Vilja að Hreyfingin sé meðvirk

Það er dapurlegt að 41 þingmaður skuli styðja kröfu Sivjar Friðleifsdóttur og Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur um að Hreyfingin sé meðvirk í að sópa skýrslu rannsóknarnefndar þingsins undir teppið.thor-saari Hvers vegna er Siv Friðleifsdóttur svona umhugað um algjöra samstöðu og samtryggingu þingmanna að Hreyfingin megi ekki koma gagnrýni sinni á image_previewframfæri?

 

Með fullri virðingu fyrir hagsmunum flokkana þá eiga hagsmunir almennings að vega þyngra.


mbl.is Sérstök þingnefnd verður kosin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég ætla að vera ósammála þessari ályktun þinni frændi sæll. Ég hef óbilandi trú á heiðarleika Birgittu og nokkuð umfram aðra "háttvirta" Alþingismenn. Reyndar treysti ég gagnrýnum heilindum Hreyfingarfólks og kalla það siðbót í pólitík að eiga þau inni í skúrbjálfa íslenskrar stjónmálaspillingar við Austurvöllinn. Þar skiptast pólitíkusar á illþefjandi en oftast söluvænlegri vöru lygi, hræsni, yfirdrepskapar og blekkinga. Vöruskiptajöfnuðurinn er yfirleitt í betra jafnvægi en í rikisfjármálunum.

Árni Gunnarsson, 29.12.2009 kl. 14:46

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég er sammála þér líka kæri frændi um allt sem þú segir nema þann misskilning þinn að við séum ósammála.

Sigurður Þórðarson, 29.12.2009 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband