Þorleifur fórnarlamb femínsta

Ef marka má eftiráskýringar formanns kjörnefndar VG þá var framkvæmd og reglur kosninganna núna þær sömu og árið 2007.  Kjörnefndin áttaði sig á þessu, eftir að ljóst var að stuðningsmenn Sóleyjar Tómasdóttur höfðu farið á svig við fyrirmæli kjörnefndar sem keppinautur hennar virti.

 Nú hefur háskólakennari birt málsvörn sína þar sem fram kemur að Þorleifur sé miðaldra karl.

crop_260xÞeir sem gerst þekkja þykjast þó vita að kyn og aldur hins geðþekka  Þorleifs, sé ekki það eina sem hann hafi unnið sér til óhelgi hjá þeim sem ráða í flokknum.

 

Þorleifur er alþýðlegur og viðmótsþýður maður sem getið hefur sér gott orð fyrir sín störf.

 

 


mbl.is Ágreiningur eftir forval VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Mér sýnist, að yfirmaður kjörstjórnar hafi verið svona hræddur við Sollu Rauðu!  Sumum var leyft það sem öðrum var bannað!

Auðun Gíslason, 10.2.2010 kl. 19:17

2 identicon

Er þetta ekki ótrúlega pínlegt.  Er nú miðaldra maður orðið neikvætt hugtak?  Reyndar líst mér mjög vel á Þorleif.  Hann hefur þægilegt viðmót og virðist sanngjarn og heiðarlegur í sínum störfum.  Feministar virðast mér hins vegar oft fara framúr sjálfum sér.

Auður Matthíasdóttir (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 19:17

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þú segir nokkuð Auðun. Ég efa að nokkur sé hræddur við Sóley en kannski eru fleiri hræddir við aðra konu og mun öflugri sem styður Þorleif.

Sigurður Þórðarson, 10.2.2010 kl. 19:42

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Satt segir þú Auður þetta er komið út í dellu.  Mig grunar þó að aldur og kynferði hins geðþekka Þorlefs sé skálkaskjól.

Sigurður Þórðarson, 10.2.2010 kl. 19:45

5 Smámynd: Hannes

Það er ótrúlegt hvernig þessir feministar virðarst hata karla og tala um þeirra rétt og þar við situr hjá þeim.

Hannes, 10.2.2010 kl. 20:59

6 Smámynd: Halla Rut

Þeir eru nú ansi margir karlarnir sem fyrirlíta konur og finnst þær eingöngu eiga heima fyrir aftan eldavélina eins og framsóknarráherrann sagði forðum.

Halla Rut , 10.2.2010 kl. 21:07

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Hannes, ég styð ekki síður frambærilegar konur en karla í stjórnmálum.

Jafnrétti er góð husjón og það er henni ekki til framdráttar ef fólk ætlar að nota kynferði sem vopn hvort sem það er með eða móti einhverri manneskju.

Sigurður Þórðarson, 10.2.2010 kl. 21:12

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Halla ég tek undir það að það er mjög bjánalegur hugsunarháttur hjá þessum framsóknarráðherra en svar háskólakennarans er heldur ekki gott.

Sigurður Þórðarson, 10.2.2010 kl. 21:14

9 Smámynd: Hannes

Sigurður. Þessar konur tala um jafnrétti og vilja laga allt með lögum en þegar hallar á karlmenn þá halda þær kjafti.  T.d forsjármál.

Eftir að hafa þurft að hlusta á það þegar ég var að kjósa i prófkjöri að ég væri kvennahatari ef ég kysi ekki eina konu í ákveðið sæti. Ég kaus enga konu bara karlmenn í það skiptið.

Hannes, 10.2.2010 kl. 21:22

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Hannes, við skulum aldrei fara í eitthvað kynjastríð þó einhver ein manneskja fari í taugarinnar á okkur. Ég nenni ekki að spá í það hvors kyns fólk er sem ég styð  í pólitík og ég hugsa að þú sért sammála mér ef þú spáir í það.

Sigurður Þórðarson, 10.2.2010 kl. 21:33

11 Smámynd: Hannes

Sæll Sigurður. Það sem maður styður er það lið sem er líklegt til að valda sem minnstum skaða og gera kannski eitthvað smá gagn í leiðinni.

Ég hef ekkert á móti kynjastríði ef það opnar augu fólks fyrir skaðsemi og hræsni femínista.

Hannes, 10.2.2010 kl. 21:44

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hannes, ég er ekki sammála þér. Af hverju ættum við að láta það bitna á Höllu Rut stórvinkonu okkar þó við rekumst einhvertíma á kellingarskruggu. Það er líka nóg til af einhverjum durgum eins og þessi framsóknarráðherra sem hún var að tala um.

Við eigum ekki að láta það trufla okkur, því þá erum við komnir niður á sama plan og þessi háskólakennari.

Sigurður Þórðarson, 10.2.2010 kl. 21:55

13 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég er miðaldra maður og ég þoli ekki kerlingar sem telja siðleysi verstu gerða karla vera kvenréttindi:

http://www.postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1016649/´

Í minni færslu um málið, geta menn séð að Silja Bára, sem var skópíka "Sollu Rauðu", skrifaði færslu um gerðir sínar á Eyjublogg sitt, sem hún breytti. Upphaflegu gerðina finnið þið í athugasemd á blogginu mínu. En nú er kvenréttindalektorinn búinn að falsa sitt blogg, þar sem hún var með þóttafullar ásakanir í garð fyrrverandi kvennema og föður hennar. Það er vægast sagt SPÚKÍ! 

Þetta mál er fyrst og fremst grenjandi hlægilegt og VG til skammar og svo kölluðum "kvenréttindakonum" til vansa. Hvergi á byggðu bóli eru meiri kvenréttindi en á Íslandi en samt þjösnast sumar konur áfram eins og þær séu "The Niggers of the World"

peysufot

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.2.2010 kl. 08:56

14 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þakka þér fyrir að vekja athygli á þessu.  Það er athyglisvert hvernig hún Silja breytir athugasemd sinni. Það er tungunni tamast sem er hjartanu næst.  Ótrúlega fyndin mynd!

Sigurður Þórðarson, 11.2.2010 kl. 09:30

15 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er undarlegt hversu illa konur þykjast sætta sig í allri pólitískri umræðu við þetta fyrirbæri okkar karlanna sem fest er við okkur framanverða neðan við belti. Þegar ég, fyrir fjörutíu og þrem ríkisstjórnum síðan sprangaði um veiðlendur hins veikara kyns ungur og ólofaður minnist ég þess ekki að feministar réðust á mig af neinni heift.

Stundum var ég hinsvegar litinn hornauga af feðrunum ef illa lá á þeim, ellegar þá eiginmönnum og kærustum af slæmum misskilningi.

Margt hefur greinilega breyst síðan. Ekki öfunda ég unga menn í dag.

En að öllu gamni slepptu þá held ég nú að sómakarlinn Guðni hafi nú bara mismælt sig skemmtilega þarna um árið Halla mín og síðan verið reynt að koma á hann höggi vegna atviksins. Hvergi man ég eftir því að Guðni hafa talað niður til kvenna enda áreiðanlega góður kvennamaður að öllu upplagi.

Og mér er skítsama þótt ég móðgi einhvern þegar ég lýsi þeirri skoðun minni að konur eigi sama rétt og karlar í öllu tilliti að því undanskildu að ég ætlast til þess að þær gangi með börnin okkar undanbragðalaust en reyni ekki að koma því hlutverki á okkur.

En ef við karlar sættum okkur við að framkvæmd "lýðræðislegs" forvals til fulltrúakjörs sé framkvæmt með íhlutun spretthlaupara að safna atkvæðum í pappakassa merktum smjörlíkisgerð verðum við að sætta okkur við þá niðurstöðu að konur hafa ótrúlegt hlaupaþol.

Árni Gunnarsson, 11.2.2010 kl. 14:35

16 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hvað getur maður sagt eftir að hafa lesið bráðskemmtilegt innlegg frænda míns Árna Gunnarssonar? Ef ég þekkti hann ekki myndi ég segja það óvenju skemmtilegt en maðurinn er bara svona.

Sigurður Þórðarson, 11.2.2010 kl. 17:30

17 Smámynd: Hannes

Sigurður. Í einstaka tilvikur geri ég undantekningu og það myndi ég gera ef Halla væri að bjóða sig fram.

Þessir durgar eru á niðurleið og eru að deyja hratt út en í staðinn koma enn öfgafyllri feministar sem er enn verra. 

Aldrei mun ég bera virðingu fyrir feministum og mun aldrei kjósa flokk sem er með þannig belju ofarlega á lista.

Hannes, 11.2.2010 kl. 20:14

18 identicon

Komið þið sæl; gott fólk !

Sigurður !

Það er nú kannski rétt; að minna þær Sóleyju og Silju Báru á, að Páll postuli lagði til, að konur þegðu, á safnaðarfundum, á sínum tíma.

Getur hugsast; að búið sé, að hleypa konum of langt, miðað við, að þær sækist helzt, eftir mennta snobb störfum - en; fúlsi við sjómennsku og iðnaðarmanna störfum, eins og strigakjafturinn, stórvinur minn; Jóhannes Ragnarsson, undan Enni vestur (Ólafsvík), benti á, á síðu sinni, fyrir skömmu ?

Þorleif; mun ég mikils meta, fyrir þá uppástungu, að borgarfulltrúar, sem og aðrir stofnana háttsettir, Reykvízkir, greiddu fyrir dvöl sína, hverju sinni, í sumarbústað Orkuveitu Reykjavíkur, austur við Úlfljóts vatn í Grafningi, þó; fulltrúar hinna flokkanna, hafi ei hrifnir verið, af þeirri tillögu Þorleifs.

Hitt er svo allt annað mál; að mér finnst þeir Grafnings menn, ná grannar mínir, vera full svo eftirgefanlegir, við Reykjavíkur slektið, eins og margir annarra landsmanna; hvar, Reykvíkingar, ættu að greiða 50 - 60% hærri gjöld fyrir, en aðrir landsmenn, fyrir að fá að breiða úr sér, hér úti á landsbyggðinni, þessir andskotar - þér að segja, ágæti drengur.

Enda; Reykvíkingar, yfirleitt - hinar mestu afætur, á okkur hér úti á landi, sem kunnugt er, gott fólk

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 01:38

19 Smámynd: Hannes

Það er mín skoðun að réttindi kvenna séu orðin allt of mikil fyrir löngu Óskar.

Hannes, 14.2.2010 kl. 22:55

20 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Hannes !

Jah; ekki hyggst ég, telja mig neinn jafnoka, þeirra Páls postula, eða Jóhannesar Ennis höfðingja, en,............. hvern andskotann, eigum við orðið að halda, eins og komið er málum, Hannes minn ?

Þær; (með allmörgum heiðarlegum undantekningum, þó), fúlsa við góðum störfum, til lands og sjávar, en stökkva á hvern þann bitling, sem gefur í aðra hönd - tölvugláp; allan liðlangan daginn - eða þá, að geta dvalið við einhverja spegils ómyndina; 3/4 sólarhringsins, og dáðst, að eigin útliti, holdlegu.

Þó; eru þær líka til, Hannes minn, frómar og andlega þenkjandi, en eru í svo hverfandi minnihluta, sem þjóðfélag okkar sannar, hvað helzt, í samtíma okkar, ágæti drengur.

Sá er nú; Helvízkur verkurinn.

Með; hinum beztu kveðjum - sem áður, og fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.2.2010 kl. 23:17

21 Smámynd: Hannes

Komdu heil og sæll Óskar.

Þessar konur sem eru meðlimar í þessum samtökum og berjast fyrir jafnrétti eru allt konur sem eru hálvitaskóla gegnar og hátt launaðar yfirstéttar konur sem líta niður á láglauna konur margar hverjar.

 Mjög margis sem búa í Hveragerði innan við klukkutímafjarlægð frá Reykjavík vinna þar og keyra á milli daglega. Ef við eigum að borga meira þá á að rukka 5.000 kr gjald til að komast til reykjavíkur sem mun gera það að verkum að margir munu flytja til höfuðborgarinar.

Flestir þeir sem búa á höfuðrborgarsvæðinu eru ættaðar utan að landi og eru svo heppnir að hafa átt forfeður sem hafa haft vit á að flytja til Reykjavíkur. 

Hannes, 14.2.2010 kl. 23:37

22 identicon

Komið þið sæl; enn á ný !

Hannes !

Þakka þér fyrir; ályktanir allar.

Reykvíkingurinn; hver, starfar austur á Hellu, ætti þá, að greiða minnst 7.000.- kr. gjald, fyrir að fara yfir tvenn Sýslumörk, þar með.

En; betri fréttirnar eru þó þær - að Reykvíkingum kemur til með að fækka, og það mun meir, þegar samgöngumál taka að þróast, eins og hjá mönnum - með fullloknum Uxahryggjavegi (Þingvallasveit/ Lundar rykjadalur) og svo, Suðurstrandarvegi (Þorlákshöfn-Selvogur-Grinda  vík), svo; ekki sé nú talað um Kjalveg (Biskupstungur - Silfrastaðir í Skagafirði), ágæti drengur.

Landsbyggðar búsetan er; Gulls ígildi, Hannes minn. 

Með beztu kveðjum - enn; sem fyrr /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.2.2010 kl. 23:46

23 Smámynd: Hannes

Heill og sæll á ný Óskar.

70% af vegafé kemur af Reykjavíkursvæðinu og nágrenni þess þannig að ef því væri skipt eftir því hvaðan það kemur inn en ekki stolið af Reykvíkingum þá væru vegir mun verri úti á landi en mun betri nær Reykjavík.

Fólk mun halda áfram að flytja til Reykjavíkur og nágrenni henner enda vilja nútíma fólk fá þjónustu hvenær sem því dettur í hug.

Hannes, 14.2.2010 kl. 23:51

24 identicon

Komið þið sæl; sem áður og fyrri !

Hannes !

Sem betur fer; erum við Íslendingar, ekki allir, nútíma fólk, og þar af leiðir, að andskotans umferðarkliðurinn - sem annar hávaði, þar syðra, má sigla sinn sjó, fyrir okkur, sem á fortíðinni byggjum.

Um 70% vegafjárins, gætum við lengi deilt - sé; raunverulegur uppruni þess skoðaður, að nokkru. Ég hygg; að þorri þess fjár, sé afurð nokkurra Ærlambanna - sem og Þorsksins, ágæti drengur, þó; enga hafi ég gert, rannsóknina, þar um.

Með beztu kveðjum; sem æfinlegast /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.2.2010 kl. 23:57

25 Smámynd: Hannes

Heill og sæll Óskar.

ástæða þess að meirihluti vegarfjárs kemur frá Reykjavík og nágrenni er sú að þar býr miklu meira af fólki en þar fyrir utan og þess vegna á vegapeningurinn að fara þangað sem fólk býr flest.

Það eru fáir sem byggja á fortíðinni og fara óðum fækandi.

Hannes, 15.2.2010 kl. 00:07

26 identicon

Komið þið sæl; aftur sem fyrri !

Hannes !

Sýnt þykir mér; að fækkun Reykvíkinga þurfi að hraða - og hefi ég ekki áður nefnt, hinar jarðfræði- sem og verðurfræðilegu ástæður, svo sem.

Þar; vil ég benda þér á, að ákjósanleg eru, sum jarðskjálfta fríu svæðanna (Mýrar - Snæfellsnes - Dali - Vestfirði og Húnavatnssýslur), sem í framtíðinni gætu vel borið, meginþunga Reykjavíkur örtraðar  innar, ágæti drengur.

Fyrir nú utan; síhækkandi sjávaryfirborð, sem verður mörgum borga veraldarinnar, all skeinuhætt, fari sem horfir - fram eftir 21. öldinni.

O; jæja. Nokkur erum við enn, samt sem áður, hver kjósum, að byggja á fortíðinni samt, Hannes minn.

Með beztu kveðjum; sem fyrr /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 01:51

27 Smámynd: Hannes

Húsin í dag eru það góð að þau þoldu alveg leikandi suðurlandskjaltan öll nema eitt og eitt gamalt illa byggð hús.

Ef sjávarborð hækkar þá fer 101 verst út og þá opna ég kampavín til að fagna Því enda ljótasti miðbær í Evrópu.

Hannes, 15.2.2010 kl. 22:26

28 identicon

Komið þið sæl; sem áður og fyrri !

Hannes !

O; meira að segja, húsin hér, austur í Hveragerðis og Kotstrandar sóknum, sem og á Selfossi og Eyrarbakka - sum hver; þyldu vart annað eins viðlíka, og yfir gekk, vorið 2008, þér að segja - án tillits, til aldurs, meira að segja.

Trúi því vart; að þú tækir fögnuð upp, ef skemmtilegasti hluti Reykjavík ur, Grjótaþorpið; hyrfi undir sjávarborðið, Hannes minn.

Með beztu kveðjum; enn, á ný /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 23:14

29 Smámynd: Hannes

Heill og sæll Óskar.

Þegar kemur að jarðskjálfta þá skiptir miklu máli að hús séu gerð til að þola þá og ný hús þola jarðskjálfta og eru örugg og skemmast lítið. Í Japan eru jarðskjálftar miklu sterkari en hér og húsin eru byggð til að þola þá sterkustu og gera það.

Ég er ekki hrifinn af Grjótaþorpinu finnst það og nágrenni þess ljót og úrelt.

Hannes, 15.2.2010 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband