VG vill hvalveiðar feigar

Sjávarútvegsráðherra hefur gert samkomulag við Hagfræðistofnun um að leggja þjóðhagslegt mat á hvalveiðum í þeim tilgangi að finna réttlætingu til að draga úr eða stöðva hvalveiðar. Þannig á Hagfræðistofnun að reikna út áhrif á ferðaþjónustu án þess að hafa til þess nokkrar forsendur. En  Hagfræðistofnun er ekki ætlað að rannsaka hagræn áhrif þess að halda vexti hvalastofna í skefjum þó vitað sé að hvalir éta í það minnsta 15 sinnum meira en við veiðum. Þannig er Hagfræðistofnun ætlað að reikna út og meta huglægar forsendur en sleppa þekktum stærðum.

8024


mbl.is Mat lagt á þjóðhagsleg áhrif hvalveiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Varðandi hvalveiðar þá finnst mér að við verðum að nálgast það mál af skynsemi. Vissulega má nýta þessa sjávarafurð betur en við verðum að gera það með skynsamlegum hætti. Íslenskt efnahagskerfi er brothættara en postulín um þessar mundir og við megum ekki við viðskiptaþvingunum vegna Hvalveiða og því er algjörlega ljóst að t.d þessi tala sem einar guðfinnsson setti á sínum tíma var hrein og klár fjarstæða. Orðstýr Íslendinga er þegar skelfilegur erlendis og má ekki við meiru. Mín skoðun er sú að við verðum að auka framleiðslu og á tímum sem þessum en það verður að gera það á réttan hátt. Nú þegar hráefniskostnaður á íslenskum verðmætum er mjög vægur má skoða glás af möguleikum. Fyrst Jón Ólafsson nær að selja bandaríkja mönnum vatn þá hlítur að vera hægt að selja þeim eitthvað annað eins og t.d föt.

ég held að möguleiki fyrir fataiðnaði t.d hérlendis er mjög góður um þessar mundir. Við höfum glás af fólki sem er atvinnulaust um þessar mundir með mikla markaðsþekkingu, glás af fatahönnuðum og þar að auki ætti  hráefniskostnaður að vera minni en nokkurn tíman áður.. t.d ullariðnaður og svo er farið að búa til föt t.d úr fiskroði þó ótrúlegt megi virðast. 

Vandamálið er að meðan hver með sína þekkingu hangir í sínu horni mun ekkert gerast. 

Brynjar Jóhannsson, 18.4.2009 kl. 15:38

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hvalveiðar geta skapað yfir tvöhundruð störf og enn fleiri afleidd störf og mikinn gjaldeyri þó farið yrði mjög varlega. Við myndum þó þéna margfalda þá upphæð í auknum fiskveiðum þar sem hvalir ryksuga fiskistofnana.

Sigurður Þórðarson, 18.4.2009 kl. 17:34

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Vona að við getum hafið hvalveiðar, hakkað kjötið í buff og gefið Bretum að éta. Örugglega fínir hamborgarar - í staðinn fyrir að hafa nautakjöt sem er hormónabætt.

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.4.2009 kl. 19:06

4 Smámynd: Hörður Einarsson

VG vilja allt sem arðbært er feigt, kæfa, kæfa, kæfa niður virðist kjörorð þeirra.

Eins og Steingrímur stefnir hraðbyri í, þá er hann byrjaður á landbúnaðinum, sjálfur fæddur á einu stærsta fjárbúi landsins og ætti hann að hugsa sig betur um áður en hann kæfir allt landið í skít, nema hann hafi þetta eðli sem flokksbróði hanns á Bessastöðum hefur.

Hörður Einarsson, 18.4.2009 kl. 21:00

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 innlitskvitt

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 18.4.2009 kl. 21:50

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Rósa mín, við ættum að ala börnin okkar á hollu hvalkjöti við getum kannski borgað eitthvað af Icesave skuldunum til Breta með hakkabuffi eins og þú segir. Ef Bretarnir vilja heldur hormónakjöt seljum við hvalkjötið bara til Japans. Sæll Hörður VG eru ágætir að mörgu leyti.  Sæl Jóhanna, gaman að sjá þig, bið kærlega að heilsa Tryggva.

Sigurður Þórðarson, 18.4.2009 kl. 22:25

7 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Sigurður..

Í sjálfu sér er ég alveg hlintur Hvalveiðum.. en er gallharður á því að við verðum að fara hægt í sakirnar til að skaða ekki ímynd íslands um þessar mundir.  Í augnablikinu eru foxillir viðskiptahákarlar vafrandi í kringum ísland í von um að geta nartað í bita af landinu okkar og ef það væri þeim í hag myndu þeir nauðga íslensku mannorði á erlendri grundu. 

Það hafa alltaf byrst fréttir erlendis í stærstu fréttastöðum erlendis þegar íslendingar hefja hvalveiðar og  er þá um mjög viðurstyggilegan áráður gegn hvalveiðum að ræða. um þessi misseri er hætt á að útlendingar  tengi þá þetta við okkar samfélag og ráðist á okkur með mikillri úlfúð sem yrði mögulega þess valdandi að reynt væri að beita okkur enn þá meira harðæði en áður.

Ég segi.. bíðum í svona hálft ár... þá fara hagkerfi að hrynja út um allan heim.. og fógusinn er farin af íslandi eins mikið og nú. Þá má fara að skoða þetta betur.  

Brynjar Jóhannsson, 19.4.2009 kl. 00:49

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér hefur sýnst að lætin kring um hvalveiðar sé mest í íslenskum fjölmiðlum.  Og ekki hefur mér sýnst ferðamannastraumurinn  hafa minnkað þó við veiðum hvali.  En ég er alveg sammála því að hér þarf að fara varlega og ekki ana að neinu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.4.2009 kl. 08:56

9 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll aftur Siggi minn

Hugsaðu þér bara hvað það væri nú gott fyrir Bandaríkjamenn að fá hvalkjötsbuff í hamborgarana sína. Myndi laga heilmikið heilsu þeirra. Þegar ég fór til Bandaríkjana 1988 þá upplifði ég að ég væri grönn og pen þegar ég sá fólkið þarna og ekki batnar lífsmátinn með áti á hormónabættu kjöti.

Guð veri með þér og þínum

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.4.2009 kl. 21:49

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir ykkar sjónarmið Brynjar, Ásthildur og Guðlaugur.

Sæl Rósa takk fyrir hlýar kveðjur, sömuleiðis.

Kannnski ég ætti að skreppa til Ameríku?

Sigurður Þórðarson, 22.4.2009 kl. 06:00

11 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.4.2009 kl. 08:53

12 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það eru  komnar fram svo margar skýrslur og álit sem sýna það svart á hvítu að hvalveiðar hafa ENGIN áhrif á ferðamannaiðnað eða sölu afurða.  VG er bara meða þá stefnu að hvalveiðar séu slæmar og þar af leiðandi vilja þeir ekki taka mark á þeim og láta gera enn eina úttektina og panta í leiðinni niðurstöðu sem er þeim þóknanleg.  Sjaldan hef ég lesið annað eins af órökstuddri þvælu eins og Guðlaugur Hermannson lætur frá sér fara í athugasemd sinni það væri kannski ráð að menn kynntu sér málin áður en þeir tjá sig.

Jóhann Elíasson, 22.4.2009 kl. 11:57

13 Smámynd: Jóhann Elíasson

Guðlaugur vertu ekki með þetta bull og kynntu þér málin.  Það þýðir ekki að vera að vitna í reglur ESB um matvæli að því er ég best veit þá gilda sömu gæðareglur innan ESB og annarsstaðar.  Heldur þú virkilega að hvalur verði verkaður við ófullnægjandi aðstæður?

Jóhann Elíasson, 22.4.2009 kl. 12:33

14 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Gulli frændi.

Það er örugglega hægt að útbúa aðstöðu til að verka hval hér á landi. Annað eins hefur nú ekki stöðvað okkur Íslendinga. Iðnaðarmönnum vantar vinnu og væru fegnir að fá að slá upp almennilegu húsi uppí Hvalfirði til að verka hval.

Og svo hökkum við hluta af kjötinu, búum til borgara og gefum Tjöllum og Bandaríkjamönnum. Myndi hjálpa þeim að minnka í þvermáli.

Hvalkjöt aldeilis hollara en hormónabætt nautakjöt sem vex á öllum skönkum á líkama Bandaríkjamanna.

Það ætti að fara með okkur sem erum óánægð með útlit okkar til Bandaríkjanna og þar fengjum við heldur betur aðra sýn á útliti okkar. Sjá kerlingarnar sem voru í gallabuxum og stuttermabol sem þær girtu ofaní gallabuxurnar. Það sáust allar fellingar og þær voru út um allt meira að segja á handleggjum.

Guð veri með ykkur.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.4.2009 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband