Trúður gefur kost á sér í landsstjórnina.

Það þurfti trúð til að segja upp rúmlega 200 manns hjá OR sem gerðu ekki neitt. Enginn "ábyrgur" stjórnmálaflokkur hefði gert það. Þess vegna gætu einhverjir freistast til að fá trúð í stöðu utanríkisráðherra í von um að trúðurinn myndi segja upp gagnslausum sendiherrum. Þessu er samt engan veginn treystandi. ESB sinnar sem vilja stækka stjórnsýsluna á kostnað almennings og afhenda Evrópusambandinu fiskveiðilögsöguna skýla slæmum málstað sínum bak við viðfeldinn trúð sem þjóðinni þykir vænt um.
mbl.is Jón Gnarr í 5. sæti í Reykjavík norður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Er þetta það eina sem þú hefur fram að færa? að kalla hann trúð og gera veður út af því að það þurfti að segja upp 200 manns hjá OR? það er nú bara einusinni svo að OR er ekki lengur verndaður vinnustaður, hann var það en er það ekki lengur og það er ekki langt í það að OR verði gullgæsin aftur og það er ekki fjórflokkadótinu að þakka.

Sævar Einarsson, 13.12.2012 kl. 19:10

2 Smámynd: Sævar Einarsson

Viltu ekki líka kalla hann homma og dragdrottningu?

Sævar Einarsson, 13.12.2012 kl. 19:12

3 identicon

Mér sýnist nú einu trúðurinn hérna vera þú

Hannes (IP-tala skráð) 13.12.2012 kl. 21:54

4 Smámynd: Ólafur Als

Sæll Siggi minn,

heldur eru sumir að misskilja þig, að ég held. Mér sýnist þú lofa trúðinn, ef eitthvað er. Hann er að vísu í litlu uppáhaldi hjá mér en gott að meta það sem vel er gert (sbr. að hreinsa til hjá OR).

Kveðja frá Noregi.

Ólafur Als, 14.12.2012 kl. 11:28

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

He he.  Rétt lesið hjá þér Ólafur.  Allir eiga að njóta sannmælis, líka trúðar. Mér hefur alltaf fundist Jón Gnarr skemmtilegur og vissulega gerði hann nauðsynlega hluti í OR.  Björt framtíð væri skárri kostur með alvöru trúð í fyrsta  sæti Rvk. norður en einhvern ábúðarfullann og ófyndinn gerfitrúð.

Sigurður Þórðarson, 14.12.2012 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband