Færsluflokkur: Trúmál
Vilja inn um hundalúguna en í þágu hverra?
Mánudagur, 28. júní 2010
"Lengi getur vont versnað" Já ótrúlegt en satt:
Jafn afleitt og kvótakerfið er hér á Íslandi, færum við fyrst úr öskunni í eldinn með því að hér yrði innleitt Brusselfiskveiðikerfið. Og þá myndi fáráðlingahátturinn ná nýjum hæðum ef þjóðin afhendi fiskimiðin, lífsbjörgina, til Evrópusambandsins og þeir fáu húskarlar sem hér strituðu fyrir mat, þyrftu að halda uppi heilu stóði af hámenntuðum íslenskum möppudýrum sem nytu lífsins í Brussel þar sem menn sópa göturnar fyrir 300.000.
Víglínur skýrast gagnvart ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Páfi vill ekki lögreglurannsókn
Sunnudagur, 27. júní 2010
Páfinn krefst þess að lögreglan í Belgíu hætti að rannska kynferðisglæpi presta.
Ég votta kaþólskum mönnum samúð mína vegna þessar undarlegu hegðun páfa.
Páfi gagnrýnir belgísku lögregluna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Breytt s.d. kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hafró þakkað sólskinið en ekki regnið
Föstudagur, 4. júní 2010
Á þeim 25 árum sem kvótakerfið hefur verið við lýði er talið að þorskstofninn hafi minnkað um 50% en nú telur Hafró að stofninn sé örlítið stærri en á síðasta ári. Atli Gíslason formaður sjávarútvegsnefndar á ekki orð yfir hrifningu sína og segir þetta "augljós merki þess að Hafrannsóknarstofnun sé á réttri leið".
Fyrir skemmstu fannst engin ýsa í togararalli, Hafró hafði sem sé týnt ýsunni sem var um allan sjó fyrir þremur árum. Man einhver eftir því að Atli Gíslason hafi tjáð sig um það?
Hafró á réttri leið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sjálfstæðismenn óttaslegnir við afsögn Steinunnar
Föstudagur, 28. maí 2010
Eftirsjá af Steinunni Valdísi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hvað gera Dagur, Hanna Birna og Gísli Marteinn?
Fimmtudagur, 27. maí 2010
Steinunn Valdís segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Svo bregðast krosstré...........
Laugardagur, 22. maí 2010
Sumum kann að þykja fokið í flest skjól þegar Ingvi Hrafn hæðist að Flokknum sem oft er kenndur við 4.
Tilvonandi varaformanni þykir nóg um þegar hún segir að "svokölluð" Rannsóknarskýrsla alþingis sé að þvælast tímabundið fyrir.
Ingvi Hrafn á bandi Jóns Gnarr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ákvörðun forsetans fyrsta skrefið í átt til endurreisnar Íslands
Þriðjudagur, 5. janúar 2010
Þessi Fitch sem ríkisstjórnin hefur nú keypt þetta lánshæfismat hjá til heimabrúks hefur ekkert gildi því íslenska ríkið hefur hvort sem er löngu hætt að geta slegið meiri lán á alþjóðlegum mörkuðum, sem betur fer nægar eru skuldirnar samt.
Hvernig ætli standi á því að Bretar þvinga að þvinga þjóð sem þeir segja að sé gjaldþrot til að borga skuldir einkabanka með himinháum vöxtum. Mönnum er tíðrætt um vinveittar ríkisstjórnir. Mikilvægara er að hafa stjórnvöld sem standa með íslensku þjóðinni. Það gerir forsetinn en ekki ríkisstjórnin.
Ákvörðun forsetans fyrsta skrefið í átt til endurreisnar Íslands!
Fitch lækkar lánshæfismat | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Breytt s.d. kl. 18:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Verða konur grýttar í Evrópu framtíðarinnar?
Sunnudagur, 6. desember 2009
Það eru í senn ógnvænleg en um leið gleðileg tíðindi sem berast frá Spáni um að til hafi staðið að aflífa (grýta) konu fyrir hórdóm en um leið gleðilegt að tekist hafi að koma í veg fyrir níðingsverkið. Múslinmar eru 16 milljónir innan Evrópusambandsins og fjölgar hraðar en öðrum. Það vakti mikla reiði í Bretlandi þegar þarlendur kristinn biskup vildi í nafni umburðalyndis leyfa múslimum að nota shari lög gagnvart sínu fólki.
Ég er haldinn fordómum gagnvart þeim sem vilja leyfa að konur séu grýttar.
Ætluðu að lífláta konu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Breytt s.d. kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Megi þeir stikna í Helvíti
Fimmtudagur, 19. nóvember 2009
Meðfylgjandi myndir sýna ótrúlaga grimmd. Ég sem hélt að ég væri umburðalyndur í trúmálum.
Konan hér að neðan var nýlega grýtt í Afganistan fyrir þá "sök" að mótmæla fyrirlitlegum og mannfjandsamlegum lögum um nauðganir. Af hverju eru Vesturlögnd að styðja svona ríkisstjórn?
Geir og Ingibjörg á góðri stundu, meðan þau voru með hugann við að komast í öryggisráðið. Ætli Geir hefði sett upp slæðu fyrir nokkur atkvæði?
Tvítug kona grýtt til dauða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Breytt s.d. kl. 21:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Álfar eru líka menn!
Mánudagur, 16. nóvember 2009
Það er rétt hjá herra Karli Sigurbjörnssyni að álfatrúin fylgir þjóðarsálinni.
Það skiptir engu hvort fólk er sannkristið eða trúir á vættir og Æsi, við erum flest álfatrúar. Ég er sammála biskupnum þegar hann segir eftir ömmu sinni að það þurfi að fara varlega í nánd við steina og hóla þar sem huldufólk býr.
Álfar eru líka menn!
Álfatrú Íslendinga til umræðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Breytt s.d. kl. 11:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)