Lati Geir við lækjarbakka, lá þar til hann dó, langaði vatn að drekka en nennti ekki þó.

Árum saman hafa sjómenn og smábátaútgerðamenn í Grundarfirði beðið sjávarútvegsráðuneytið um leyfi til að veiða síld í reknet í Kolgrafarfirði og fékkst það loks í fáeina daga innan brúar, því síldin utan brúar var ætluð öðrum.  Sjávarútvegsráðherra átti úr vöndu að ráða því það var slæmt til afspurnar að "besta fiskveiðistjórnarkerfi í heimi" léti tugmilljarða útflutningsverðmæti reka á fjörur til þess eins að skapa ýldu- og óþef sem legðist eins og mara yfir afskipt sjávarþorp, salt í sár atvinnuleysis.

Því hlýtur það að vera fagnaðarefni fyrir Hafrannsóknarstofnun og sjávarútvegsráðuneytið að tugþúsundir máfa 12000 súlur og hundruð háhyrninga skuli  vinna á síldinni þannig að ekki þurfir að láta undan kröfum Grundfirðinga sem horfa út um eldhúsgluggann á aðfarirnar.  Hvað segja grundfirskir sveitarstjórnarmenn um þetta?


mbl.is Taldi tólf þúsund súlur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband