Ísland framleiðir ekki fyrir vöxtunum

Vaxtastefna sem kennd er við  seðlabankans en í raun stjórnað er af AGS þýðir að Ísland framleiðir ekki fyrir vöxtunum. Þetta þýðir á mannamáli að skuldastaða Íslands versnar með hverjum degi sem haldið er áfram á þessari braut.

 


mbl.is Hefur kostað yfir 350 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þetta er fullkomlega ósjálfbær stefna - það hefur verið ljóst alla tíð síðan sumarið 2009 er plan ríkisstjórnarinnar og AGS var kynnt.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.6.2010 kl. 21:02

2 identicon

Því miður hafa vextir seðlabankans verið allt of háir í allt of langan tíma. Fyrst voru þeir of háir fyrir hrun, til þess að halda passa upp á úrelt verðbólgumarkmið, sem í raun lokkaði gjaldeyrisspákaupmenn til þess að kaupa krónuna, sem styrkti hana óeðliega mikið. Á sama tíma ákvað fólk að taka lán í erlendum gjaldmiðli, þar sem þau báru miklu lægri vexti. Síðan þegar allt hrundi þá átti að lækka þá hratt, en jafnvel áður en AGS kom við sögu þá voru þeir 12%. Síðan hélt fólk að þeir gætu bjargað hlutum með gjaldeyrishöftum, sem hafa aldrei virkað nokkurs staðar í heiminum. Í þeirri von um að hægt væri að aflétta höftunum bráðlega sátum við uppi með ofurvexti á meðan allir aðrir seðlabankar snarlækkuðu stýrivexti. Höftin mistókust, eins og við var að búast, og við sitjum enn uppi með brjálaða stýrivexti vegna ótta seðlabankans við enn meira hrun krónunar.

Það þarf að aflétta höftunum og lækka stýrivexti niður í 1-2% strax!

Bjarni (IP-tala skráð) 6.6.2010 kl. 21:14

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

...þáð þýðir á mannamáli að landið sé gjaldþrota...setjið landið á ebay...aldrei að vita nema að það komi eigandi af viti..

Óskar Arnórsson, 6.6.2010 kl. 22:42

4 identicon

O ju, við vitum það baðir elsku drengurinn minn að island framleiðir fyrir meira en vöxtunum, en, a sama hatt vitum við lika baðir að þessi vaxtastefna er allgjört rugl. Nu er eg buinn að bua uti i sviþjoð i 2 ar. A þessum tima eru husnæðislan her með 3-5% vöxtum og engin verðtrygging og dollar og evra hoppa upp og niður um 10%. A þessum tima hefur islenska kronan styrkst um 10 % og verðbolgan a Islandi mælist samt yfir 8%. Þetta er slikt endemisbull að engu tali tekur. Sa sem skuldaði 1 million fyrir 6 manuðum af 5 ara brefi ætti að skulda 800000 i dag (maxium) en skuldar 1,1 million. Verðbolga a að mæla fyrst og fremst verðhækkanir gagnvart erlendum gjaldeyri (i löndum þar sem er 1-3%verðbolga), þannig að verðbolgan ætti að vera -10% seinustu 3 manuði, en er i +. Þetta hefur ekkert með Johönnu eða Steingrim að gera. Þetta er meiri hattar ruglað visitöluforrit sem er notað. Eg veit ekki hver hannaði það en viðkomandi þarf alvarlega að læra grundvallar stærðfræði fyrir grunnskola. Dapurt, en svona er þetta

rhermannsson (IP-tala skráð) 6.6.2010 kl. 23:12

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.e. alveg hægt að snúa við:

  • Lækka vexti
  1. Þá geta aðilar fjármagnað nýfjárfestingar fyrir lánsfé.
  2. Þá getur ríkið sjálft, fjármagnað sig innanlands fyrir bankalán.
  3. Með nægri eftirspurn eftir lánsfé, fá bankarnir tekjur til að standa undir innlánum.
  • Ég sé ekkert jákvætt hlutverk, sem vextirnir gegna.
  1. Már heldur því fram, að krónan lækki ef vextirnir fara niður.
  2. Leyfum henni að lækka frekar.
  3. Ef einhver gjaldþrot þá verða, þá hætta þeir aðilar að greiða af lánum sínum, og streymi gjaldeyris úr landi minnkar - sem er gott.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.6.2010 kl. 23:13

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Það þarf að aflétta höftunum og lækka stýrivexti niður í 1-2% strax!"

-----------------------------------

Getum lækkað stýrivexti - en, ómögulegt er að afnema höftin.

Ástæða, ekki nægur gjaldeyrir til að greiða út krónubréf.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.6.2010 kl. 23:14

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk Einar, já menn þurfa ekki að vera á seðlabankastjóralaunum til að sjá að þessi stefna er ekki sjálfbær og leiðir til yfirskuldsetningar.

Sigurður Þórðarson, 7.6.2010 kl. 06:52

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Bjarni þú hittir naglann á höfuðið.

Sigurður Þórðarson, 7.6.2010 kl. 06:54

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Óskar með þessu áframhaldi endar þetta þannig.

Sigurður Þórðarson, 7.6.2010 kl. 06:55

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir þinn fróðleiksmola rhermannsson.

Ég bendi þér á að heildar útflutningsverðmæti sjávarafurða er innan við 200 milljarðar. Það er er ekki hlaupið að því fyrir Ísland að endurgreiða 350 milljarða vegna vaxtagreiðslna seðlabankans

Sigurður Þórðarson, 7.6.2010 kl. 07:00

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála Einari Birni

Sigurður Þórðarson, 7.6.2010 kl. 07:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband