Fyrir hvað borgaði Eykt 5 milljónir til Framsóknarflokksins?

Það vekur athygli að fyrirtæki keppast við að fá fjölmiðla og helst af öllu sjónvarp til að mynda sig í bak og fyrir ef þau gefa nokkra hundraðþúsundkalla til líknarfélaga. En þau reyna að leyna því nánast eins og mannsmorði ef þau "styrkja" einhvern flokk sem er í oskar-hanna-birnavaldastöðu til að endurgreiða "styrkinn".  Þannig þurfti Framsókn að suða í marga daga í styrkveiðendum sínum til að fá leyfi til að birta nöfn þeirra, enda höfðu fyrirtækin sum hver fjárfest í trausti þess að styrkurinn yrði ekki gefinn upp. Nú hefur það þó verið gert undir miklum þrýstingi og því liggur beint við að spyrja: Fyrir hvað var Eykt að borga 5 milljónir beint í Framsókn?  Þeir sem fylgst hafa með borgarmálum vita að Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi hefur margítrekað gagnrýnt að núverandi meirihluti gerði afar óhagkvæman samning við Eykt um leigu á Höfðatorgi til 25ára upp á 4 milljarða vísitölutryggt. Fyrir utan þessa upphæð til flokksins hefur Óskar Bergson fulltrúi Framsóknarflokksins, viðurkennt að hafa mótekið peninga beint frá Eykt en ekki viljað gefa upp upphæðina. Hvað er upphæðin há Óskar? 100-9443BBO7


mbl.is Framsókn opnar bókhaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Skipulagið um Höfðatorg var samþykkt í tíð R-listans. Þá var Óskar Bergsson í skóla og ekki í neinni nefnd á vegum borgarinnar.

Skipulaginu var svo breytt, aukið og staðfest af Degi B Eggertssyni, borgarstjóra 100 daga meirihlutanums, sem Ólafur F Magnússon er jú guðfaður að.

Þannig að það er nú ekki margt sem þú getur troðið í þessa brók Sigurður.

Gestur Guðjónsson, 12.4.2009 kl. 23:03

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Gestur, ég sem var að vona að þú myndir svara annarri og helst báðum spurningum mínum en þær voru þessar: 1. Fyrir hvað greiddi Eykt Framsóknarflokknum 5 milljónir? 2. Hvað styrkti Eykt Óskar Bergsson mikið?

Þú ferð með umræðuna út á tún með því að fara að tala um skipulag Höfðatúns sem hefur langsótta tengingu við leigusamninginn. Vonandi er þetta nógu skýrt.

Sigurður Þórðarson, 12.4.2009 kl. 23:27

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

1. Eykt var ekki að borga fyrir neinn greiða.

2. Veit það ekki.

Athugaðu að leigusamningurinn er staðfestur og reyndar stækkaður í tíð F-listans í borgarstjórn, en Dagur B Eggertsson, borgarstjóri 100 daga meirihlutans, skrifaði undir það.

Gestur Guðjónsson, 12.4.2009 kl. 23:46

4 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Svona leigusamningar eru eitt af afsprengjum einkavæðingaræðisins og voru að ég held alls staðar sérstakt hugðarefni Sjálfstæðismanna. Með útreikningum var sýnt fram á að þetta væri hagkvæmt fyrir opinbera aðila. Þeir útreikningar standast ekki í dag, núna hefur leiguverð hríðlækkað en opinberir aðilar sumir pikkfastir í vísitölubundnum langtímasamningum eða það sem verra er - neyðast til að taka yfir byggingar sem verktakar fara í þrot með s.s. tónlistarhúsið í Reykjavík og hugsanlega Egilshöll. Svona samningar eru að sliga Reykjanesbæ.

það er ekkert hægt að gera nema endurskoða þetta og segja upp mjög óhagkvæmum samningum en þeir eru oft til langs tíma og ef til vill ekki hægt að segja þeim upp. Óskar Bergsson var enginn upphafsmaður eða hvatamaður að svona samningum, þetta var lenskan í því samfélagi sem hrundi yfir okkur. 

Varðandi eitthvað sérstakt framlag til Óskars þá átt þú væntanlega við í prófkjörsbaráttu hans fyrir nokkrum árum. Það varðar ekki fjármál Framsóknarflokksins og ég mæli með að þú snúir þér beint til Óskars og spurjir hann um það í staðinn fyrir að koma með einhverjar dylgjur hér á bloggi. Prófljörsbarátta er kostuð alfarið af frambjóðendum og þeim sem þeir fá til að styrkja sig. Það er mjög mikilvægt að hafa reglur um hámark sem frambjóðendur mega verða í prófkjöri, við höfum séð t.d. í Sjálfstæðisflokknum að þar kostar það nokkrar milljónir hjá mörgum. Dögg Pálsdóttir birti tölur um hvað það kostaði hana og það var alveg til fyrirmyndar.

Það er nú sorglegt að Eykt sem og flest önnur byggingarfyrirtæki í borginni er komið í þrot.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 12.4.2009 kl. 23:47

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Mér finnst eðlilegt að Sigurður komi í það minnsta með einhverjar vísbendingar um að Óskar hafi á einhvern hátt komið Eykt vel í sínum embættisfærslum áður en hann heldur áfram sínum dylgjum. Annars verður að líta á málflutning hans sem ómerkilegan róg, sem er ekki honum líkt.

Gestur Guðjónsson, 12.4.2009 kl. 23:53

6 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Eykt hefur verið vel stætt fyrir ári síðan (eins og ég var) en ég sé ekki bein tengsl við framsókn?  Eykt hefur þó verið framúrskarandi fyrirtæki og vægast sagt skrítið að það sé komið í þrot ...eins og Salvör segir sjálfsagt réttilega?

ps:

http://www.eykt.is/verkefnin/

Starfsemi fyrirtækisins jókst til muna eftir að eignir Vöruflutningamiðstöðvarinnar við Borgartún voru keyptar árið 1999 og uppbygging hófust þar. Í kjölfarið var Höfðaborgin Borgartúni 21 byggð ásamt Hagstofuhúsinu Borgartúni 21A og höfuðstöðvum Kaupþings banka við Borgartún 19. Á sama tíma var Eflingarhúsið við Sætún 1 byggt.

Hús Íslenskrar erfðagreiningar hf. var síðan byggt árið 2001. Framkvæmdir hófust í febrúar 2001 og húsið var fullgert í desember sama ár, alls um 16.000 m2 að flatarmáli.

Verk sem Eykt hefur lokið við síðan þá eru m.a.

  • Allar vegbrýr við tvöföldun Reykjanesbrautar 2004 og 2007,
  • 230 m löng brú yfir Kolgrafafjörð á Snæfellsnesi 2005,
  • Göngubrýr yfir Hringbraut og Njarðargötu ásamt undirgöngum og stoðveggjum, allt hluti af verkinu Færsla Hringbrautar 2005,
  • Vegbrýr og göngubrýr yfir Úlfarsá 2005,
  • Stækkun Laugardalshallarinnar 2005,
  • Akstursbrú á mótum Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar 2006,
  • Bygging verslunarhúss fyrir MEST 2006 og stækkun steypustöðvar MEST 2007,
  • Stækkun Menntaskólans í Hamrahlíð 2006,
  • Stækkun Cabin-hótels 2007,
  • Bygging 100 MW gufuaflsvirkjunar á Reykjanesi 2004-2006,
  • Bygging 30 MW gufuaflsvirkjunar í Svartsengi 2007,
  • Stækkun höfuðstöðva Kaupþings banka við Borgartún 2007,
  • Íbúðarhús við Erluás, Skógarsel og Helluvað 2003-2007.

Stærsta verkefni Eyktar um þessar mundir er uppbygging glæsilegrar íbúðar- og atvinnubyggðar við Höfðatorg í Reykjavík, auk þess sem unnið er að undirbúningi uppbyggingar á íbúðar- og atvinnuhverfi austan við Varmá í Hveragerði með um 900 íbúðum sem áætlað er að verði byggðar á árunum 2007-2018.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.4.2009 kl. 00:06

7 identicon

Eykt var að borga fyrir þjónustu borgarfulltrúa og þingmanna flokksins við ýmis verkefni sín.Breytt deiliskipulag við Höfðatorg, byggingu göngubrúa fyrir Reykjavíkurborg.Leigusamninga við ríkið vegna Íbúðarlánasjóðs en þar fékk

Eykt ´´tækifæri´´ til að byggja og endurleigja ríki skrifstofuskúra við Höfðatorg ( skúrar lánasjóðsins og ýmissa ríkisstofnanna ).Þeir fengu líka húsaleigusamning við Reykjavíkurborg upp á rúman hálfan milljarð á ári frá árinu 2006 ( frá því að grunnurinn var tekinn ).Það sem borgin fær eru ömurlega dýrir húsasóttar skúrar og engum dettur í hug að borga HÁLFAN MILLJARÐ Á ÁRI fyrir slíka húsasóttarkofa NEMA honum hafi verið mútað.Vona bara að löggan sé í lagi og fari heim til Alfreðs og Óskars á morgun ( og sennililega Dags og Svandísar líka ), á skrifstofu Eyktar, inn á

stjórnsýsluskúr Birgis Björns og félaga.ENGIN greiðir slíka upphæðir úr almannasjóðum nema afþví honum var MÚTAÐ.

Einar Guðjónsson (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 00:09

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir svörin Gestur og Salvör. Fyrra svar þitt Gestur var ekki sérlega nákvæmt og það er því ærið tilefni til að gera þessu skil með ítarlegum hætti í blaðagrein. Salvör þú hefur mikið til þins máls að leigusamningar voru sérstakt hugarfóstur sjálfstæðismanna. Helmingaskipti framsóknar- og sjálfstæðismanna á eigum almennings eru þó ekki nýtt fyrirbrigði. Þessi samningur var sérstakur að því leyti að hann var  til 25 ára og vísitölubundinn.  Óskar Bergson hefur ítrekað verið spurður um hvað hann hafi fengið mikla peninga frá Eykt en neitað að gefa það upp.

Sigurður Þórðarson, 13.4.2009 kl. 00:15

9 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Anna, hvar er tengingin við Framsókn, hafa þetta ekki verið verk unnin samkvæmt opinberum útboðum, þar sem fullrar sanngirni hefur verið gætt?

Gestur Guðjónsson, 13.4.2009 kl. 00:20

10 Smámynd: Jens Guð

  Eykt hefur tæplega verið að henda peningum út um glugga með því að fjárfesta í Framsókn.  Hvað fékk Óskar Bergsson háa upphæð frá Eykt? 

Jens Guð, 13.4.2009 kl. 00:31

11 identicon

Heill og sæll; Sigurður - líka þau hin, sem hans síðu geyma og brúka !

Gestur - Salvör og Anna Benkovic !

Líkast til; er þetta ráðslag, enn eitt skýrt dæmið um; hversu skynsamlegra sé, að sem flestir hlutir séu á ríkisins vakt - fremur en misviturra, persónulegra púka, hverjum annast er, um eiginn andskotans bakhluta, sem dæmin sanna, svo allvíða. Og leyfa sér svo; að kasta fjármunum, í hít flokks sjóða frjálshyggju flokkanna, í ofanálag (B - D og S lista), eins og ekkert sé sjálfsagðara.

Kannski; helvítis Kommúnistarnir (VG) hafi fengið sporslur einnig, þaðan í frá ? Svo er rétt; að minna ykkur, gott fólk, á bruðl : Trygginga miðstöðvariannar - Eignarhaldsfélags  Samvinnutrygginga, auk fjölda annarra.

Ekki að furða; að helvítis iðgjöldin hafi rokið upp, reglulega, hjá trygginga félögunum !

Vitið þið það - gott fólk, að siðferðið er, á hærra stigi, austur í Laos (A- Asíu)  - Ghana (Afríku) og Ekvador (Suður- Ameríku) en hér, sem alls kyns glæpahundar; tvífættir, vel að merkja, ganga lausir enn, SÍÐAN Í FYRRA HAUST !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Með; ágætum kveðjum, þó þunglegar séu (vegna spillingarlýðsins) /

Óskar Helgi Helgason     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 00:38

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er gleðilegt til þess að vita hve allir eru siðvandir rétt fyrir kosningar.

Sigurður Þórðarson, 13.4.2009 kl. 01:01

13 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Amen

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.4.2009 kl. 01:26

14 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hver er skýringin á því að Óskar Bergsson vill ekki upplýsa hvað Eykt hefur styrkt hann mikið fjárhagslega?

Er það Eykt sem biður hann um að leyna því?

Sigurður Þórðarson, 13.4.2009 kl. 08:40

15 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Af hverju ætti Óskar, einn prófkjörsframbjóðenda fyrir borgarstjórnarkosningarnar síðustu að gefa upp sína styrktaraðila? Hann hefur gengið lengra en margir aðrir og upplýst um að Eykt hafi þó styrkt hann.

Gestur Guðjónsson, 13.4.2009 kl. 09:33

16 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er gott að þú spyrð að þessu Gestur.

Mér er ekki kunnugt um að aðrir prófkjörsframbjóðendur hafi haldið þessum upplýsingum leyndum. En ef svo er þá gæti Óskar gengið á undan með góðu fordæmi og gefið það upp til að eyða tortryggni eða að upplýsa hver hagsmunatengslin eru.

Þetta er sérlega brýnt vegna þess að Eykt á í stórfelldum viðskiptum við Reykjavíkurborg þar sem Óskar er kjörinn til að fara með almannahagsmuni. 

Sigurður Þórðarson, 13.4.2009 kl. 09:42

17 Smámynd: Hallur Magnússon

Sóley Tómasdóttir Vinstri grænum var styrkt af byggingaraðila í prófkjörsbaráttu sinni. Er það sama syndin og margir vilja vera láta að Óskar hafi drýgt með því að hafa fengið styrk í kosningabaráttu sína frá byggingarfélaginu Eykt?

Hallur Magnússon, 13.4.2009 kl. 09:49

18 Smámynd: Hallur Magnússon

Sigurður!

Það er líka rétt að það komi fram að Óskar tilkynnti strax þegar hann tók sæti sem varaborgarfulltrúi að hann hefði verið starfsmaður Eyktar á árum áður og fengið frá þeim framlag vegna prófkjörsbaráttunar. Því tæki hann ekki þátt í afgreiðslu mála í skipulagsráði þegar um væri að ræða málefni Eyktar.

Betur að aðrir borgarfulltrúar gerðu slíkt hið sama - td. Ólafur Friðrik - sem beitti sér af mikilli hörku í máli er varðaði atvinnuhagsmuni sonar hans - í stað þess að láta vita af ´mögulegu vanhæfi sínu við afgreiðslu þess máls vegna þessara fjölskyldutengsla.

Hallur Magnússon, 13.4.2009 kl. 09:53

19 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir þetta Hallur,

Það skiptir engu hvað frambjóðandinn heitir eða fyrir hvaða flokk hann vinnur. Það er mikilvægt að þetta sé uppi á borðum og ekki síst upphæðin þannig að menn komist hjá hagsmunaárekstrum.  Ef upphæðin er mjög há ættu menn ekki að sækjast eftir því að komast í aðstöðu til að endurgreiða styrkinn á kostnað almennings. Ef upphæð styrksins liggur fyrir eykur það hæfi þeirra jafnvel þú upphæðin sé há.

Sigurður Þórðarson, 13.4.2009 kl. 09:56

20 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll aftur Hallur ég var ekki búinn að sjá seinni færslu þína.

Það að Óskar hefur unnið hjá Eykt gerir hann ekki endilega vanhæfan til að semja við fyrirtækið fyrir hönd borgarinnar en það að hann hefur þegði fjárstyrk frá fyrirtækinu sem hann neitar að gefa upp hvað er hár gerir hann tortryggilegan sem viðsemjenda borgarinnar við fyrirtækið. Þess vegna er það furðulegt að hann skuli ekki gefa upp upphæðina og eyða þannig málinu.

Tenging þín á syni Ólafs Magnússonar við þetta mál er svo langsótt að ég bið þig endilega að skýra hana betur.

Sigurður Þórðarson, 13.4.2009 kl. 10:17

21 Smámynd: Hallur Magnússon

Sigurður!

Sammála þér - það skiptir engu hvað frambjóðandinn heitir eða fyrir hvaða flokk hann vinnur. En því miður eru fjöldi manns sem telja það skipta máli!

Með forgöngu Framsóknarflokksins voru settar reglur um styrki til stjórnmálaflokkanna.  Þar eru einnig ákvæði um styrki til frambjóðenda í prófkjörum.  Þar er hámarksstyrkur frá hverjum aðila 300 þúsund krónur. Heildar hámarksfjárhæð í fjölmennustu kjördæmunum er að mig minnir 1,4 milljónir króna.

Vegna slíkrar prófkjörsbaráttu er skylda að halda sérstakt bókhald sem skal vera endurskoðað og sent ríkisendurskoðanda.

Þannig hefur Framsóknarflokkurinn í samvinnu við hina flokkanna tryggt að einstök framlög og heildarupphæð framlaga séu hófleg.

Við getum því gengið út frá því að engin framlög eru hærri en 300 þúsund krónur.

Held að jafnvel ómerkilegustu stjórnmálamenn selji ekki sálu sína fyrir slíka smáaura

Hallur Magnússon, 13.4.2009 kl. 10:20

22 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll aftur Hallur, það var þarft verk og ekki að nauðsynjalausu sem þessi regla var sett. En það er því miður hægt að fara framhjá þessum reglum. Mér er vel kunnugt um mjög háttsettan pólitíkus í borgarkerfinu (borgarstjóra) sem lét hagsmunaaðila og viðsemjanda Reykjavíkurborgar greiða fyrir sig auglýsingareikninga í prófkjörsbaráttu.

Sigurður Þórðarson, 13.4.2009 kl. 10:33

23 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er frábært hvað við erum öll sammála um nauðsyn þess að uppræta spillingu og tortryggni. Ef upphæðin er lág ætti Óskari að vera vandalaust að nefna hana og fá þetta mál út úr heiminum, ekki satt.

Sigurður Þórðarson, 13.4.2009 kl. 11:12

24 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Fyrir hvað borgaði Baugur Samfylkingunni nokkrar millur var það fyrir Borganesræðuna frægu.?

Ragnar Gunnlaugsson, 13.4.2009 kl. 11:49

25 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ragnar, var hún svo mikils virði?

Sigurður Þórðarson, 13.4.2009 kl. 11:54

26 Smámynd: Hlédís

Eftir áralanga Borgarnes-ræðu-þráhyggju Stór-FLokksins er vægast sagt spauglegt að hann reynist eini flokkurinn sem virkilega var hlaðinn gjöfum(mútum?) frá Baugi heitnum!

Hlédís, 13.4.2009 kl. 12:04

27 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Góður punktur.

Sigurður Þórðarson, 13.4.2009 kl. 12:13

28 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég vona hins vegar að hún (ISG) hafi í það minnsta fengið klapp á bakið þegar hún mætti á LÍ Ú þing og hældi kvótakerfinu rúmum tveimur árum eftir að Samfylkingin lofaði að afnema það á 10 árum.

Maður talar um að vindhanar snúist eins og vindar blása. 

Myndu lofthænur samsvara því í kvennkyni?

Sigurður Þórðarson, 13.4.2009 kl. 12:30

29 Smámynd: Hlédís

Kannski það ;)

Hér kemur véfréttar-umsögn: í oddaflugi er einn fugl í einu fremstur meðal jafningja - Lofthænan flýgur efst fyrir framan jafningja.

Hlédís, 13.4.2009 kl. 15:13

30 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jæja Hlédís, mín kæra vinkona.

Ekki kann ég að meta allan þann fiðurfénað. Mér sýnist þessi lofthæna hafa verð lengi á fóðrum og illa fiðruð til langflugs.  Það flýgur víst hver eins og hann er fiðraður til. 

Sigurður Þórðarson, 13.4.2009 kl. 16:51

31 Smámynd: Bjartmar Oddur Þ Alexandersson

Sæl öll

Ég hef nú lesið yfir alla umræðuna sem hefur átt sér stað hér.

Það sem mér finnst það skrítnasta við þetta allt saman er að engum finnst það athugavert að fyrirtæki styrki bæði flokka og einstaklinga.

Það er bara því miður þannig að það er ekkert sem heitir "frír hádegismatur"

Þegar peningar skipta um hendur þá fá báðir aðilar eitthvað fyrir sinn snúð. Hvort sem það er í verslun eða þegar maður gefur til barnahjálp Sameinuðu Þjóðanna, maður fær verðmæti i verslun og það bætir samvisku manns að gefa til góðgerðamála.

Enginn heilvita maður gefur 5 milljónir og býst svo við að fá ekki neitt. Þetta er bara einföld staðreynd sem fólk er greinilega ekki að átta sig á.

Bjartmar Oddur Þ Alexandersson, 13.4.2009 kl. 17:42

32 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Alveg rétt hjá þér Bjartmar ég er að segja það sama og þú en þú ert kannski berorðari. Við segjum ekki mútur heldur fyrirgreiðsla og flestir vita hvað það þýðir nema þeir framsóknarmenn sem hér hafa komið og tjáð sig og telja þetta alltsaman í "þágu lýðræðisins".  Sjálfstæðismenn reyna líka að blekkja sjáfa sig og aðra með því að kalla þetta styrki, jafnvel siðlausa styrki  en allsekki mútur sem það þó eru.

Sigurður Þórðarson, 13.4.2009 kl. 18:37

33 Smámynd: Hlédís

Fyrirgreiðsla er jafnvel betra orð en mútur: Fyrir-greiðsla !

Hlédís, 13.4.2009 kl. 18:43

34 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hlédís, þetta er augljóslega rangur misskilningur hjá þér:  Fyrir-greiðsla, þetta segir sig sjálft.

Sigurður Þórðarson, 13.4.2009 kl. 19:48

35 Smámynd: Einar Karl

Skiljanlegt að þau sem standa í stjórnmálavafstri eiga erfitt með að líta hlutlægt á málefni eigin flokks, svona rétt fyrir kosningar, en framsóknarfólkið Gest, Hall og Salvör vildi ég spyrja:

Er 5 milljón króna styrkur frá einu fyrirtæki til flokks innan "hæfilegra" marka? Ef svo er, hvar dragið þið mörkin? Einhvers staðar á milli 5 og 30 milljón króna? 10? 15? 20?...

Getum við óbreyttir kjósendur treyst því að kjörnir fulltrúar gætu fyllstu hlutlægni í afgreiðslu mála er varða hagsmuni svo rausnarlegra styrkgjafa?

Einar Karl, 13.4.2009 kl. 20:42

36 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir þessa ágætu spurningu Einar Karl, vonandi fáum við svar sem fyrst frá framsónarmönnunum.

Sjálfur bíð ég eftir svari um hvað Óskar Bergson fékk mikið sjálfur frá Eykt.

Sigurður Þórðarson, 13.4.2009 kl. 20:55

38 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Nefndin sem undirbjó lögin um fjármál sjórnmálaflokkanna komst að því að 300 þúsund sé hæfilegt.

Á þessum tíma, áður en lögin voru sett, hefur einhverjum fyrirtækjum og stjórnmálaflokkum þótt það hæfilegt, sem í ljósi breyttra tíma og viðhorfa er ekki lengur hæfilegt.

Gestur Guðjónsson, 13.4.2009 kl. 21:37

39 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Í ljósi breyttra tíma er þá ekki rétt að menn upplýsi hvaðan þeir fengu styrki og hversu háir þeir voru?

Sigurður Þórðarson, 13.4.2009 kl. 22:58

40 Smámynd: Jens Guð

  Það vakti mikla athygli í gær þegar Sigurbjörn Davíð tók áskorun þinni um að hvetja Óskar Bergsson til að upplýsa allt um peninginn sem Eykt gaf honum.  Sigmundur fullyrti að nýi Framsóknarflokkurinn vilji hafa allt uppi á borðum.  Enga leynd lengur.

  Nóttin var varla liðin þegar þeir Sigmundur og Óskar náðu samkomulagi um að leynd muni áfram hjúpa styrk Eyktar til Óskars.  Það dæmi verið áfram falið undir borðum.

  Hvers vegna?  Þessi ofuráhersla á leyndina með þennan styrk vekur upp forvitni og grun um að um verulega upphæð hafi verið að ræða.

Jens Guð, 15.4.2009 kl. 21:25

41 Smámynd: Jens Guð

  Að sjálfsögðu átti að standa Sigmundur Davíð í fyrstu setningunni (en ekki Sigurbjörn)þ

Jens Guð, 15.4.2009 kl. 21:27

42 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir þetta innlegg Jens.

Ég þekki Sigmund ekki nema af góðu og satt að segja treysti ég honum til að leggja hart að Óskari Bergssyni að gefa upp fjárhæðina sem hann fékk hjá Byggingarfélaginu Eykt. Þess vegna urðu það mér mikil vonbrigði að Óskar Bergssyni virðist hafa tekist að fá Sigmund til að sætta sig við áframhaldandi leynd yfir peningagreiðslum til Óskars.

Sigurður Þórðarson, 15.4.2009 kl. 21:41

43 Smámynd: Hlédís

Hreint mjöl?  Va-a-rla!

Hlédís, 15.4.2009 kl. 21:48

44 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Hlédís, sundum er talað um "óhreint mjöl í pokahorni".

Með því að opna ekki pokann þrátt fyrir fjölda áskorana m.a. opinberlega frá eigin flokksformanni er Óskar að eftirlata okkur að giska á hvort óhreina mjölið er bara í pokahorni eða það sem verra gæti verið, "að pokinn sé fullur af óhreinu mjöli."  

Sigurður Þórðarson, 15.4.2009 kl. 22:00

45 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Sigurður,

þetta er allt mjög undarlegt mál. Formaður Framsóknar grátbiður Óskar að segja þjóðinni hversu mikið hann fékk frá Eykt. Þetta gerir hann í beinni útsetningu. Síðan í dag er allt annað hljóð í skrokknum. Hvað er í gangi?

Hvers vegna má ekki segja upphæðina?

Eigum við kjósendur að búa við það að innihaldslýsingin sé hulin, við vitum ekki hvað er í pakkanum. Er Óskar okkar eða þeirra. Það eru bara sjálfsögð mannréttindi að vita fituprósentuna í pulsum í Bónus, eins er með Óskar, hversu mörg prósent koma frá Eykt?

Ekki flókið mál-bara að svara einfaldri spurningu og málið dautt.

Gunnar Skúli Ármannsson, 15.4.2009 kl. 22:01

46 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gunnar Skúli,

Þú telur að málið sé dautt ef Óskar einfaldlega gefi upp hvað hann tók við miklum peningum og hann geti þannig losað sig úr slæmri klípu.

Óskar er greinilega á öðru máli og telur að staða sín muni versna ef hann upplýsir málið.  Ætli Óskar hafi rétt fyrir sér í því?

Sigurður Þórðarson, 15.4.2009 kl. 22:09

47 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Sigurður,

mín skoðun er sú að það séu mannréttindi að vita innihaldslýsinguna á frambjóðendum stjórnmálaflokkanna. Hluti af því er hver hefur styrkt þá, einnig og jafnvel mikilvægara hversu mikið.

Vandamál Óskars núna er að enginn mun trúa honum eftir að hann hefur verið svona tregur að gefa upp styrkinn. Allir munu vefengja hann. Því versnar staða hans bara eftir því sem hann dregur okkur á svarinu.

Staða hans mun versna því Eykt hefur hagsmuna að gæta innan borgarkerfisins. Það er augljóst að Eykt telur hagsmunum sínum betur borgið með styrk til Óskars en án.

Það verður spennandi að fylgjast með framvindu mála.

Gunnar Skúli Ármannsson, 15.4.2009 kl. 22:44

48 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Mannréttindamál segir Gunnar!

Þú ættir að segja það við Salvöru Gissurardóttur flokkssystur Óskars Bergssonar gott ef hún er ekki formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar. Gunnar þú ættir því að beina þessu erindi til hennar með formlegum hætti.

Sigurður Þórðarson, 15.4.2009 kl. 22:52

49 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ósköp er þetta eitthvað erfitt mál.  Hvað er að því að opinber stjórnmálamaður opinberi styrki sem hann hefur fengið.  Við viljum fá allt upp á borðið sagði formaðurinn.  Og dró það svo til baka í dag.  Það er von að fólk sé orðið reitt og leitt yfir allri þessari leynd og pukri í kjörnum fulltrúum.  Þú hefur aldeilis komið af stað skriðu Siggi minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.4.2009 kl. 23:15

50 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Stundum veltir lítil þúfa þungu hlassi. Kannski get ég orðið þetta litla þúfubarð, sem verður til þess að Óskar Bergsson upplýsi hvað hann fékk mikið borgað í styrkjum til sín frá Eykt.

Sigurður Þórðarson, 16.4.2009 kl. 08:50

51 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Auðvitað á Óskar Bergsson að upplýsa um þá styrki sem hann fékk frá Eykt, það er ekki nóg að hann útskýri málið fyrir formanni Framsóknar.  Það þarf að upplýsa allt málið, vegna þess að Óskar Bergsson, er forseti borgarstjórnar Reykjavíkur og borgin gerði stóra samninga við Eykt um leigu og kaup á eignum við Höfðatorg.  Í raun og veru var Eykt að styðja Óskar Bergsson til að þessir samningar næðust og það tókst.  Þannig að Eykt fékk vissulega mikið fyrir sinn styrk.

Jakob Falur Kristinsson, 16.4.2009 kl. 09:48

52 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þakka þér innlitið Jakob. Mæl þú manna heilastur.

Sigurður Þórðarson, 16.4.2009 kl. 10:11

53 Smámynd: Rannveig H

Ein nótt í pólitík er ekki langur tími fyrir Framsókn, eitt í dag og annað á morgun.Óskar losnar aldrei við spillingarstimpilinn í sambandi við Eykt nema hann upplýsi styrki frá þeim. Eykt hefur örugglega fengið mikið fyrir lítið í því tilfelli. Það eiga að koma reglur um að frambjóðendur eiga að upplýsa hver og hvaða upphæð er verið að styrkja þá um. Að formaður flokksins hafi snúist hugur á einni nóttu þarf ekki að koma á óvart, það er Framsókn. Það var gott hjá þér Siggi að koma þessu í loftið á fundinum.

Rannveig H, 16.4.2009 kl. 11:24

54 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir það Rannveig, en það er ekki nóg að koma þessu "í loftið á fundinum",  heldur verður að halda þessu tl streitu þangað til formanni Framsóknarflokksins snýst hugur öðru sinni.

Sigurður Þórðarson, 16.4.2009 kl. 11:31

55 Smámynd: Sturla Snorrason

Búinn að lesa alla romsuna, gott hjá þér að taka á þessum skrattakolli

Sturla Snorrason, 16.4.2009 kl. 21:42

56 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk Sturla, þeir eru reyndar fleiri skrattakollarnir og ég veit að þeim þykir þetta óþægilegt.

Sigurður Þórðarson, 17.4.2009 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband