Hvalkjötið í að borga Icesave?

hvalur Sjávarspendýr innbyrða u.þ.b. 20 sinnum meira en við veiðum og því eru hvalveiðar nauðsynlegur þáttur í sjálfbærri nýtingu sjávarauðlindarinnar, matarkistu Íslendinga.  Hvalveiðarnar skapa störf, kjötið er hollt og gott og síðast en ekki síst eru þær gjaldeyrisskapandi. Hvalur 9 gerði góða ferð og kom með tvö væn dýr í morgun og ég óska sjómönnunum og útgerðinni til hamingju. En mér fannst hálfgerð ólund í sjávarútvegsráðherranum í gærkvöldi. Vantar hann ekki gjaldeyri fyrir Icesave víxlinum sem hann ætlar að samþykkja fyrir hönd íslensku þjóðarinnar?
mbl.is Fyrstu langreyðarnar í land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Held við náum aldrei að selja hvalkjöt úr landi... aðeins örfá kíló á innanlandsmarkaði... svo er hvalkjöt algjörlega næringalaust...

Hvalveiðar eru tímaskekkja.

Brattur, 19.6.2009 kl. 08:37

2 identicon

Tímaskekkja?! Af hverju í ósköpunum? Hingað til hefur verið hægt að selja þetta kjöt. Þeir borða það mikið af fiski úr sjónum að það eitt ætti að vera nægilega forsenda veiðanna, að ég tali nú ekki um störfin sem skapast í atvinnuleysinu.

Daníel (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 09:36

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Brattur, þú ert eitthvað skakkur í dag.

Sigurður Þórðarson, 19.6.2009 kl. 09:53

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Daníel, láttu ekki Skakk æsa þig upp hann er greinilega að fíflast.

Sigurður Þórðarson, 19.6.2009 kl. 12:00

5 Smámynd: Brattur

Daníel, þetta með að hvalurinn borði svo mikinn fisk úr sjónum er bara heilaþvottur Kristján Loftssonar í gegnum tíðina... hugaðu þér bara ástandið í sjónum áður en mannskepnan byrjaði að veiða í honum... var þá bara hvalur og enginn fiskur ? Át hvalurinn allan fiskinn þá ? Við þykjumst geta gripið inn í hringrás náttúrunnar með veiðum... en þar ofmetum við getu okkar... náttúran hefur alltaf séð um jafnvægið í dýralífinu sjálf...

Tímaskekkja segi ég vegna þess að það er örugglega meiri tilkostnaður við veiðarnar heldur en þær rýru tekjur sem við hugsanlega höfum út úr þessum veiðum...

Brattur, 19.6.2009 kl. 12:22

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Fyrirgefðu Brattur, ég tók þig fyrir skakkan mann nema að að þú sért skakkur maður. Ég hélt að þú værir að grínast en þú ert sem sagt alvörugefinn og húmorslaus ungur maður.

Nú væri fróðlegt að hlýða þér yfir. Getur þú sagt okkur hver át risaeðlurnar?

Sigurður Þórðarson, 19.6.2009 kl. 13:03

7 Smámynd: Brattur

Það voru annað hvort hvalirnir eða selirnir, man það ekki lengur...

Brattur, 19.6.2009 kl. 15:46

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Góður

Sigurður Þórðarson, 19.6.2009 kl. 21:48

9 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Siggi minn

Auðvita eigum við að veiða hval og koma á jafnvægi í lífkeðjunni í sjónum umhverfis okkur. við erum meira að segja há Biblíuleg með þessum gjörðum. Höfum leyfi frá himnaföðurnum til að veiða hval.

"Guð sagði: "Vér viljum gjöra manninn eftir vorri mynd, líkan oss, og hann skal drottna yfir fiskum sjávarins og yfir fuglum loftsins og yfir fénaðinum og yfir villidýrunum og yfir öllum skriðkvikindum, sem skríða á jörðinni."

Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd, hann skapaði hann eftir Guðs mynd, hann skapaði þau karl og konu.

Og Guð blessaði þau, og Guð sagði við þau: "Verið frjósöm, margfaldist og uppfyllið jörðina og gjörið ykkur hana undirgefna og drottnið yfir fiskum sjávarins og yfir fuglum loftsins og yfir öllum dýrum, sem hrærast á jörðinni."

Og Guð sagði: "Sjá, ég gef ykkur alls konar sáðberandi jurtir á allri jörðinni og alls konar tré, sem bera ávöxtu með sæði í. Það sé ykkur til fæðu.

Og öllum villidýrum og öllum fuglum loftsins og öllum skriðkvikindum á jörðinni, öllu því, sem hefir lifandi sál, gef ég öll grös og jurtir til fæðu." Og það varð svo." 1. Mós. 1. 26.-30.

Hægt að senda sumt af afurðunum erlendis. Væri flott að hakka kjötið og búa til buff og gefa vesalings Bretunum og Bandaríkjamönnum. Gætu kannski lagast í vextinum en ég upplifði mig granna fyrst þegar ég kom til Bandaríkjanna í denn.

Svo á að hvetja veitingastaði að hafa hvalkjöt og reyna að hafa hvalkjötsréttina ódýrari en allt annað svo að erlendu gestirnir okkar prufi og spari í leiðinni en þegar við erum að ferðast erlendis viljum við ódýrt.

Svo á að selja kjötið hér í búðum og einnig að gefa kjöt til Fjölskylduhjálpar og Mæðrastyrksnefndar. Nóg af fólki sem á ekki fyrir mat. Ekki skánar það núna þegar á að lækka laun öryrkja og ellilífeyrisþega.

Svo á að búa til lög um að sjómenn séu skyldugir að koma með allan afla að landi. Finna leiðir í sambandi við greiðslur við sjómenn á meðan er verið að laga þetta viðurstyggilega kvótakerfi.

Við höfum ekki efn á að henda mat í sjóinn á meðan fólk á ekki peninga til að kaupa mat og þessar afurðir væri hægt að nota í hjálparstarf fyrir þá sem minna mega sín.

Margir hafa misst vinnuna, eigur sínar og eru í vandræðum. Er ekki ráð að gefa þessu fólki mat?

Megi almáttugur Guð gefa ráðamönnum þjóðarinnar visku, ekki veitir af að mínu mati því mér sýnist vera meiri grautur þar inni en vit.

Guð veri með þér Siggi minn og drífðu þig niður á Austurvöll og mótmæltu Icesave samningunum sem eru út í Hróa Hött.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.6.2009 kl. 13:34

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þakka þér kærlega fyrir pennann vitnisburð Rósa mín og gott hugarþel. Þú ert aldeilis frábær Guðskona og ég ætla að verða við orðum þínum og drífa mig í snatri í bæinn.

Kær kveðja

Sigurður Þórðarson, 20.6.2009 kl. 13:54

11 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Öskrarðu nógu hátt fyrir mig líka

Nei = ESB

Nei = greiða Icesave reikningana

Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.6.2009 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband