Nýtt ár, ný fyrirheit Hvernig þróast Ísland?

Flestir Íslendingar kveðja árið 2008 með blendnum huga. Langvinn spilling og óstjórn í landinu leiddi það af sér að efnahagslægðin kom óvenju hart niður á íslensku þjóðinni og Flugeldar-twilight-01mun hún þurfa að glíma við afleiðingar þess næstu áratugina. Vonandi reynist Páll Skúlason sannspár í því að þjóðin muni nú kasta fyrir róða þeim sérhagsmunagildum sem komu henni á vonarvöl.  En hvernig koma menn á nauðsynlegri siðbót sem fólkið þyrstir eftir og er söguleg nauðsyn ef þjóðin á að komast á lappirnar. Kannski munu menn reyna að laga einhvern þeirra flokka sem fyrir eru. Kosturinn við þetta er sá að flestir flokkarnir hafa góða stefnuskrá og markmiðasetningu. Gallinn við það er sá að  þar sitja á fleti fyrir menn sem ýmist eru sekir um núverandi ástand eða hafa sýnt ótrúlega meðvirkni og hafa engu meiri skilning á þörf byrir breytingar en sjálfir gerendurnir. Ef til vill verður stofnaður nýr stjórnmálaflokkur einn eða fleiri. Þetta er ekki áhlaupaverk, m.a. vegna þess að núverandi stjórnmálaflokkar hafa skapað sér forskot. En á móti kemur að nýir aðilar þurfa ekki að dragnast með fortíðarvanda annarra. Því er það kannski besti kosturinn?

Sjálfur vona ég að ég geti verið betri við fólkið mitt og komið ýmsu þörfu til leiðar sem setið hefur á hakanum alltof lengi  sakir leti. 

 

Ég óska bloggvinum mínum

Gleðilegs árs og vona að komandi ár verði þeim gjöfult og hamingjusamt í einkalífi.

 


mbl.is Gleðilegt nýtt ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk fyrir pistilinn og góðar færslu á gamlaárinu. Vonandi sjáum við hugarfarslegar breytingar á nýju ári. Sama súpan mun færa fólki vonleysi sem við viljum ekki.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.1.2009 kl. 16:41

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Gleðilegt ár Sigurður og takk fyrir bloggsamskiptin á liðnu ár.
Hvað boðar nýárs blessuð sól veit maður ekki. Kannski jú nýjan
stjórnmálaflokk sem báðum okkar yrði að skapi. Hver veit? Því nú
þarf eitthvað virkilega nýtt og betra að koma til á nýja Íslandinu góða... 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 1.1.2009 kl. 20:00

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk Jakobína og sömuleiðis, þú ert baráttukona og ég fylgist með þér. Já Guðmundur, það er alveg ljóst að íslenskt þjóðfélag þarf á því að halda að nýir einstaklingar leggist á árarnar.

Sigurður Þórðarson, 1.1.2009 kl. 20:37

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Íslendingar eru ekki siðspillt þjóð og það eru bara fúlmenni sem halda slíku fram. Það er engin þörf á því að siðvæða Íslendinga. Það fór illa fyrir okkur vegna þess að fáeinir menn - um það bil 30, segir Vilhjálmur Bjarnason - notuðu sér rottuholur í löggjöfinni til að auðgast á óeðlilegan máta. Ég segi óeðlilegan - ekki ólöglegan.

En þetta eru bara 30 manns. Sjálfsagt hafa nokkur hundruð manns til viðbótar, kannski fáein þúsund, látið glepjast líka. En það er af og frá að Íslendingar séu spillt þjóð. Það er engin þörf á nýjum stjórnmálaflokkum en þeir sem eru fyrir þurfa að lagfæra sína stefnu og þá ekki hvað síst Sjálfstæðisflokkurinn, sem enn er flokka bestur, þrátt fyrir marga annmarka. Allir flokkar þurfa síðan að vanda mannvalið betur en gert hefur verið. Ætli prófkjörin hafi ekki skemmt fyrir og auðveldað mörgum skrumaranum að seilast til valda?

Ísland er gott land, Íslendingar eru falleg þjóð og gáfuð, flokkakerfið er í aðalatriðum mjög gott, viðskiptalífið heilbrigt og framtíðin er björt. Hlæjandi mun ég spræna yfir gröf bölsýnispostulanna.

Baldur Hermannsson, 1.1.2009 kl. 21:15

5 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sæll Sigurður og takk fyrir árið sem var að líða, það er vægasta orðið sem hægt er að nota að nefna það viðburðaríkt. Breytinga er þörf, breytingar eru bráðnauðsynlega, breytingar er það sem fólkið kallar eftir. Hvort það þurfi að stofna nýjan flokk eða flokka eða hreinlega taka duglega til í þeim sem fyrir eru ætla ég ekki að dæma um á þessu stigi.

Breytingarnar verða að gerast hvor leiðin sem valin verður, báðar eru ekkert áhlaupaverk en hjá því verður ekki komist að stokka duglega upp, ný andlit með nýjar ferskar og óspilltar hugmyndir verða að koma að málum.

Eðlileg uppbygging á samfélaginu getur að mínu mati aldrei gerst á heilbrigðan hátt með sömu hausunum og komu okkur til fjandans. Þeirra tími er liðinn og tæpleg er hægt að þakka fyrir vel unnin störf þegar þau yfirgefa partíið með hroðalega timburmenn.

Hallgrímur Guðmundsson, 1.1.2009 kl. 21:47

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir




Sæll Siggi minn.

Við höldum í vonina um batnandi tíð með hækkandi sól.

Guð gefi þér og þínum Gleðileg Jól og farsælt komandi ár

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.1.2009 kl. 21:51

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er ekki nóg að flokkarnir hafi góðar stefnuskrár, ef fólkið sem er í forystuliðinu er spillt. Það þarf algjöra endurnýjun á fólki í flokkunum. Fólk rúið trausti á sér engar málsbætur. Gleðilegt ár

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.1.2009 kl. 02:10

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jóna, því fer víðsfjarri að stjórnmálamenn á Íslandi séu rúnir trausti. Útrásin fór í handaskolum en stjórnkerfi okkar er í grunnatriðum sterkt. Ég efast um að fólkið sem er í forystu sé spillt. Hvað telur þú sjálf? Hver þeirra er spilltur?

Baldur Hermannsson, 2.1.2009 kl. 02:43

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þakka þér fyrir innleggið Baldur. Ég tel þig vera ágætlega þjóðhollan mann í besta skilningi þess orðs en samt var það þannig að þú varst sakaður um allt að því landráð fyrir að segja opinberlega í sjónvarpsþætti hluti sem margir vissu en bannhelgi hafði hvílt yfir. Því kemur mér það mjög á óvart að jafn glöggur maður og þú ert skulir ekki koma auga á spillinguna, sem helgast örugglega af því að það sama hefur ekki borði fyrir augu okkar. Því þá væri bleik brugðið ef þú tækir upp á að bregða kíki fyrir blinda augað. Ég efast ekki um að flestir sjálfstæðismenn eru heiðarlegt fólk enda á flokkurinn sér kjörorðið "Gjör rétt, þol ei órétt". En flokkurinn hefur verið 17 ár í  landstjórninni og getur fráleitt firrt sig allri ábyrgð. Þegar leiðtogar síðustu ríkisstjórnar ákváðu að veita sjálfum sér ríkuleg eftirlaun keyptu þeir stóran hluta stjórnarandstöðunnar til fylgis með því annars vegar að veita sendiherrastöðu og hækka verulega laun formanna stjórnarandstöðuflokkanna og gera þá þannig meðvirka. Þess utan veikir það stjórnarandstöðuna ef borið er umtalsvert fé á foringja hennar til að sitja lengur en þeir hafa heilsu og andlegt þrek til. Þú gleymir því kannski líka Baldur minn að útrásarvíkingarnir marglofuðu skópu ekki leikreglurnar. Þakka ykkur líka Halli, Jóna og Rósa.  Ég tel brýnt að fólk í öllum flokkum skoði nú hvað betur má fara til að uppbygging geti hafist á ný á traustum grunni.  P.s. Baldur þú spyrð um nöfn. Ég skal verða við því við gott tækifæri.

Sigurður Þórðarson, 2.1.2009 kl. 05:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband