Dómsmálaráðherra kemur af fjöllum en utanríkisráðherra frá Miðausturlöndum

Dómsmálaráðherra hefur sagt að hann þekki ekki til máls Paul Ramsesar sem vísað var úr landi og sendur til Ítalíu á dögunum. Hann kemur sem sagt af fjöllum, það gerir utanríkisráðherra ekki, þvert á móti veit hún allt um málið enda nýkomin frá Sýrlandi og sagði að að það hefði vantað hina matskeindu þætti í meðferð málsins og skoraði á dómsmálaráðherra að taka í taumana. Þingmenn Samfylkingarinnar þ.m.t. varaformaðurinn Ágúst Ólafur Ágústsson hafa sent dómsmálaráherra áskoranir fyrir milligöngu fjölmiðla. Dómsmálaráðherra hefur samt ekki enn sem komið er fengið málið á sitt borð þannig að hann hefur a.m.k. ekki enn getað brugðist við áskorununum.

Það er gott hjá utanríkisráðherra að 20070916120949215halda dómsmálaráðherra við efnið þegar kemur að mannréttindum og vonandi fær mál Paul Ramesar farsælar lyktir. Hitt þykir mér dapurt hvað utanríkisráðherra hefur, enn sem komið er, lítinn áhuga fyrir mannréttindum íslenskra sjómanna. 

 

 

Voru mannréttindi sjómanna afgreidd með þessum kossi?


mbl.is Ráðherra ókunnugt um málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Mér blöskraði þegar Björn Bjarnason var í viðtali eftir ríkisstjórnarfund í dag. Hann svaraði m.a. "Heyrðu, það þýðir ekki að ræða þessi mál í viðtengingarhætti. Þau eru bara alveg...það er alveg út í Hróa Hött að ræða við ráðherra um svona í viðtengingarhætti, því miður." þvílíkur hroki en yfirmaður hans svarað eitthvað svipað fyrir nokkrum vikum. Hann talaði um að fréttamaðurinn væri með dónaskap. Þessir menn hafa gefið kost á sér í þessar stöður og þeir geta ekki einu sinni verið kurteisir.

Flott mynd. Ætli kossarnir séu eins innilegir nú eins og fyrir ári síðan???

Ný færsla hjá mér um þetta mál.

Baráttukveðjur/Rósa.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.7.2008 kl. 22:03

2 Smámynd: Jens Guð

 Góð færsla að vanda og flaug verðskuldað í flokk mest lesnu blogga.

Jens Guð, 9.7.2008 kl. 00:21

3 Smámynd: Halla Rut

Íslendingar og Ísland yfirleitt er það síðasta sem ISG hugsar um í sælu sinni sem utanríkisráðherra.

Halla Rut , 9.7.2008 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband