Gleðilega páska!
Sunnudagur, 23. mars 2008
Í gær fóru börn á öllum aldri um holt og móa að leita páskaeggja. Í dag brjóta börnin eggin sín og lesa málshætti. Páskalambið er borið fram með Ora grænum baunum og brúnuðum kartöflum og fjölskyldan hreiðrar um sig í stofunni og hlustar á messu sama hverrar trúar menn eru. Þá reikar hugurinn til Pílatusar, sem var heiðingi eins og ég en var þvingaður til að láta krossfesta Krist. Skyldi hann hafa valið páskana í von um lýðurinn veldi Krist í stað Barrabasar? Spyr sá sem ekki veit. Ég sendi kristnum vinum mínum og fjölskyldu bestu óskir um gleðilega páska.
Guðspjall Mrk 16.1-7 (sumir álíta að þarna sé að finna þungamiðju kristninnar)
En hann sagði við þær: Skelfist eigi. Þér leitið að Jesú frá Nasaret, hinum krossfesta. Hann er upp risinn, hann er ekki hér. Sjáið þarna staðinn þar sem þeir lögðu hann. En farið og segið lærisveinum hans og Pétri: Hann fer á undan yður til Galíleu. Þar munuð þér sjá hann eins og hann sagði yður.
![]() |
Upprisan tákn gleði og vonar" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Menning og listir, Trúmál og siðferði, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:41 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir fallega kveðju
Innilega gleðilega páska til þín og þinna.
Ásdís Sigurðardóttir, 23.3.2008 kl. 14:05
Gleðilega páska til þín Sigurður og þinna....
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 23.3.2008 kl. 14:12
Takk fyrir að kíkja á bloggið mitt og gleðilaga páska.
Sturla Snorrason, 23.3.2008 kl. 18:05
Sæl Ásdís, Guðmundur, Sturla og minn gamli góð skipsfélagi Tryggvi, þakka ykkur innlitin og góðar kveðjur. Mér fannst fara vel á því að heiðinginn ég, væri með guðspjall dagsins.
Sigurður Þórðarson, 24.3.2008 kl. 16:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.