Hverjir fengu 800 milljónir í styrkinn?

crop_500xÍ fjárlagafrumvarpinu 2008 er gert ráð fyrir ýmsum kostnaði beint og óbeint í tengslum við framboð Íslands í öryggisráðið, þ.m.t. 800 milljónir til smáeyja. Í vikunni sem hrunið var tilkynnt undi ISG sér ekki hvíldar þar sem hún flaug í einkaþotu Kristínar Ólafsdóttur eiginkonu Björgólfs Thor Björgólfssonar milli smáeyja í Karabíska hafinu til að afla framboði Íslands til öryggisráðsins stuðnings.

Til allrar guðsmildi náði Ísland ekki kjöri. Þar sannaðist hið fornkveðna að "betri er hálfur skaði en allur".


mbl.is Guðlaugur fékk hæstu styrkina frá Baugi, Fons og FL Group
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Sannarlega erum við lánsöm þjóð - skrýtið annars að pönnukökurnar skyldu ekki duga betur, þær hafa oft reynst "fátækum" húsmæðrum mikill bjargvættur og ómissandi í erfisdrykkjum!!!

Kveðja,

Ragnar

Ragnar Eiríksson, 5.6.2010 kl. 00:41

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það þurfti víst að splæsa einhverju meiru en pönnukökum

Sigurður Þórðarson, 5.6.2010 kl. 01:11

3 Smámynd: Hannes

Þetta framboð Íslands í öryggisráðið sýnir mjög vel hvernig XS g XD hafa meiri ahuga á að líta vel út í útlöndum en að hugsa um hag allmennings hér á landi.

Hannes, 5.6.2010 kl. 01:12

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta er örugglega rétt hjá þér Hannes. Annars væri gaman að heyra í stuðningsmönnum þessara flokka. Hvaða skýringar hafa þeir?

Sigurður Þórðarson, 5.6.2010 kl. 01:16

5 Smámynd: Hannes

Sigurður. Þú getur alveg eins reynt að tala við heilaþveginn Norður Kóreu búa um ákvarðanir stjórnarinnar þeir eru jafn blindir. Samfylkingar menn útaf heimsku og hinir útaf áratuga langri kúgun.

Hannes, 5.6.2010 kl. 01:35

6 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Hvenær opnast SANNLEIKURINN fyrir þjóðinni...

Við vorum tekin í AFTURENDANN...fíflin við.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 5.6.2010 kl. 02:15

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Vorum tekin Guðrún?

 Er ekki stór hluti þjóðarinnar einmitt á grúfu.

Sigurður Þórðarson, 5.6.2010 kl. 02:39

8 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Já Sigurður...Við fíflin vorum tekin í afturendann vegna þess að við vorum ekki á verði.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 5.6.2010 kl. 02:57

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála Guðrún. En taktu eftir því að það er enginn fjölmiðill að kryfja þetta enda eru  þeir sjálfir ýmist vanmáttugir, meðvirkir eða sekir.

Stjórnmálastéttin og almenningur hafa ekki sömu hagsmuni. Stjórnmálastéttin vill komast í öryggisráð og Evrópuráð. Þetta gengur þvert gegn hagsmunum almennings sem græðir mest á að fá að halda auðlindum sínum. 

Sigurður Þórðarson, 5.6.2010 kl. 09:57

10 Smámynd: Benedikta E

Sigurður - Nú varð ég glöð að sjá að þú hreyfir við þessu máli -

Ég hef verið að vekja athygli á þessum styrktarsjóði fyrir "smá eyríki í Kyrrahafinu" sem Ingibjörg Sólrún stökk til og stofnaði á endasprettinum í Öryggisráðs óráði sínu  - með skuldbindingu í ríkiskassa Íslendinga - hvað annað.

Ég hef meira að segja spurst fyrir um afdrif og fjárlaga heimildir fyrir þennan sjóð í þinginu - en engin svör fengið.

Það mætti svo sannarlega lyfta fram í dagsljósið - þessu sjóðsframtaki Ingibjargar Sólrúnar og hvert fór sjóðurinn ?

Benedikta E, 5.6.2010 kl. 10:45

11 Smámynd: Benedikta E

Í Morgunblaðinu 24.september 2008 var lítil fréttaklausa með eftirfandi yfirskrift. "Smá eyríki eðlilegir bandamenn okkar" - þar sem sagt var frá stofnunarathöfn sjóðsinns.

Benedikta E, 5.6.2010 kl. 11:05

12 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Þetta er Samfylkingarkona sem um er að ræða þarna. Þau voru greinilega ekkert betri en hinir sem tóku þátt í sukkinu. Þau samt eru að láta okkur halda eitthvað annað en sem betur fer láta ekki allir heilaþvo sig.

Eftir allan þennan slag hjá Ingibjörgu Sólrúnu kom í ljós að við höfðum ekki möguleika að fara í Öryggisráðið t.d. vegna þess að við vorum og erum ekki með her. Var ekki hægt að fá að vita það fyrr? Dýrt spaug hjá Ingibjörgu Sólrúnu sem kannski sló Halldóri Ásgrímssyni við í eyðslu sem Utanríkisráðherra???

Guð veri með þér Siggi minn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.6.2010 kl. 02:03

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir afar fróðlegt innlegg Benedikta. Þing- og blaðamenn sem ég hef talað við muna ekki eftir þessu og suma rekur í rogastans. Það eru margir sem virðast vilja grafa þetta allt saman.

Þú ættir að skanna þessa klausu úr Mogganum.

Sigurður Þórðarson, 6.6.2010 kl. 11:36

14 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Satt segir þú Rósa. Hvort er hættuminni úlfur eða úlfur í sauðagæru.

 Gakktu áfram á guðsvegum Rósa

Sigurður Þórðarson, 6.6.2010 kl. 11:39

15 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ég barðist fyrir hrun og ég mun berjast áfram fyrir réttlæti!

Sigurður Haraldsson, 7.6.2010 kl. 01:16

16 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er gott að einhver vill berjast nafni.

Sigurður Þórðarson, 7.6.2010 kl. 06:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband