Skúbb! Framsóknarfélögin í Rvk. með fund í kvöld

Ég hef áreiðanlegar heimildir fyrir því að Ólafur hafi boðist til að standa strax upp úr borgastjórastólnum strax, gegn því að halda í málefnasamninginn. Þetta mun ekki duga enda gætir vaxandi óþreyju hjá vissum peningaöflum í garð meirihlutans. Framsóknarfélögin í Reykjavík eru með (leyni)fund í kvöld, þeir sem til þekkja vita að til slíks fundar er ekki boðað nema fyrir liggi samningur. 


mbl.is Samstarfið á „endastað"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ég er stjórnarmaður í félagi Framsóknarmanna í Reykjavík og ég hef ekki fengið neitt fundarboð. Mér finnst hins vegar ekki ólíklegt að þeir sem starfa mest í borgarstjórnarmálunum og voru í ráðum og nefndum séu eitthvað að hittast þó ég viti ekki um það. Annað væri nú óábyrg staða í svona upplausnarástandi. Ef núverandi meirihluti springur þá er frekar líklegt að Framsókn verði í næsta meirihluta hver sem hann nú verður.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 14.8.2008 kl. 12:24

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Salvör, ég ítreka að ég hef það frá fyrstu hendi að í morgun hafi verið símboðað á fund hjá framsóknarfélögunum í Reykjavík með helstu trúnaðrmönnum vegna þeirra viðræðna sem átt hafa sér stað að undanförnu.

Sigurður Þórðarson, 14.8.2008 kl. 12:28

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sigurður. Það hefur ekki verið boðað til neins fundar, hvorki í félögunum né kjördæmasamböndunum.

Gestur Guðjónsson, 14.8.2008 kl. 12:47

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gestur, þakka þér fyrir að koma þessari leiðréttingu á framfæri, ég trú þér.

Ég taldi mig hafa upplýsingar um þetta, frá fyrstu hendi, þ.e. aðila sem lengi hefur þekkt til í flokknum.   Annað hvort hefur viðkomandi tekið rangt eftir eða sagt mér rangt til. 

Sigurður Þórðarson, 14.8.2008 kl. 12:52

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ekki trúi ég að Óskar Bergson ljúgi upp í opið geðið á þjóðinni.

Jón Ingi Cæsarsson, 14.8.2008 kl. 13:14

6 Smámynd: Birgir Hrafn Sigurðsson

nei, ef þú myndir trúa því þá kæmist hann ekki upp með það.

Birgir Hrafn Sigurðsson, 14.8.2008 kl. 13:25

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það eru margar flugufréttirnar sem ganga.  Ég efast ekki um að Gestur segi satt en á þessu er skýring sem þekki ekki hver er. Það hafa farið fram viðræður æðstu manna en hugsanlega eru þær ekki jafn þroskaðar og talið var?

Sigurður Þórðarson, 14.8.2008 kl. 13:43

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það bendir flest til þess að framsóknarmennirnir hér auk Óskars Bergssonar hafi verið að ljúga upp í opið geðið á þjóðinni... !!

Jón Ingi Cæsarsson, 14.8.2008 kl. 14:04

9 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl öll.

Þetta er búið að vera meiri skrípaleikurinn í borgarstjórnarmálum allt frá kosningum. Vonandi lærið þið á þessu og veljið fólk í prófkjöri sem er ekki að þróast í apa.   

Samúðarkveðjur til Reykvíkinga.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.8.2008 kl. 14:15

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jæja, þá er óþarfi að vera með látalæti.

Sigurður Þórðarson, 14.8.2008 kl. 16:21

11 Smámynd: Jens Guð

  Frá því þú skrifaðir þessa færslu í morgun hefur hægt og bítandi komið í ljós að þín heimild er traust.  Óskar hefur orðið uppvís af ósannindum.  Og ekki í fyrsta skipti.  Ég minni á að hann þrætti á fullu fyrir að Framsóknarflokkurinn hafi borgað nýbúum fyrir að kjósa flokkinn.  Síðar komu fram menn undir nafni sem staðfestu að Óskar og félagar hafi keypt atkvæði þeirra. 

Jens Guð, 14.8.2008 kl. 16:33

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Óskar var kallaður "barnapían" þegar hann pasaaði sjálfstæðismennina.

 Núna var yfirsetukona yfir Ólafi, þóttist vera að semja við hann meðan aðrir mynduðu meirihlutann með fyrrverandi "barnapíu"

Sigurður Þórðarson, 14.8.2008 kl. 16:44

13 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Rétt hjá Jens Guð, Óskar hefur logið og logið í öllu þessu, og þess vegna hafa heimildir þínar verið áreiðanlegar Siggi minn.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.8.2008 kl. 16:48

14 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Siggi minn.

Svo þú hafðir réttar forsendur en hér kom fólk og reyndi að draga úr því sem þú skrifaðir.

Segi bara: "Allt þegar þrennt er og fullkomið í fjórða sinn."

Votta ykkur Reykvíkingum samúð mína.

Frjálslyndar friðarkveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.8.2008 kl. 18:47

15 identicon

Ég dreg það í efa að það verði nokkur fundur, báðir framsóknarmennirnir sem eftir eru sögðu það hér að ofan.

Eggert Ólafur Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband