Kvótagreifarnir fá ekki hlut af þessum þorskum (sjá mynd)

Kvótagreifarnir fá ekki hlut af þessum tveim glæsilegu þorskum sem alþýðuhetjan Ásmundur Jóhannsson heldur hér stoltur á sjá mynd. Sumir hafa kallað Ásmund, Hróa hött Íslandsmiða.  Það er ekki réttnefni. Hann er hugsjónamaður og trúir á hið fornkveðna "Með lögum skal land byggja en ólögum eyða" Hrói höttur reyndi að forðast handtöku, það gerir Ásmunur ekki hann sækist þvert á móti eftir handtöku. Þannig vill hann takast á við lénsskipulagið og eyða ólögunum.  DSC01267

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég vænti þess að Sandgerðisbær lýsi yfir stuðningi við sinn mann en það mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið á Suðurnesjum og víðar ef að Ásmundur hefur betur í glímunni.

Sigurjón Þórðarson, 16.7.2008 kl. 20:39

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég hef heyrt í nokkrum Sandgerðingum sem allir eru mjög stoltir af sínum manni.  Ásmundur segir sjálfur að hann komist ekki spönn frá rassi án þess að fólk hvetji hann og óski honum velfarnaðar.  Sveitastjórnin hlýtur að sjá þetta.

Sigurður Þórðarson, 16.7.2008 kl. 20:59

3 identicon

Heilir og sælir; bræður !

Kom inn á; þessa foragt, gagnvart þessarri öldnu hetju, á minni síðu, fyrir stundu.

Heift mín; leyfir ei frekari skrif, að svo komnu.

Með beztu kveðjum, sem ætíð /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 21:06

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þú ert alltaf samur við þig Óskar Helgi, frábær.

Sigurður Þórðarson, 16.7.2008 kl. 21:43

5 identicon

Hvað með að hefja undirskriftasöfnun meðal þjóðarinnar til stuðnings Ásmundi.

Menn hafa nú farið í slíkt af miklu minna tilefni.

Stuðningsmaður Ásmundar (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband