auk þess sem vextir séu of háir.  Ég bíð spenntur eftir að sjá hvernig RUV matreiðir þessa frétt ofan í landsmenn.

Nú verðum við að treysta því að Ólafur Ragnar Grímsson gefi þjóðinni færi á að eiga síðasta orðið í þessu mikilvæga máli.

 


mbl.is Samningarnir hættulega óskýrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forseti Landsdóms lítur málið alvarlegum augum

clownÞað er hverjum manni ljóst að alþingi við Austurvöll er vanhæft til að fjalla um hvort Landsdómur á að taka fyrir mál þingmanna og ráðherra, þ.e. þeirra sjálfra.

 

 Forseti Landsdóms: "Mun taka hlutverk mitt alvarlega"


mbl.is Fjölluðu um rannsóknarskýrslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópusambandið kúgar fé út úr EFTA fyrir markaðsaðgang

2008101595015525Ísland þarf að borga 1300 milljónir árleg fyrir tollfrjálsan aðgang sjávarafurðira frá Íslandi: 950 tonn af heilfrystri síld, 520 tonn af humri og 750 tonn af  karfaflökum.

 Til samanburðar gátum við fengið gagnkvæma  fríverslun við Kína án þess að borga krónu. 


mbl.is Óbreytt framlag Íslands í þróunarsjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband