Færsluflokkur: Menning og listir
Eftirsjá að Bjarna úr pólitíkinni
Föstudagur, 3. apríl 2009
Hættir við þingframboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íslendingar halda áfram að meika það í útlöndum!
Mánudagur, 26. janúar 2009
Íslendingar eru alltaf að slá í gegn. Núna var Guardian að útnefna okkar mann Geir Haarde í hóp 25 manna í heiminum sem ber ábyrgð á efnahagskreppunni. Þessi tilnefning er lítt umdeild því Geir er ekki bara forsætisráðherra heldur var hann fjármála- og einkavæðingarráðherra þegar bönkunum var ráðstafað til manna með sambönd í flokkana. Af sinni alkunnu hógværð ánafnaði Geir erlendum aðilum þennan heiður.
Rússar undir forystu Jeltsíns gerðu t.d. ekki síður mistök í einkavæðingu en Sjálfstæðisflokkurinn undir forystu Davíðs og Geirs.
Geir Haarde sagður ábyrgur fyrir hruninu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kveðjur frá mótmælenda Íslands
Miðvikudagur, 21. janúar 2009
Í dag loga eldar réttlátrar reiði um allt samfélagið. Aðal mótmælin fara fram á sjálfu byltingartorginu Austurvelli en einnig er mótmælt viða um land Akureyri, Selfossi, Egilsstöðum og Ísafirði. Allstaðar hljómar krafan: Kosningar strax.
En mótmælandi Íslands er nú kominn á Grund. Mann mótmælti í mörg ár þeim Davíð Búss og Halldóri. Öldungurinn fagnaði í gær síðasta starfsdegi Búss og fékk sér kakó. Hann hafði ekki tök á að orna sér við eldinn af jólatrénu en sendi unga fólkinu hlýjar kveðjur.
Óslóartréð borið á bálið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gott hjá sjálfstæðismönnum að standa með Árni M. Mathiesen
Miðvikudagur, 14. janúar 2009
Það er sjálfsagt til vinsælda fallið að friða lýðinn og auglýsa bankastjórastöðurnar. En það er gott að sjálfstæðismenn skuli sýna þá staðfestur og drenglyndi að standa með sínum manni Árna M. Mathiesen þó móti blási hjá honum í skoðanakönnunum. Ég er líka ánægður með Gísla Martein, sem lýsti því yfír Kastljósi að hann styddi heilshugar þá ákvörðun Árna að ráða héraðsdómara sem minnsta hæfni hefði enda væri hann vel ættaður. Rétt væri af Árna að svara umboðsmanni Alþingis og léti hann fá það óþvegið, enda væri valdið óumdeilanlega hjá ráðherra.
Árni M. Mathiesen, sýndi mikinn kjark og fórnfýsi með því að taka að sér að gerast dómsmálaráðherra part úr degi til þess að ráða son Davíðs í embættið, eins og til var ætlast, enda mátti búast við að þessi ráðstöfun myndi sæta mikilli gagnrýni. Það væri því mikið ódrenglyndi af sjálfstæðismönnum að láta hann gjalda fyrir trygglyndi sitt og fórnfýsi.
Bankastjórastöður auglýstar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ilmur Kristjánsdóttir gróf. Heldur áfram sem Gísli Marteinn!
Föstudagur, 9. janúar 2009
Kastljós var með óvenjulegu sniði í kvöld þegar þau Ilmur Kristjánsdóttir, í gervi Gísla Marteins og Guðmundur Steingrímssonar mættu til að fara yfir fréttir vikunnar. Þátturinn var rosalega fyndinn, allavega til að byrja með en endaði með talsvert gráu gamni. Helgi Seljan er þekktur fyrir að vera talsvert óvægin við pólitíkusa, þó ég hafi hingað til verið sáttur við hann en núna fannst mér hann ganga of langt í gráu gamni: Í fyrstu lagði Ilmur Gísla þau orð í munn að Sjálfstæðisflokkurinn hafi komið í veg fyrir að fulltrúar hinna flokkana gæfu auðmönnum Orkuveitu Reykjavíkur. En steininn tók út þegar hún lagði borgarfulltrúanum þau orð í munn að Arni M. Mathiessen hafi staðið rétt að skipun héraðsdómara, með því að setja son Davíðs í embættið þó aðrir hæfari en lakar ættaðir hefðu sótt um. Og ekki var síður gróft af henni að leggja Gísla þau orð í munn að sjálfsagt sé að deila við umboðsmann Alþingis. Þarna gekk Ilmur alltof langt! Hvað á þetta einelti að þýða? Er Kastljós að reyna að rústa pólitískri framtíð Gísla?
Hvers á Gísli að gjalda?
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Jólasveinn reyndi að hleypa fundinum upp
Fimmtudagur, 8. janúar 2009
Fundi lokið í sátt og samlyndi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bjöggi velkominn í Dalinn
Fimmtudagur, 8. janúar 2009
Björgólfur af stað með KR-ingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hafísinn er óvenju fjarri Íslandi
Mánudagur, 5. janúar 2009
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Nýtt ár, ný fyrirheit Hvernig þróast Ísland?
Fimmtudagur, 1. janúar 2009
Flestir Íslendingar kveðja árið 2008 með blendnum huga. Langvinn spilling og óstjórn í landinu leiddi það af sér að efnahagslægðin kom óvenju hart niður á íslensku þjóðinni og mun hún þurfa að glíma við afleiðingar þess næstu áratugina. Vonandi reynist Páll Skúlason sannspár í því að þjóðin muni nú kasta fyrir róða þeim sérhagsmunagildum sem komu henni á vonarvöl. En hvernig koma menn á nauðsynlegri siðbót sem fólkið þyrstir eftir og er söguleg nauðsyn ef þjóðin á að komast á lappirnar. Kannski munu menn reyna að laga einhvern þeirra flokka sem fyrir eru. Kosturinn við þetta er sá að flestir flokkarnir hafa góða stefnuskrá og markmiðasetningu. Gallinn við það er sá að þar sitja á fleti fyrir menn sem ýmist eru sekir um núverandi ástand eða hafa sýnt ótrúlega meðvirkni og hafa engu meiri skilning á þörf byrir breytingar en sjálfir gerendurnir. Ef til vill verður stofnaður nýr stjórnmálaflokkur einn eða fleiri. Þetta er ekki áhlaupaverk, m.a. vegna þess að núverandi stjórnmálaflokkar hafa skapað sér forskot. En á móti kemur að nýir aðilar þurfa ekki að dragnast með fortíðarvanda annarra. Því er það kannski besti kosturinn?
Sjálfur vona ég að ég geti verið betri við fólkið mitt og komið ýmsu þörfu til leiðar sem setið hefur á hakanum alltof lengi sakir leti.
Ég óska bloggvinum mínum
Gleðilegs árs og vona að komandi ár verði þeim gjöfult og hamingjusamt í einkalífi.
Gleðilegt nýtt ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Gísli Marteinn afhjúpar leyndarmál:
Mánudagur, 22. desember 2008
Gísli Marteinn hefur nú afhjúpað af hverju hann þáði laun þó hann væri ekki búsettur á landinu. Hann og Hanna Birna óttuðust að ef hann færi af launaskrá, teldi fólk að fleygur væri á milli þeirra sjá tilvitnun úr heimasíðu Gísla:
"Það er til marks um breytta tíma í þjóðmálunum að þegar ég komst inn í Edinborgarháskóla og sagði Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og öðrum félögum mínum frá því, voru áhyggjur okkar þær að námið mitt myndi koma út einsog flótti væri brostinn í borgarstjórnarflokkinn. Ég segi einsog stundum er sagt: Ef aðeins það væru áhyggjur okkar núna. En eftir það sem á undan var gengið í borgarmálunum, vildum við ekki að fólk héldi að einhver fleygur væri í samstarfi okkar Hönnu Birnu og borgarstjórnarflokknum héldist ekki á sínu fólki. Okkur fannst því betra að ég myndi vera áfram einn af borgarfulltrúum okkar."
Þetta kemur samt of seint hjá Gísla
Gísli Marteinn tekur sér launalaust leyfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 06:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)