Færsluflokkur: Ferðalög
Sigur fyrir tjáningarfrelsið
Mánudagur, 28. júlí 2008
Það er mjög gott mál að héraðsdómur sýknaði Kastljós í þessu miskabótamáli. Það er hollt fyrir lýðræðið ef fjölmiðlum tekst að veita ráðamönnum aðhald. Samtryggingar pólitíkusar úr flestum flokkum (Samfylking, Framsókn og Sjálfstæðisflokk) voru samtaka í að vita ekkert um að stúlkan væri tengdadóttir ráðherra og byggi á heimili hans . Það var því hrein tilviljun að þeir afgreiddu málið með öðrum hætti en venja er til. (Þessu mótmælti Sigurjón Þórðarson fulltrúi Frjálslyndra) "Því var ekki sannað að þeir hefðu haft rangt við". En ef þeir hefðu fengið fréttamennina dæmda þess til viðbótar fyrir að segja frá, þá hefðu þeir bitið höfuðið af skömminni.-
Starfsmenn Kastljóss sýknaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Rottu bjargað frá druknun með munn við munn bástursaðferðinni
Laugardagur, 5. júlí 2008
Háhyrningi bjargað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Robert Mugabe styður Ísland í öryggisráðið. Uppnám í utanríkisráðuneytinu.
Föstudagur, 4. júlí 2008
ISG biðlar nú til einræðisríkja um stuðning til setu í öryggisráðinu. Hún var í síðustu viku í Sýrlandi en sendi ráðuneytisstjóra með fagurgala til Irans.
Eftirfarandi færsla var áður birt 5. apríl s.l. og er nú endurbirt enda gekk það eftir sem spáð hafði verið:
Taliið er víst að Robert Mugabe styðji setu Íslands í öryggisráðinu þetta hefur verið rakið til þess að hann og Halldór Ásgrímsson eiga
sameiginlegan kunningja. Þess utan eiga ríkisstjórnir Zimbabwe og Íslands það sameiginlegt að hafa sætt ákúrum mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir mannréttindabrot á þegnum sínum. Áreiðanlegar heimildir herma að uppnám ríki hjá utanríkisþjónustunni eftir að staða Mugabe veiktist í kjölfar þess að Lýðræðishreyfing vann kosningasigur. Menn binda helst vonir við að Robert Mugabe muni beita hervaldi til að tryggja sér áframhaldandi völd í landinu, enda myndi það styrkja stöðu Íslands. Einnig er mögulegt að ZANU-PF láti fara fram aðra umferð kosninga.
Merkel gegn Mubgabe | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt 5.7.2008 kl. 00:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Þórunn flýgur til Hveravalla í loftbelg
Föstudagur, 20. júní 2008
Hálendisbjörn er hugsanlegur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þórshöfn, Nuuk og Reykjavík
Þriðjudagur, 10. júní 2008
Ég hef alltaf fundið til samkenndar með vinum okkar á Grænlandi og Fjáreyjum, kannski vegna þess að ég var fiskimaður og uppalinn við að borða sigin fisk og selspik en án alls gríns þá eigum við gríðarlega mikla sameiginlega hagsmuni ekki síst í hafinu sem umlykur lönd okkar. Ég fagna því að borgarstjóri skuli rækta þessi tengsl. Samfylkingarmenn sem virðast hafa minni áhuga á Vest-norrænum tengslum skýrðu gríðarlegan ferðakostnað sinn með því að munurinn á þeim og Ólafi væri sá að þeir sinntu skyldum sínum í fjarlægum löndum en hann (Ólafur) væri flughræddur.
Sýnir þetta ekki að þeir fljúga lágflug eins og þeir virðast best fiðraðir til?
Borgarstjóri í Færeyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt 11.6.2008 kl. 19:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sjóræningjar eru plága
Sunnudagur, 6. apríl 2008
Þetta rifjar upp fyrir mér margar andvökunætur sem ég átti með riffil í hönd fyrir utan Lagos þegar ég var stýrimaður á Laxfossi 1981. Við komumst oft í tæri við sjóræningja, sem reyndu fyrir sér á hverri nóttu. Þetta var taugastríð sem gekk út á það að þeir komu ljóslausir að okkur en hurfu frá þegar við settum sírenur og skipsflautur í gang jafnframt því að blinda þá með sterkum ljóskösturum. Þrautalendingin var að láta þá vita að byssur væru um borð. Áhafnirnar reyndu líka að verja sig með því að láta skipin reka saman í hnapp til að verja hvert annað. alltaf þótti mikill fengur í að vera nálægt sovéskum, bandaríkum og ísraelskum skipum, sem alltaf voru vel vopnuð. Við gátum fylgst með sjóræningunum á radar og maður missti aldrei augun af þeim enda átti áhöfnin líf sitt undir árvekni okkar. Það sýnir spillinguna best þarna að sjóræningjarnir voru vel upplýstir um farmskrá skipanna. Ástandið skánaði mikið eftir að í land var komið en það var samt ekki hættulaust. Eitt sinn var rúmlega helmingur áhafnarinnar handtekin af tollvörðum og látið liggja að því að við myndum ekki sjá þá næstu árin. Þá kom fulltrúi frá SÍF sem mútaði tollvörðunum og fóru þeir þá hlæjandi í burtu. Þessi handtaka snéri að misskilningi útflytjandans varðandi mútur ef ég man þetta rétt þurfti að múta lögreglunni til að verjast tollvörðun, hernum til að verjast lögreglunni og að lokum sjóhernum til að verjast hernum en það var jafnframt dýrast.
Myndin sýnir systurskip Laxfoss, sem ég sigldi á með skreið til Nígeríu
Sjóræningjarnir stefna í suður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hver er afturhaldskommatitturinn?
Miðvikudagur, 2. apríl 2008
Davíð Logi Sigurðsson, fyrrum blaðamaður á Mbl sem var um tíma mjög áhugasamur um Íraksstríðið og fór m.a. í pílagrímsferð þangað en virtist glata áhuganum, skrifaði grein hérna á blogginu og kvartar undan skilningsleysi landa sinna á mikilvægi þess að komast í öryggisráðið. Honum Mér finnst umræðan um þetta heima svo algerlega út í hött og segir m.a. : "Menn segja þetta sýndarmennsku, peningaeyðslu, að við eigum engan séns, etc. Davíð Oddsson notaði orð um slíkt tal: afturhaldskommatittir!" Þetta er ekki rétt hjá Davíð Loga, eins og hann ætti að vita manna best. Nafni hans Oddson notaði þetta orð um menn eins og Davíð Loga sem eru hvorki hráir né soðnir í stuðningi við stríðið. Þetta var fyrir fjórum árum síðan en þá sagði Davíð að mikill áranagur hefði náðst í Írak enda ríkti friður og ró í 795 héruðum af 800 einungis í 5 héruðum væru smá róstur enn sem komið væri.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ingibjörg Sólrún fær prik fyrir þetta.
Föstudagur, 14. mars 2008
Það er gott að Ingibjörg Sólrún skuli hafa gefið sér tíma frá kapphlaupinu um að komast í öryggisráðið til að bera hönd fyrir höfuð íslensku bankana. Ingibjörg getur verið skeleggur og öflugur talsmaður þeirra sjónarmiða sem hún berst fyrir. Ég er aftur á móti ekki sammála henni um að okkur sé best borgið í Evrópubandalaginu. Ekki bara vegna þess að það muni rústa sjávarútveginn, heldur vegna þess svigrúms sem við höfum utan þess t.a.m. fyrir bankana. Talið er að sá mikli uppgangur sem verið hefur í fjármálalífi Írlands og Luxemburg sé brátt á enda vegna þess að Efnahagsbandalagið muni brátt samræma skattastefnu sína. Í því gæti falist mikil tækifæri fyrir íslenska banka.
Dönsku bankarnir keppa við þá íslensku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)