Varðar nauðgun á börnum ekki almannaheill?

Sálfur myndi ég svara þessari spurningu játandi. 

Maður þekkir mýmörg dæmi þess að smákrimmar séu dæmdir í öryggisgæslu vegna ítrekaðra brota. Þetta er ekki gert til að verja rannsóknarhagsmuni heldur vegna almannaheilla, þar sem ekki er talið öruggt að viðkomandi láti af ætlaðri iðju sinni meðan hann bíður dóms.

Nú sætir fullorðinn maður rannsókn vegna meintra marítrekaðra brota gegn börnum og ætlaðar sakir eru það alvarlegar að í mörgum slíkum tilvikum missa fórnarlömbin andlega heilsu sína fyrir fullt og allt. Samt er meiningin að sleppa honum lausum! Ég er ósammála því mati að taka beri vægar á þessum brotum en t.d. ítrekuðu hnupli. sadEru ekki allir sammála því að þetta varði almannaheill?


mbl.is Gæsluvarðhaldsúrskurður til Hæstaréttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Jú, ég er sammála þér.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.7.2008 kl. 12:41

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir það Ásdís. Vonandi eru flestir sammála þessu en því miður sér maður það ekki í framkvæmd. Verðum við ekki að reyna að gera eitthvað róttækt til að breyta þessu? Ég lýsi eftir hugmyndum.

Sigurður Þórðarson, 4.7.2008 kl. 12:52

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hippókrates, þú ert að tala um hefnd og réttlæti. Það er allt önnur umræða.

En telur fólk óhætt að svona þenkjandi menn gengi lausir????

Eru þessir menn ekki tifandi tímasprengjur? Hvað með öryggi barnanna, einnig þeirra sem ekki hefur en verið nauðgað? Eru menn hræddari Lalla Johnsen eða einhverja veskjaþjófa en barnanauðara?   Spyr sá sem ekki veit.

Sigurður Þórðarson, 4.7.2008 kl. 14:11

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hippókrates, takk fyrir innleggin sem eru góð og réttmæt og ég skil þig vel. Menn eru dæmdir í gæsluvarðhald af tveimur ásæðum:

1. Vegna rannsónarhagsmuna

2. Af öryggisástæðum.

Það er líklega búið að rannsaka málið og þá er bara ein lagaleg ástæða eftir. 

Sigurður Þórðarson, 4.7.2008 kl. 14:23

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk, þóttist vita það.

Sigurður Þórðarson, 4.7.2008 kl. 16:18

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hjartanlega sammála þér.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.7.2008 kl. 22:42

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Siggi minn.

Þetta er hroðalegt dómskerfi og þarfnast viðgerða strax. Hræðilegt að menn skuli komast upp með að drýgja svona glæpi aftur og aftur því refsingar eru vægar og stundum sleppa menn alveg við tukthúsið. þar ættu þeir heima forever.

Guð veri með þér og þínum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.7.2008 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband