Grein 16:3 Icesave : Afsal eigna, griðhelgi og fullveldis Íslands

Eftirfarandi er þýðing fyrrum forseta Hæstaréttar Íslands,  Magnúsar Thoroddsen hrl.,  á  grein 16.3 Icesave samningsins við Hollendinga: 

 „ Afsal á griðhelgi fullveldis

Bæði Tryggingasjóðurinn og Ísland samþykkja algerlega hvers konar málsókn gegn sér í sambandi við hvaða deiluefni, sem upp kunna að koma og hvers konar annað réttarúrræði gegn sér, þar á meðal aðför eða fjárnám,  í hvaða eignum eða réttindum ( án tillits til hvaða nota þau eru ætluð) samkvæmt hvers konar úrskurði eða dómi.

Ef  Tryggingasjóðurinn eða Ísland, eða hvers konar eigur eða réttindi þeirra,  eiga rétt á griðhelgi í einhverri lögsögu frá málshöfðun eða birtingu annarra skjala í tengslum við hvaða deilu sem er, eða eiga rétt á hvers konar annarri griðhelgi frá lögsögu, lögsókn, dómi, fjárnámi, kyrrsetningu  ( þótt það sé  áður en dómur gengur til þess að tryggja aðför eða annað réttarúrræði)  eða annars konar lögsókn, þá er hér með óafturkallanlega fallið frá griðhelgi á eins algeran hátt og lög viðkomandi lögsögu leyfa.

Bæði Tryggingasjóðurinn og Ísland lýsa því einnig óafturkallanlega yfir, að þau samþykki, að gera ekki kröfu um griðhelgi sjálfum sér til handa eða vegna eigna eða réttinda hvors um sig.

 


mbl.is Icesave-samningar birtir í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Svavarsson

Skýrar getur það ekki verið!! Hvernig ætla skötuhjúin að snúa sig útúr þessu?

Sigurbjörn Svavarsson, 18.6.2009 kl. 13:44

2 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Það sem ríkisstjórnin er að segja okkur: "þið eruð fífl!"

Sigríður Jósefsdóttir, 18.6.2009 kl. 13:55

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Samhengið í þessu er að ef endurreisa á góðæri Vippanna: alþjóðlegt Brask er aðalatriðið, þá verðum við að hafa evru eða innlimast ES.

ES svarar Íslensku Vippunum þannig: Pólverjar fá kjúklinga, Spánverja tómata, Þjóðverjar Bjór, Frakkar Naut,...

Þið getið fengið bakhjarl til að spreyta ykkur á braski, en þá verðið þið að gefa eftir t.d. fisikinn eð orkuna eða jafnvel bæði.

Hliðskipun er grunvallar jafnréttissjónarmið í ES.

Íslendingar [krataliðið: heili þjóðarinnar ] völdu áframhaldandi vippa góðæri og tóku til þess gambling treasure sjá AGS lánið. Endurreisa alþjóða fjármálakerfið.

Íslending fá ekki bæði alþjóðlega bankastarfsemi, fisk og orku innan ES. Hvernig á að útskýra það fyrir öðrum meðlimaríkjum ES?

Senda AGS heim og gefa alþjóðlegt brask upp á bátinn.  Ábyrgðaraðilar hryðjuverkaárásirnar á Breska fjármálveldið fyrir Dómara.

Júlíus Björnsson, 18.6.2009 kl. 14:12

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Sigurbjörn, 

já skýrara getur það ekki verið.

Sigurður Þórðarson, 18.6.2009 kl. 14:23

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Sigríður mér er nær að halda að það sé ríkisstjórnin sem samanstandi af fíflum.

Sigurður Þórðarson, 18.6.2009 kl. 14:24

6 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Sæl öll.

Þetta mál er orðið með hreinum ólíkindum. Þetta er ekki samningur, þetta er bara ítroðsla og yfirgangur, þrotabússamningur. Verði þetta samþykkt - undir hvað þurfum við að gangast næst þegar við höfum hent eina tækinu sem við höfum -rétti sjálfstæðrar þjóðar- í ruslið?

Manni er orða vant yfir þessu ástandi.

Ólafur Eiríksson, 18.6.2009 kl. 14:26

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Júlíus,

Samningurinn er enn "leynisamningur" þó svo óheppilega hafi viljað til fyrir ríkisstjórnina að hann hafi lekið út.

Sigurður Þórðarson, 18.6.2009 kl. 14:26

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk Ólafur

Nú þurfa allir sem vetlingi geta valdið að reyna að koma vitinu fyrir þingmenn.

Sigurður Þórðarson, 18.6.2009 kl. 14:27

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ef þingmenn hefðu almennt viðskiptavit hversvegna erum við þá í þessari stöðu í dag?  

Jóhanna er ekki fjármála snillingur. Það er ekki bara erlendis sem til eru ábyrgir aðilar sem alltaf hafa gert sér grein fyrir heimskulegum fjármálákvarðanatökum hér innan og utan þings.

Júlíus Björnsson, 18.6.2009 kl. 14:54

10 Smámynd: Yngvi Högnason

Skyldi öllu fólkinu sem kaus þessa ríkistjórn,haldandi að eitthvað myndi breytast og batna,líða vel núna með herlegheitin.

Yngvi Högnason, 18.6.2009 kl. 15:08

11 Smámynd: Grétar Mar Jónsson

Sammála þér Sigurður í því að það þarf að koma vitinu fyrir þingmenn og aðra þá sem telja sig vera að gæta hagsmuna þjóðarinna.

Grétar Mar Jónsson, 18.6.2009 kl. 15:11

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hef orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum með Jóhönnu Sigurðardóttur, hafði trú á henni og hélt að hún væri gegnheil heiðarleika manneskja.  En lengi skal manninn reyna, í kosningabaráttunni hélt hún fram fullum fetum að við yrðum að vera innan evrópusambandsins, og á því hefur kerlinginn hamrað síðan, nema í gær á 17 júní fór hún að tala um fullveldi, þvílík hræsni.  Ég þoli ekki þessa konu í dag og lít á hana sem landráðamann.  Steingrím veit ég ekki hvað ég á að hugsa um, en sennilega er rétt sem sagt er að hann sé ekkert nema kjafturinn, og hlaupi svo útundan sér þegar minnst á reynir.  Hvað á maður annað að hugsa eftir það sem komið hefur í ljós.  Þökk sé  Borgarahreyfingunni þá hefur sannleikurinn verið heldur betur afhjúpaður og leyndin sem þau tala um er innantóm lygi og á ekki við nein rök að styðjast.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.6.2009 kl. 17:24

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Rétt segirðiir þú Júlíus, það virðist fara meira fyrir kjaftaviti en viðskiptaviti hjá þingmönnunum.

Sigurður Þórðarson, 18.6.2009 kl. 17:28

14 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Yngvi það er engin spurning að það er byrjað að fjara undan Samfylkingunni.

Sigurður Þórðarson, 18.6.2009 kl. 17:29

15 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er ósköp einfalt ÞETTA ERU LANDRÁÐ og ekkert annað.  Á ekki að DÆMAheilaga Jóhönnu og Steingrím Joð?  Hvernig í and..... ljúga þau sig út úr þessu?

Jóhann Elíasson, 18.6.2009 kl. 17:29

16 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Grétar, það verða allir að tala við þá þingmenn sem þeir þekkja og leiða þeim fyrir sjónir að þeir stefna á foraðið.

Sigurður Þórðarson, 18.6.2009 kl. 17:30

17 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Ásthildur, Samfylkingin er ekki búin að bíta úr nálinni með þetta. Það er  í það minnsta algerlega ljóst.

Sigurður Þórðarson, 18.6.2009 kl. 17:32

18 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Jóhann, hver ætti að dæma þau? Ekki Landsdómur því þau skipa meirihluta alþingis. En mér sýnist að vinstri grænir séu að ná áttum.

Sigurður Þórðarson, 18.6.2009 kl. 18:51

19 Smámynd: Sævar Finnbogason

Sæll Siggi mér finnst þetta nokkuð óheppileg þýðing

Þetta er alls ekki óvanaleg klausa í milliríkjasamningum sem þessum og er til að tryggja að hægt sé að höfða mál standi annað ríkið ekki við samninginn.

Þetta er kallað Waiver of Sovereign immunity og er nokkuð standard. þetta er haft þarna inni vegna þess að það er annað að gera samning við þjóðríki þar sem það semur sín eigin lög og svo framvegis.


11 U.S.C. S 106, "Waiver of Sovereign Immunity," provides:

(a) A governmental unit is deemed to have waived sovereign immunity with respect to any claim against such governmental unit that is property of the estate and that arose out of the same transaction or occurrence out of which such governmental unit's claim arose.

The interest served by federal sovereign immunity (the United States' freedom from paying damages without Congressional consent)

Federal sovereign immunity is readily distinguishable from the states' immunity under the Eleventh Amendment and foreign governments' immunity under the Foreign Sovereign Immunities Act. The latter two doctrines allow one sovereign entity the right to avoid, altogether, being subjected to litigation in another sovereign's courts. Pullman Constr., 23 F.3d at 1169. Similar sovereignty concerns are not implicated by the maintenance of suit against the United States in federal court. Federal sovereign immunity has had such broad exceptions carved out of it that, as Pullman Construction concluded, "Congress, on behalf of the United States, has surrendered any comparable right not to be a litigant in its own courts." Id. In the present day, federal sovereign immunity serves merely to channel litigation into the appropriate avenue for redress, ensuring that "No Money shall be drawn from the Treasury, but in Consequence of Appropriations made by Law." Pullman Constr. at 1168 (quoting Art. I, section 9, cl. 7).

Federal sovereign immunity is a defense to liability rather than a right to be free from trial.

The Supreme Court has ruled that in a case involving the government's sovereign immunity the statute in question must be strictly construed in favor of the sovereign and may not be enlarged beyond the waiver its language expressly requires. See United States v. Nordic Village, Inc., 503 U.S. 30, 33-35 (1992).
 

Sævar Finnbogason, 18.6.2009 kl. 19:44

20 identicon

Sæll.

Indriði Þorláksson fullyrti í Kastljósinu að "alþjóðasamfélagið" "vinaþjóðirnar" hafi sagt að þessir samningar væru alveg "frábærir" fyrir Ísland.

Hvenær fengu þær þá að lesa samningana?

Voru þeir ekki slíkt leyndarmál að raðlygararnir Jóhanna og Steingrímur lugu því til að Hollendingar og Bretar leyfðu ekki þjóðinni eða þingheimi að lesa þá, en reyndist síðan vera lygar og ólánsparið vildu einfaldlega leyna landráðstilrauninni með að varna landsmönnum aðgangi að samningunum.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 21:58

21 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Sævar kjarni málsins er þessi:

1. Mikill vafi leikur á að Ísland geti nokkru sinni risið undir þeim skuldbindingum sem þarna er um að ræða.

2. Jafnvel þó Ísland gæti risið undir þessum skuldbindingum þýðir það að lífskjör verða hér með allt öðrum hætti en í nágrannaríkjum okkar og við höfum átt að venjast. Þess utan mun almannaþjónusta skerðast verulega frá því sem nú er.

3. Fremstu sérfræðingar Íslands í Evrópurétti þau Stefán Már Stefánsson, Lárus Blöndal og nú síðast Dr. Elvíra hafa öll sagt að vinningslíkur væru mjög miklar fyrir Ísland ef við rækjum málið fyrir Evrópudómstólnum. Í fyrsta langi væri það ábyrgðarsjóður innlánsstofnanna sem væri ábyrgur en ekki íslenska þjóðin. Í öðru lagi væri um að kenna klúðri í Evrópulöggjöfinni sem ekki væri Íslendingum um að kenna. Og í þriðja lagi væri ekki stafkrókur til í lögunum um ábyrgð einstakra ríkja.

4. Með því að skrifa undir samkomulagið eru íslendingar að afsala sér öllum vörnum í málinu og ekki einungis að gangast við skuldum sem eru verulega umdeildar heldur að sýna af sér ábyrgðarleysi og flottræfilshátt sem mun koma niður á komandi kynslóðum og ógnar fullveldi landsins í framtíðinni.

Sigurður Þórðarson, 18.6.2009 kl. 22:10

22 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Guðmundur,

já það er margt skrítið í kýrhausnum. Þau lugu þessi bæði tvö og síðan gekk maður undir manns hönd að reyna að snuðra hvernig samningnum hefði verið lekið og hver hefði legið honum.

Hollendingarnir voru mjög hissa á að samningnum skyldi haldið leyndum. Þeir voru líka hissa á að Íslendingarnir skyldu hlaupa til og splæsa kampavíni eftir að þeir skrifuðu undir þessa þrælasamninga. 

En þurfum við eittvað að vera hissa á að þeir skyldu segja samninganefndinni að þjóðin gæti borgað svona mikið?  Nei, ó nei, sjálfur Gordon Brown sagði það í beinni útsendingu í breska þinginu að hann væri að nota þessar stofnanir til að skvísa Íslendinga.

Sigurður Þórðarson, 18.6.2009 kl. 22:19

23 identicon

Heill og sæll; Sigurður minn - sem þið önnur, hér á síðu !

Jú; það blasir við, að koma verði þessu vinstra hyski frá, með illu - fari það ei, með góðu.

Byltingarráð; 15 - 18 manna, í þjóðernissinna anda, íslenzkrar Alþýðu, þarf að koma að stjórnveli, með tilheyrandi hreinsunum, í stjórnsýslu og embættismanna kerfinu, öllu, gott fólk.

Með; hinum beztu kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 22:36

24 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Óskar minn, ég vil gjarnan vera í byltingarráðinu en ef það er einhver vafi á að ég komist í það er öruggara að vera með 18 frekar en  15.  (nú er kannski kominn svefngalsi í mig)

Sigurður Þórðarson, 18.6.2009 kl. 23:15

25 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ekki er þetta björgulegt Siggi minn og smeykur er ég um að gildran sé endanlega smollin aftur eins og til var stofnað og fátt geti komið í veg fyrir að allar okkar helstu mjólkurkýr verði hirtar af auðhringjum, hér er margt að ásælast og trixið við að veiða íslendinga í gildruna og snúa á þá reyndist að drekkja þeim í lánsfé og ýta undir lífsstíl sem þjóðin hafði engin raunveruleg efni á,(hjálpuðu landráðamenn til við ginninguna?) , fleyri þjóðir sitja í sömu útpældu gildru. Eins og ég hef trúað í áratugi, kreppur verða ekki fyrir tilviljanir og óheppni frekar en meiriháttar stríð, allt þjónar þetta hagsmunum fárra.

Var annars að gera nýtt lag félagi ef þig langar að skoða; " War Profiteer ".

Georg P Sveinbjörnsson, 19.6.2009 kl. 00:46

26 Smámynd: Jens Guð

  Ég kvitta og tek undur orð Ásthildar Cesil.

Jens Guð, 19.6.2009 kl. 01:48

27 Smámynd: Sævar Finnbogason

Sæll aftur Siggi.

Ég var ekki að tjá mig um hvort við ættum eða ættum ekki að borga heldur að fjalla um þessa þýðingu. Ég hef meiri áhyggjur af 6. grein samningsins en þeirri 16. þar sem ísland virðist skuldbinda sig varðandi meðferð kröfuhafa i gömlu bönkunum að því er virðist og átta mig illa á hvernig þetta á eftir að spilast

Sævar Finnbogason, 19.6.2009 kl. 02:20

28 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gaman að heyra í þér Georg og takk fyrir lagið. Ég er sammála þér í því að það er bölvaður óþefur af þessu.  Við erum að sigla inn í svakalegt ástand en ég er að vona að einhverjir VG átti sig á síðustu stundu og hætti að styðja þessa svikamyllu.

Eigum við ekki að sjást á Þingvöllum?

Sigurður Þórðarson, 19.6.2009 kl. 06:04

29 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jens ég vorkenni Jóhönnu hún áttar sig ekkert á þessu.

Sigurður Þórðarson, 19.6.2009 kl. 06:06

30 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Sævar við eigum að flýta okkur hægt í þessu máli.

Ég sá Indriða H. Þorláksson í sjónvarpinu í gær. Hann viðist ekki átta sig á því að Bretar nota IMF og ESB í þessu máli. Ég hef orð Gordon Brown sjálfs fyrir því í breska þinginu að þessum stofnunum yrði beitt til að þrýsta á Íslendinga til að tæma vasana. 

Þess utan er engin trygging fyrir því að eignasafn Landsbankans fari í að borga Icesave að mati okkar færustu lögfræðinga.

Það er ekkert sem þrýstir á að Íslendingar gangi í þessa gildru.

Sigurður Þórðarson, 19.6.2009 kl. 06:15

31 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Það á að lögsækja breta og ná betri samningum. Þá með samninganefnd sem veit hvað hún er að gera. Þessi samningur er smánarlegt skjal.

Ævar Rafn Kjartansson, 19.6.2009 kl. 10:58

32 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Nákvæmlega.

Sigurður Þórðarson, 19.6.2009 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband