Vilja inn um hundalúguna en í þágu hverra?

Í ellefu hundruð ára sögu Íslandsbyggðar hefur okkur farnast best þegar við höfum ráðið okkar málum sjálf. Lýðveldistíminn er stuttur og vissulega höfum við gert afdrifarík mistök. Í stað þess að gefast upp og kasta frá okkur ábyrgðinni ættum við að taka okkur saman í andlitinu, draga lærdóm af mistökunum og bregðast við þeim eins og menn.

"Lengi getur vont versnað" Já ótrúlegt en satt:

Jafn afleitt og kvótakerfið er hér á Íslandi, færum við fyrst úr öskunni í eldinn með því að hér yrði innleitt Brusselfiskveiðikerfið. Og þá myndi fáráðlingahátturinn ná nýjum hæðum ef þjóðin afhendi fiskimiðin, lífsbjörgina, til Evrópusambandsins og þeir fáu húskarlar sem hér strituðu fyrir mat, þyrftu að halda uppi heilu stóði af hámenntuðum íslenskum möppudýrum sem nytu lífsins í Brussel þar sem menn sópa göturnar fyrir 300.000.

mbl.is Víglínur skýrast gagnvart ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fær maður 300.000 kall fyrir að vera götusópari í Jötunheimum?

Bjössi (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 15:26

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Til þess að fækka í grunni fullvinnslu og tæki framleiðslu samkeppni  ES [Evrósku Sameiningarinnar] fiskveiðum og landbúnaði var er stefnt til að ná einföldun og kostnaði niður að greiða aðilum út svo þeir geti lifað sóma samlega til æviloka. 

Fiskveiði stefna hér hefur greinlega fækkað í og einfaldað alla öflun og afgreiðslu til ES.

Nú er bara eftir að losna við nokkra greifa og þá er fullkomnun náð. Að mati ES.

Hinsvegar vita heilbrigðir kaupmenn að aldrei er gott að leggja öll spilin á borðið hvað varðar hinn aðilann. Einföldun heldur ekki uppi álagningu. Fávís spyr hvað sé best fyrir sig, þar sem hæfur veit það FRÁ UPPHAFI. 

Hlutafélag, eigendur 3 bankar, 3 tryggingafyrirtæki, 3 eldsneytis fyrir tæki. Smáhlutur í eigu  niðja stofnanda og eitt af dekurbörnum ennþá í forsvari.

Ný útskrifaður tekur Negam lán og hækkar í virðingu og áliti, svo kemur að því að borga og þá er rekstrinum kennt  um tapið.

ES elítan byggir á sinn menningararfleið sem varð til þess að Ísland og Ameríka byggðist t.d.  Almenningur fær ekki lán í ES hann er niðurgreiddur.     

Júlíus Björnsson, 29.6.2010 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband