Ilmur Kristjánsdóttir gróf. Heldur áfram sem Gísli Marteinn!

Kastljós var með óvenjulegu sniði í kvöld þegar þau Ilmur Kristjánsdóttir, í gervi Gísla Marteins og Guðmundur Steingrímssonar mættu til að fara yfir fréttir vikunnar. Þátturinn var rosalega fyndinn, allavega til að byrja með en endaði með talsvert gráu gamni. Helgi Seljan 24_fer þekktur fyrir að vera  talsvert óvægin við pólitíkusa, þó ég hafi hingað til verið sáttur við hann en núna fannst mér hann ganga of langt í gráu gamni: Í fyrstu lagði Ilmur Gísla þau orð í munn að Sjálfstæðisflokkurinn hafi komið í veg fyrir að fulltrúar hinna flokkana gæfu auðmönnum Orkuveitu Reykjavíkur. En steininn tók út þegar hún lagði borgarfulltrúanum þau orð í munn að Arni M. Mathiessen hafi staðið rétt að skipun héraðsdómara, með því að setja son Davíðs í embættið þó aðrir hæfari en lakar ættaðir hefðu sótt um. Og ekki var síður gróft af henni að leggja Gísla þau orð í munn að sjálfsagt sé að deila við umboðsmann Alþingis.  Þarna gekk Ilmur alltof langt!  Hvað á þetta einelti að þýða? Er Kastljós að reyna að rústa pólitískri framtíð Gísla?

 

Hvers á Gísli að gjalda?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Eins vel og ég þekki Sigga þá veit ég vel að hér er kaldhæðni við höfð.

Við skulum hlægja með Sigurði.

Halla Rut , 9.1.2009 kl. 23:06

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

já Ilmur var fullgróf.

Hólmdís Hjartardóttir, 9.1.2009 kl. 23:16

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Verst hvað gervið var gott. Það voru margir sem rugluðust,

Sigurður Þórðarson, 9.1.2009 kl. 23:22

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Þessi færsla er bara flott!!!

Haraldur Hansson, 10.1.2009 kl. 12:54

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já Siggi minn, kommarnir alltaf við sama heygarðshornið, nagandi æruna af fólki, en mér þykir bara verst að Gísli, þessi góði drengur, er búinn að leggja sína pólitísku framtíð í rúst og hann þurfti enga hjálp til þess.

Baldur Hermannsson, 10.1.2009 kl. 18:12

6 identicon

Stórskemmtileg grein hjá þér frændi, já þeir geta verið skeinuhættir húmoristarnir - hvort sem þeir heita Ilmur eða Sigurður.

Þórður Magnússon (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband