Færsluflokkur: Mannréttindi
Voru Sameinuðu þjóðirnar ekki upplýstar um Rannsóknarskýrslu Alþingis?
Sunnudagur, 11. júlí 2010
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fékk falleinkunn hjá Rannsóknarnefnd Alþingis. Þar kom í ljós að hún var í fremstu röð þeirra sem bera hvað þyngsta ábyrgð á hruninu en auk þess sem hún leyndi viðskiptaráðherra mikilvægum upplýsingum.
Hér má sjá afstöðu Ingibjargar til Mannréttindanendar Sameinuðu þjóðanna:
Boðið að stýra rannsókn SÞ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stórglæsilegt framtak!
Miðvikudagur, 30. júní 2010
Við hljótum öll að fagna því að eina útvarpsstöðin sem ekki er hagsmunatengd skuli hafa eflst svo mjög að hún sé nú af eigin rammleik að opna fréttastofu. Ég treysti því að almenningur muni taka þessu framtaki fagnandi.
Ég sendi Arnþrúði og öllu starfsfólkinu hamingju- og velfarnaðaróskir.
Ný fréttastofa í loftið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eru laun Más kjarni efnahagsvandans?
Mánudagur, 7. júní 2010
Breytt að ósk ráðuneytis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lilja frumleg og áræðin
Sunnudagur, 23. maí 2010
Ég ætla ekki þykjast hafa vit á efnahagsmálum en við mjög erfiðar aðstæður þarf fagfólk með ferska hugsun og þor. Allt þetta hefur Lilja Mósesdóttir til að bera.
En jafnvel meðalskussi eins og ég veit að hækkun launatengdra gjalda og verulegar uppsagnir stuðla að dýpkun kreppunnar og jafnvel hruni og þar með minni skattstofnum. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er vandamlið það að við eyðum meir en við öflum.
Jón Bjarnason heldur á töfrasprotanum sem gæti leyst þetta mál með því að leyfa aftur frjálsar handfæraveiðar.
Segir sig úr ríkisfjármálahópi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þeir einu sem "armur laganna" nær til.
Miðvikudagur, 12. maí 2010
Samsærið gegn Íslandi tókst meðal annars fyrir tilverknað mútuþægra stjórnmálamanna.
Það væri napurlegt ef eina fólkið sem hlýtur refsinu væri þeir sem af réttlætiskennd mótmælti spillingunni.
Mikill mannfjöldi í héraðsdómi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Siðvæðingarnefnd Samfylkingarinnar!
Þriðjudagur, 27. apríl 2010
Stjórnmálamenn þáðu styrki frá vektökum og lóðabröskurum og létu miðbæinn drabbast. Við skulum ekki tjá okkur um það að svo stöddu því siðvæðingarnefnd Samfylkingarinnar á eftir að fjalla um málið.
Óþægilegt fyrir Samfylkinguna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ungliðarnir pissa upp í vindinn
Sunnudagur, 14. mars 2010
Þegar meira að segja samfylkingarfólk er farið að sjá að Evrópuumsóknin var misráðin koma ungliðar Framsóknar með afkáralega lofrullu um evrópustefnu Samfylkingarinnar.
Ungir sjálfstæðismenn sem ganga með slaufu og þekkja ekki mun á lýsu og ýsu eru líka handvissir um að engu megi breyta í sjávarútvegi. Ekki verður sagt um stuttbuxnadrengina að þeir séu föðurbetrungar.
SUF fagnar því að ESB viðræður séu í eðlilegum farvegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vill frekar borga en kjósa.
Þriðjudagur, 2. mars 2010
Kann að frestast um viku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hermann Valson myndugri en Sóley
Miðvikudagur, 17. febrúar 2010
Hermann studdi Ólaf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þorleifur fórnarlamb femínsta
Miðvikudagur, 10. febrúar 2010
Ef marka má eftiráskýringar formanns kjörnefndar VG þá var framkvæmd og reglur kosninganna núna þær sömu og árið 2007. Kjörnefndin áttaði sig á þessu, eftir að ljóst var að stuðningsmenn Sóleyjar Tómasdóttur höfðu farið á svig við fyrirmæli kjörnefndar sem keppinautur hennar virti.
Nú hefur háskólakennari birt málsvörn sína þar sem fram kemur að Þorleifur sé miðaldra karl.
Þeir sem gerst þekkja þykjast þó vita að kyn og aldur hins geðþekka Þorleifs, sé ekki það eina sem hann hafi unnið sér til óhelgi hjá þeim sem ráða í flokknum.
Þorleifur er alþýðlegur og viðmótsþýður maður sem getið hefur sér gott orð fyrir sín störf.
Ágreiningur eftir forval VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 18:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)